Tíminn - 01.07.1973, Síða 37

Tíminn - 01.07.1973, Síða 37
Sunnudagur 1. júli 1973 TÍMINN 37 Fr. Jósé Maria, klerkurinn, sem kom þessu öllu af staö, þjónar enn fyrir troðfullri kirkju í Mondragon, enda þótt hann láti ekki siöur aö sér kveöa i ýmsum öörum ntálum þessa iitla samvinnu-samfélags. aö launamismunurinn er mest 1:3. Þannig er útilokað, að for- stjóri eöa prófessor viö háskóiann I Mondragon eða aðalbankastjóri samvinnubankans geti fengið meira kaup, en sem svarar þre- földum launum starfsmanns með allægstu laun. Bæði launa- og skattamál beinast mjög i þá átt aö jafna lifskjör fólksins, án þess þó að ganga of langt i þeim efn- um. Fólki er engan veginn steypt saman i eina heild án tillits til menntunar og getu. Lýðræði og félagsleg og efnaleg velferð er fyrir öllu. Og allflestir una mjög vel sinum hag. Það skyldi þó eng- inn ætla, að hér sé komin algjör paradis á jörð, þótt vissulega megi segja, að málin horfi ,,i þá átt”. Eins og alls staðar annars staðar er einhver vandamál að leysa. öll samvinnufyrirtækin lúta grundvallarstjórn almenns þings starfsmannanna, sem venjulega kemur saman einu sinni á ári til aö velja framkvæmdastjóra fyrir hin einstöku fyrirtæki og ákvarða grundvallar stefnu þeirra. Aður voru atkvæðin á þessum þingum metin með tilliti til launamis- munarins, en þetta kerfi hefur verið lagt niður, þannig að at- kvæði sérhvers starfsmanns gild- ir aðeins sem eitt atkvæði. Það er sömu sögu að segja um eignarhluta i Mondragon-fyrir- tækjunum og stjórn þeirra, þ.e.a.s. fyrirtækin eru I eigu allra meðlima samvinnuhreyfingar- innar i Mondragon. ,,í eigu” merkir, að þeir fá sinn hluta af hagnaði fyrirtækjanna. Að visu er litið eitt um það, að fólk vinni að- eins um stundarsakir við fyrir- tækin, en annars gildir, að allir þeir, sem vinna við fyrirtækin og sameinast þannig samvinnu- hreyfingunni, verða að leggja fram ákveðna lágmarksupphæð I stofnsjóð fyrirtækjanna, og það gefur þeim aftur heimild til að njóta arðs af þeim. Enginn ein- staklingur má eiga meira en 5% af heildarstofnfé.. Framlag nýrra meðlima til samvinnufyrirtækjanna kann að virðast hátt. Það hefur verið nokkuð breytilegt, en á miðju siöasta ári var það ávkeðið 100 þúsund pesetar (um 160 þúsund krónur islenzkar). A hinn bóginn er aðeins 5% þessarar upphæðar krafizt þegar i stað. Hitt geta meðlimir greitt smám saman yfir lengra eða skemmra timabil af launum sinum. Vert er að benda á, að kostnaðurinn við að skapa starf handa iðnaðarmanni i Mondragon kostar um 800 þúsund peseta eða átta sinnum meira en sú upphæð nemur, sem krafizt er, sem framlags af meðlimum. Umrædd upphæð virðist vera umsækjendum og nýjum meðlim- um lítt til trafala og er þeim eng- inn þyrnir I augum. Einhver i Mondragon orðaði það svo: ,Hver sem er nú á dögum getur með ein- hverjum ráðum komizt yfir 5 þús- und peseta (tæp 6 þ. isl.).” Af- borganirnar af eftirstöðvunum eru mjög rýmilegar. Meiri hlutinn eða jafnvel allt framlag meðlima samvinnu- hreyfingarinnar i Mondragon, þeir 100 þúsund pesetar, sem fyrr er getið, er látið ganga til þeirra aftur, ef þeir segja skilið við hreyfinguna, fara burt eða hætta af einhverjum sökum. Það er þvi engan veginn um neina „fjár- plógsstarfsemi” að ræða. Hins vegar greiða meðlimir (starfs- menn) 12,5% af launum sinum i varasjóð hreyfingarinnar. Þessi epningar eru ekki greiddir aftur. Né heldur skapa þeir grundvöll fyrir arðgreiðslu til viðkomandi. Nú er greiddur 6% arður til starfsmanna. Hagur fyrirtæjanna er næsta undantekningarlaust það góður, að engum vandkvæð- um er bundið fyrir þau að láta þetta fé af hendi rakna til starfs- manna sinna. Afgangsarður fyrirtækjanna, sem getur verið mikill, er hins vegar notaður til sem allrar arðsamastar, nýrrar fjárfestingar. Þannig gengur það koll af kolli, stig af stigi i átt til æ meiri hag- sældar fyrirtækjanna og vel- megunar fólksins. Andrúmsloftið er yfirleitt mjög gott á vinnustöðunum i Mondragon. Starfsmennirnir vita og skilja, að i raun og veru eiga þeir sjálfir fyrirtækin og að vinna vel er þeim sjálfum greinilega I hug. „Þér er ekki þeytt um eins og tuskubrúðu og valdalausu peði hér, eins og á sér stað viða annars staðar”, er gjarnan viðkvæði starfsfólksins. „Og þér liðst ekki að gefa skipanir eins og hers- höfðingi hér eða ganga um eins og þú eigir staðinn, alla vega ef þú vonast eftir endurkjöri sem yfir- maður”. Lengi má halda áfram við aö lýsa hinum ýmsu þáttum i dag- legu lifi fólksins og hinum ýmsu fyrirtækjum i Mondragon. Hér hefur mjög stuttlega og óljóst verið gerð grein fyrir þvi, hvernig lýðræðið og jafnréttið er i raun og 1 Mondragon er hátæknivædd framleiösia i gangi. Eitt stærsta framleiöslufyrirtækið er ULGOR, sem framleiðir aðallega isskápa. veru i framkvæmd i Mondragon. Skólinn, sem útskrifar fólk með hæstu menntun, gegnir afar mik- ilvægu hlutverki við þróunina i Mondragon. Hann hefur getað brúað bilið milli menntunar og framleiðslu á staðnum. Væri hann út af fyrir sig efni i sjálf- stæða grein. Hér hefur verið brugðið upp mjög óljósri svipmynd af Mon- dragon, en hún verður látin nægja að sinni. Ef til vill á þessi „Vin Spánar” eftir að verða fyrir- mynd, sem mikið tillit verður tek- ið til viða um heim á næstu árum. Vissulega eru ýmsir annmarkar á i skipulagi og rekstri i Mondragon, en allt virðist enn stefna i rétta átt, — hröðum skrefum.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.