Tíminn - 01.07.1973, Page 40
MERKIÐ, SEM GLEÐUR
Htttumst i haupfélaginu
fyrir góöan mat
$ KJÖTIDNAÐARSTÖO SAMBANDSINS
Urgur eystra vegna
Þjórsárbrúar við Sandafell
—ódýrasta leiðin
segirLandsvirkjun
og Vegagerð
HHJ-Rvik. Eins og kunnugt er af
fréttum i Timanum er nú hafin
vinna við nýja brú yfir Þjórsá við
Efri-Klofaey undir Sandafelli.
Vegagerðin annast brúarsmiðina
fyrir Landsvirkjun, sem greiöir
allan kostnað.
Mikill urgur er i héraðsbúum
vegna þessarar brúarsmiöar og
telja menn eystra að nær hefði
verið að gera Landvegi eitthvað
betri og leggja veg upp frá Galta-
læk og brúa Þjórsá við Þjórsár-
holt i stað þess að setja brú á ána
inni i óbyggðum.
Ráðamenn Landsvirkjunar
segja, að i sjálfu sér skipti það
Landsvirkjun engu, þótt brúin
yröi reist neðar, en hins vegar
geti hún ekki greitt þann auka-
kostnað, sem af þvi leiddi.
Brú við Þjórsárholt er ekki á
Vegaáætlun Aiþingis og þess
vegna getur Vegagerð rikisins
ekki heldur tekið þennan mun á
sig, þvi að þessi áætlun sker
Vegagerðinni stakkinn.
Timinn hafði tal af nokkrum
þeirra, sem hlut eiga að málinu,
og leitaði álits þeirra og umsagn-
ar um þetta vandamál.
Getur haft áhrif
á búsetu
— Okkur finnst hér, að hyggi-
legra hefði verið að bæta veginn
upp Holt og Land og gera veg frá
Galtalæk inn á stiflugarðinn,
sagði Guðni hreppstjóri Kristins-
son á Skarði i Landsveit. Siðast-
liðinn vetur gekk undirskrifta-
skjal á milli manna hér i sýslunni,
þar sem skorað var á ráðamenn
um vegamál að sinna þessu, en
við höfum ekkert frá þeim heyrt.
Fjöldi manna héðan úr sveitunum
vinnur að framkvæmdum á
Landmanna- og Holtamannaaf-
rétti og þessi stóri krókur, sem
menn verða að taka á sig niður
alla Arnessýslu, getur haft heil-
mikið að segja um búsetu þeirra.
Landvegur er lika mikið notaður i
sambandi við þessar fram-
kvæmdir og spillist oft af þeim
sökum, þvi að hann er alls ekki
nógu sterkur. Við teljum, að það
hefði orðið mun ódýrara fyrir
Landsvirkjun og ríkið að fara að
okkar ráðum um þetta.
Smurt á þetta eins
og pönnuköku
Sigurjón Pálsson á Galtalæk
sagði, að hver einasti maður, sem
til hefði náðst hefði skrifað undir
listann, enda kæmi brú langt inn i
óbyggð byggðinni að harla litlu
gagni.
— Hver einasti maður, sem til
náðist, skrifaði undir listann,
sagði Sigurjón Pálsson á Galta-
læk. Það er óhjákvæmilegt að
endurbyggja Landveginn, þvi að
öll vor er honum djöflað út, en
aldrei lagað eða borið ofan i — ég
kalla það ekki ofaniburð, þótt
smurt sé á þetta eins og þegar
sykri er smurt á pönnuköku. Svo
þarf veg frá Galtalæk inn undir
Búrfell, þvi annars verða menn
héðan að fara langt niður i Arnes-
sýslu til þess að komast heim til
sin. Brúin þarna uppi við Sanda-
fell er náttúrlega enginn tengilið-
ur á milli sýslna. Þar að auki held
ég að vandfundið sé verra brúar-
stæði — brúin er reist þar, sem á-
in fellur fram úr gljúfrinu og fer
að breiða úr sér. 1 þessu efni þarf
að sameina þarfir almennrar um-
ferðar og bráðabirgðaþörf orku-
veitnanna -- annað er bruðl meö
almannafé. Þá er tveggja kosta
völ: annað hvort að nota gömlu
brúna hjá Þjórsártúni áfram og
lagfæra Landveginn eða að reisa
brú við Þjórsárholt og tengja
hana vegum að austan og vestan.
Brúarstæði er gott á þessum stað
— áin þetta 50-70 m breið.að ég
held og ekki nema nokkrir kiló-
metrar að þjóðvegum i báðar átt-
ir.
Mesta ráðleysa
— Upphleyptur vegur frá Galta
læk inn að stiflunni er jafnvel
mikilvægari en brú, sagði Guð-
steinn Þorsteinsson i Köldukinn.
Mér finnst þetta allt saman mesta
ráðleysa — Þjórsárdalurinn er
afleitur að vetrarlagi vegna
snjóa. Auk þess er þetta svo bratt.
Svo er lika mikil ismyndun i ánni
og ómögulegt að segja hvað hún
gerir, þegar hún bólgnar upp.
Væri gerð brú við Þjórsárholt,
þyrfti bara að leggja nokkurra
kilometra veg frá ánni undir
Skarðsfjall og austur á Landveg
hjá Múla. Hinum megin er lika
stutt á aðalveg.
Við skiljum bændur vel
Næst snerum við okkur að þeirn
Landsvirkjunarmönnum. Eirikui
Briem kvað brú við Þjórsárholt
hafa orðið miklu dýrari en
Sandafellsbrúin yrði, en visaði að
öðru leyti til Vegagerðarinnar.
Páll Flygenring yfirverk-
fræðingur sagöi Búrfellsbrúna
ekki ætlaða til þungaflutninga. A
Framhald á bls. 39.
Athugasemdir og skýringar
Þessa áætlun, sem hér fylg-
ir, geröi Vegagerð rikisins
núna I vor svo að ekki ætti að
skakka miklu um kostnaðar-
tölur.
Ennfremur er þaö viö grein-
argerðina að athuga, að hefði
leiö 1 eða 2 verið valin, hefði
heildarkostnaður i rauninni
hækkað sem svarar kostnaði
viö brú fyrir létta umferð uppi
við Sandafell sem talin er
nauðsynleg, eða um 30 millj-
ónir, að þvi er Vegageröin
áætlar.
Þegar litið er á kortið, ber
að athuga, að breið heildregin
Hna táknar fullgerðan veg,
rofin lina eða brotin táknar
veg, sem talinn er ófullnægj-
andi, en tvær mjóar órofnar
samhliða linur merkja, að þar
cr vegar vant.
Kortið veit ekki rétt við átt-
um, en það sér auðvitað hver
maður um lcið og litið er á
kortið.
Vegasamband við Sigölduvirkjun frá vegamótum
Suðurlandsv. og Hrunamannav.
1. Leiöin upp Skeið og Þjórsárdal að Sandafelli þaryfir Þjórsá á Sprengisandsveg. A-B-C.
2. Leiöin upp Skcið aö Þjórsárholti, þar yfir Þjórsá að Skarði, upp Land og á nýja veginn við Búrfell.
A-B-E-C
3. Leiðin eftir Suöurlandsvegi yfir Þjórsá hjá Þjórsártúni, upp Landveg og á nýja veginn hjá Búrfelli.
A-D-E-C.
Lengd
km
1. Upp Skeið og
Þjórsárdal aö Sanda-
felli og þar yfir
Þjórsá.
2. Upp Skeið aö Þjórsárholti
og þar yfir Þjórsá
og síðan upp Land 75
3. Eftir Suöurlands-
vegi aö I.andvegi
uppLandveg. 79
Vegagerðar-
kostn.
m. kr.
8
55
50
Brúageröar-
kostn.
m. kr.
30
55
10
Samt.
kostn.
m. kr.
38
110
60
mM