Fréttablaðið - 07.10.2004, Side 1

Fréttablaðið - 07.10.2004, Side 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 – Veffang: visir.is FIMMTUDAGUR DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG HÆG VESTLÆG ÁTT OG VÍÐA BJARTVIÐRI Yfirleitt úrkomulaust á landinu öllu í dag en fremur svalt. Hlýnandi veður næstu daga. Sjá nánar á bls. 6 7. október 2004 – 274. tölublað – 4. árgangur SKAUT Á SAMFYLKINGUNA For- sætisráðherra sakar Samfylkinguna um að tala tungum tveim um kennaraverkfallið á Alþingi og í borgarstjórn. Ekki rétt, segja Samfylkingarmenn. Sjá síðu 6 BORGARYFIRVÖLD VÖRUÐ VIÐ Formaður borgarráðs segir að það hafi ver- ið ljóst frá upphafi að borgin væri að brjóta gegn stjórnsýslulögum með því að synja Egilshöll um vínveitingaleyfi. Sjá síðu 2 VEGIÐ AÐ VERKALÝÐSFÉLÖGUM Brim og Iceland Express gera aðför að kjarasamningum að mati Alþýðusambands- ins. Verkalýðsforystan segir þetta leiða til átaka. Sjá síðu 8 OFBELDI Í SKJÓLI HEIMILIS Tillög- ur til að styrkja stöðu þolenda heimilisof- beldis hafa legið fyrir í nokkur ár en þeim hefur ekki verið hrint í framkvæmd. Sjá síðu 16 Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 36 Myndlist 36 Íþróttir 28 Sjónvarp 40 ● tíska ● ferðir ● heimili Ponsjóið í uppáhaldi Sveinbjörg Þórhallsdóttir: ● verðlaunuð fyrir vefsvæði Styttist í nýtt myndband Björk: ▲ SÍÐA 30 ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS FJÁRHAGUR SVEITARFÉLAGA Utandagskrárumræða um fjárhag sveitarfé- laganna og samskipti þeirra og ríkisins hefst á Alþingi klukkan 10.30. Málshefjandi er Steingrímur J. Sigfússon og Árni Magn- ússon verður til andsvara. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Hagnaður íslenskra fjármálafyrirtækja hefur aldrei verið meiri: Nálgast sjötíu milljarða VIÐSKIPTI Búist er við gríðarlegum hagnaði hjá helstu fjármálafyrir- tækjum landsins ef marka má spár greiningardeilda. Greiningardeild Íslandsbanka spáir um sautján milljarða hagnaði hjá Landsbank- anum. Samanlagður hagnaður KB banka og danska bankans FIH verður á nítjánda milljarð króna. Greiningardeildin spáir ekki um afkomu Íslandsbanka, en sér- fræðingar telja að hagnaður hans geti numið um tólf milljörðum króna á árinu. Ef við þetta er bætt þeim hagnaði sem búist er við hjá Straumi fjárfestingarbanka og fjárfestingarfélaginu Burðarási þá er niðurstaðan tæpir 68 millj- arðar króna. Miklar hækkanir hlutabréfa og gagnkvæmt eignarhald fjármála- fyrirtækjanna skýra stóran hluta hagnaðarins. Bréf þessara félaga hafa hækkað gríðarlega það sem af er ári. Til að mynda er í afkomu Íslandsbanka söluhagnaður af bréfum í Straumi og hækkandi gengi Burðaráss birtist sem hagn- aður í uppgjöri Landsbankans. Gangi spáin eftir falla hagnaðar- metin í viðskiptum á Íslandi eitt af öðru í uppgjörum ársins 2004. sjá síðu 27 Kennaraverkfall: Skerðir fæð- ingarorlof KENNARAVERKFALL Vegna nýrra laga um fæðingarorlof hefur verkfall kennara áhrif á tekjur þeirra í fæðingarorlofi allt til ársloka 2006. Þeir kennarar sem vænta barns nú í desember standa verst þar sem núgildandi reglur Tryggingastofnunar miða við laun þeirra frá ágúst 2003 til október 2004. Hallveig Thordarson, deildar- stjóri fæðingarorlofsmála Trygg- ingastofnunar, segir að vegna þess að lögin taki breytingum í janúar hafi verkfall kennara minni áhrif til frambúðar. Regl- urnar nú kveði á um að viðmiðun- artími fæðingarorlofs sé síðustu tólf mánuðir fyrir fæðingu barns. „Fyrir börn sem fæðast, eru ætt- leidd eða tekin í varanlegt fóstur frá og með 1. janúar 2005 gilda tekjur foreldranna á tveimur heil- um almanaksárum fyrir fæðing- arár barnsins,“ segir Hallveig. Sjá síðu 2 Kennaraverkfall: Einhverfir verða illa úti KENNARAVERKFALL Ekki er hægt að setja einhverf börn við sama borð og önnur börn að sögn Jóhannesar Jónssonar og Pálínu E. Þórðardóttur, foreldra sex ára einhverfs drengs. Þau segja að áhrif kennaraverkfallsins þýði margra mánaða afturför fyrir drenginn en það sama eigi ekki við um tvíburasystur hans. Á bilinu 25 til 28 einhverf börn í sérdeildum í fjórum skólum á höfuðborgarsvæðinu fengu ekki undanþágu frá kennaraverkfall- inu. „Ég trúi ekki að forsvars- menn kennara séu svo grimmir við þessa krakka. Þeir hljóta hreinlega að vera illa upplýstir um einhverfu og hvaða áhrif þetta hefur á börnin. Að veita ekki undanþágur fyrir þessi börn er hreinlega ómannúðlegt,“ segir Jóhannes. Sjá síðu 10 TEKNIR HÖNDUM Á KAJANUM „Málinu er langt frá því lokið,“ sögðu forsvarsmenn hagsmunasamtaka sjómanna þegar þeir voru handteknir um miðjan dag í gær og færðir til yfirheyrslu. Ólafur Ásgeirsson aðstoðaryfirlögregluþjónn fylgist með þeim stíga upp í lög- reglubílinn. KJARADEILUR Aðgerðum forsvars- manna hagsmunasamtaka sjó- manna við Akureyrarhöfn, þar sem þeir komu í veg fyrir upp- skipun úr Sólbaki EA 7 frá því á þriðjudagskvöld, lauk með hand- töku þeirra um klukkan hálf þrjú í gærdag. Þeir voru fluttir á lög- reglustöð til skýrslutöku og sleppt að henni lokinni. Hagsmunasamtök sjómanna telja kjarasamninga brotna á skip- verjum á Sólbaki sem Brim á Ak- ureyri gerir út. Þeir segja launa- greiðslur samkvæmt samningi sem útgerðarfélagið gerði við sjó- mennina vera undir samnings- bundnum lágmarkslaunum, en samningurinn kveður á um að sjó- mennirnir skuli standa utan stétt- arfélaga. Fyrir forsvarsmönnum sjó- mannasamtakanna fór Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Íslands, en hann var einnig handtekinn snemma um morguninn og haldið í um 20 mín- útur áður en honum var sleppt. Sævar og hans menn komu fyrst í veg fyrir uppskipun þegar starfs- menn Brims mættu um klukkan hálf fimm um morguninn. Nokkur rekistefna var svo fram eftir degi um hvort lögregla hefði umboð til að skerast í leikinn þar sem um aðgerðir í kjaradeilu væri að ræða. Að lokum fór það svo að lögmenn Brims sendu Hafnarstjórn Akureyrar erindi og vildu að hún tryggði fyrirtækinu starfsfrið við höfnina. Hafnar- stjórn vísaði erindinu áfram til lögreglu og benti á að menn gætu ekki stundað vinnu sína við höfn- ina vegna ástands sem þar ríkti. „Það var svo löggæsluyfirvalda að túlka hvort þarna væri um lög- mætar aðgerðir í vinnudeilu að ræða,“ áréttaði Hörður Blöndal hafnarstjóri. Eitthvað virðist það samt hafa verið málum blandið því á vettvangi sagði Ólafur Ás- geirsson aðstoðaryfirlögreglu- þjónn að mennirnir væru hand- teknir að beiðni hafnaryfirvalda. Sjá síðu 4 olikr@frettabladid.is Átök á kajanum Lögregluyfirvöld á Akureyri gerðu kleifa uppskipun úr Sólbaki EA 7 í gær með því að handtaka forsvarsmenn samtaka sjómanna. Forsvars- menn sjómanna segja samning útgerðar og áhafnar Sólbaks ólöglegan.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.