Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.10.2004, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 07.10.2004, Qupperneq 6
6 7. október 2004 FIMMTUDAGUR Helgi Hjörvar borgarfulltrúi og þingmaður: Samstíga Samfylkingu STJÓRNMÁL Helgi Hjörvar, alþing- ismaður Samfylkingarinnar og borgarfulltrúi R-listans, vísar ummælum forsætisráðherra þess efnis að Samfylking- in á þingi sé ósamstíga R- listanum í borgarstjórn á bug. „Ég bendi á að borg- arstjórinn gekk á fund fjárlaganefndar á mánu- dag og fór yfir íþyngj- andi ákvarðanir sem rík- ið hefur tekið fyrir sveit- arfélögin.“ Sagði Helgi að um- mæli Halldórs hittu engan nema hann sjálfan fyrir því sveitar- stjórnarmenn framsóknarmanna af öllu landinu hefðu leitað á náð- ir fjárlaganefndar og mótmælt ósanngjarnri tekjuskiptingu. Alfreð Þorsteinsson, borgar- fulltrúi Framsóknarflokksins, sagði að R-listinn stæði þétt við bakið á samn- inganefnd sveitarfélaga. Ekkert samhengi væri á milli þess annars vegar að borgarstjóri og sveit- arstjórnarmenn bentu fjárlaganefnd á íþyngj- andi ákvarðanir ríkisins og skerta tekjustofna og kennaraverkfallsins hins vegar. „Sveitarfélögin munu ekki semja við kennara á skjön við aðra samninga í þjóðfélag- inu.“ ■ R-lista flokkarnir deila um verkfallið Utandagskrárumræður tóku óvænta stefnu á Alþingi í gær. Halldór Ásgrímsson forsætisráð- herra sakaði Samfylkinguna um að tala tungum tveim um kennaraverkfallið á Alþingi og í borg- arstjórn. Össur Skarphéðinsson segir ríkisstjórnina ekki geta verið stikkfrí í deilunni. STJÓRNMÁL Umræður utan dagskrár á Alþingi í gær um kennaraverkfall- ið snerust upp í skeytasendingar á milli flokkanna sem standa að meirihluta R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra sakaði Samfylkinguna um að fylkja sér annars vegar innan R listans í borgarstjórn að baki samn- inganefndar sveitarfélaga en tali hins vegarmeð allt öðrum hætti á Alþingi. „Undarlegt að heyra þetta fólk tala algjörlega á skjön við R- listann. Er ekkert samráð á milli formannsins og varaformanns flokksins?“ Kallað var fram í ræðu ráðherr- ans: „Hlustar þú á Alfreð?“ og svar- aði Halldór að bragði að hann væri nýbúinn að ræða við hann: „Við framsóknarmenn tölum einu máli um kennaraverkfallið.“ Málshefjandi umræðunnar, Öss- ur Skarphéðinsson formaður Sam- fylkingarinnar, sagði að ríkisvaldið hefði margsinnis átt þátt í að liðka fyrir lausn kjaradeilna, nú síðast á þessu ári. Ríkisstjórnin hefði sjálf samið myndarlega við framhalds- skólakennara sem hefðu haft sömu grunnlaun og grunnskólakennarar þegar grunnskólinn var fluttur til sveitarfélaganna. Þá hefði verið þrengt að fjárhag sveitarfélaganna auk þess sem auknar kröfur væru nú gerðar til grunnskólans af hálfu ríkisvaldsins. Halldór Ásgrímsson svaraði því til að nýverið, eftir að verkfall skall á, hefði verið gefin út sameiginleg yfirlýsing um tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga og því engin ástæða til að hreyfa við því máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra sagði að báðir aðilar yrðu að slá af sínum ítrustu kröfum. Guðmundur Árni Stefánsson, Samfylkingu, sagði að Halldór Ás- grímsson væri í afneitun og segði „ekki ég“, ekki eins og menntamála- ráðherrann sem hefði flutt „lélega fréttaskýringu“ í ræðu sinni „Svona gera menn ekki“. Sigurjón Þórðarson, Frjálslynda flokknum, sakaði svo forsætisráð- herra um að hafa meiri áhuga á sendiráðum en bágri stöðu sveitar- félaga. a.snaevarr@frettabladid.is STJÓRMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður Vinstri grænna, talaði í gær fyrir frumvarpi til laga sem gerir ráð fyrir að hlut- ur ríkisins í Símanum verði ekki seldur, að minnsta kosti ekki fyrir árslok 2008. Steingrímur J. sagði í ræðu sinni að Vinstri grænir teldu engin hald- bær rök fyrir einkavæð- ingu Símans. Lagði hann til að fyrir- tækinu yrði gert að gera sérstakt átak fyrir árslok 2008 til að bæta fjarskipta- og gagnaflutningakerfi landsins. Hann sagði að það væri nauðsyn- legt til að allir landsmenn ættu kost á nýjustu og fullkomnustu tækni. Steingrímur J. benti á að hægri stjórnin í Noregi hefði ákveðið að fara sér hægt í að einkavæða norska símann, Tele-Nor, og ætlaði að selja hlutafé ríkisins í smáum skömmt- um. Hér stæði hins vegar til að selja hann í einu lagi. Vitnaði formaður Vinstri grænna til skoð- anakönnunar sem flokk- urinn lét gera í vor en samkvæmt henni vildu 61 prósent hafa Símann áfram í op- inberri eigu. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Um hvað deila forysta sjómanna og ogforsvarsmenn Brims? 2Í hvaða sveitarfélagi á höfuðborgar-svæðinu hefur börnum fækkað? 3Hversu margir knattspyrnumenn hjáReal Madríd eru tilnefndir sem knatt- spyrnumenn ársins? Svörin eru á bls. 42 SAMFYLKINGIN ÓSAMMÁLA R-LISTA? Forsætisráðherra spurði hvort Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður, talaði ekki við varaformann sinn, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Vinstri grænir: Síminn úr sölu til 2009 STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON HELGI HJÖRVAR Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: Engin mótsögn STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir, varaformaður Samfylk- ingarinnar, vísar því á bug að þversögn sé á milli afstöðu Sam- fylkingarinnar á Alþingi og inn- an R-listans í borgarstjórn Reykjavíkur. Halldór Ásgrímsson forsætis- ráðherra hélt því fram að formað- ur Samfylkingarinnar héldi einu fram á Alþingi en varaformaður- inn allt öðru í R-listanum.“Talast þau ekki við?“ spurði Halldór. Ingibjörg Sólrún sagði að það væri samstaða um að ríkið gerði upp og leiðrétti tekjuskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta er engin mótsögn, Halldór er bara að reyna að drepa málinu á dreif.“ ■

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.