Fréttablaðið - 07.10.2004, Page 27

Fréttablaðið - 07.10.2004, Page 27
Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar, ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl. neteign.is Fasteingasala á Netinu 100% Verðve rnd Alltaf ó dýrast ir! 99.900 auk vsk. samtals 124.375 kr. Lægsta söluþóknun á Íslandi: Sími: 595 9090 5FIMMTUDAGUR 7. október 2004 Ljósastjörnur Á haustin og fram að jólum nýta margir tímann í að dytta að heima fyrir, mála eða breyta og gera fínt. Í versluninni Í húsinu fást ljósa- stjörnur í alls kyns útfærslum sem lýsa upp heimilið í svartasta skammdeginu. Earth friendly star- lightz heita þessi ljós og er nafn ljósanna dregið af því að það er leitast við að fara sem umhverfis- vænasta leið í framleiðslu þeirra, þau eru öll handgerð og úr nátt- úrulegum efnum. Það eru yfirleitt framleiddar tvær línur yfir árið hjá Earth friendly starlightz, sumarlína og vetrarlína. Núna er jólavertíðin fram undan og jólalínan er mjög glæsileg, rauði liturinn er ríkjandi en gulli og hvítu er blandað passlega með. Jólastjörnurnar eru að berast í verslunina Í húsinu um þessar mundir. Stjörnurnar kosta frá kr. 1.990 til kr. 2.990 kr. [ SKAMMDEGIÐ LÝST UPP ] Litskrúðugir einangrunarhólkar: Heitt eða kalt? Þessir skemmtilegu hólkar eru til þess ætlaðir að halda drykkjum ýmist köld- um eða heitum. Til kælingar er best að stinga þeim í frystinn og setja svo utan um vatns- eða vínflöskur. Ef á að nota þá til að halda vínum eða öðrum drykkjum volgum eða heitum er best að láta þá liggja í sjóðheitu vatni nokkra stund. Hólkarnir eru falleg og skemmtileg hönnun og henta jafn vel utan um vatnsflöskur og vín og hverja aðra þá drykki sem neyta á. Þeir fást í Bodum í Húsgagnahöllinni og kosta 1.180 krónur stykkið. ■ [ HÚSRÁÐ ] Óhrein straujárn * Matarsalt og brúnn innkaupapoki (eða hlið af brúnum pappakassa): Stillið straujárnið á miðlungshita án gufu. Leggið pokann á straubrettið, ef á pokanum er áletrun þá snúið henni niður, hreina hliðin á að snúa upp. Stráið ríflegu magni af salti á pokann og strauið yfir nokkr- ar umferðir. Þar sem saltið er ætandi og virkar eins og sandpapp- ír ættu blettirnir að vera á bak og burt að fáeinum mínútum liðnum. * Tannkrem: Setjið smáskammt af tannkremi (ekki þessu gegnsæa hlaupkennda heldur þessu gamal- dags hvíta) í rakan klút og nuddið KALT straujárnið. Fínkornótt tann- kremið ætti að vinna á flestum blettum sem safnast hafa fyrir og ef óhreinindi eru líka í gufustútunum þá eru pípuhreinsarar góðir á þá. * Ofnahreinsir: Þar sem óhreinindi hafa hlaðist upp og viðbrennst hressilega er möguleiki að nota ofnahreinsi á KALT straujárn. Gætið þess að verja „búk“ straujárnsins með álpappír, allt nema hitaplöt- una þar sem óhreinindin eru, setjið upp gúmmíhanska og spreyið ofnahreinsi á plötuna. Látið járnið standa í 10 mínútur og nuddið hreinsinn hraustlega af. Skolið vandlega, takið álpappírinn af, hitið járnið og gufustrauið yfir nokkrar gamlar tuskur áður en þið strauið hefðbundinn fatnað eða tau. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.