Fréttablaðið - 07.10.2004, Side 42

Fréttablaðið - 07.10.2004, Side 42
30 7. október 2004 FIMMTUDAGUR KÖRFUBOLTI Snæfellingar hafa í fyrsta sinn í sögu félagsins titil að verja þegar þeir mæta til leiks í Intersportdeildinni í körfubolta sem hefst í kvöld. Snæfellingar, sem urðu deildarmeistarar í fyrra, spila sinn fyrsta leik í Grindavík á morgun en þessi tvö lið enduðu einmitt í efstu tveim- ur sætum deildarinnar í fyrra. Snæfellingar hafa fengið til sín tvo gríðarsterka leikmenn, Blikann Pálma Frey Sigurgeirs- son og KR-inginn Magna Haf- steinsson, sem bætast við hóp sterkra leikmanna þar sem fyrir- liðinn og víkingurinn Hlynur Bæringsson fer fyrir sínum mönnum. Það vakti þó nokkra at- hygli að í spá fyrirliða, forráða- manna og þjálfara var Hólmur- um „aðeins“ spáð fjórða sætinu þrátt fyrir góðan liðsstyrk og mikla velgengni í fyrra. Formað- urinn Gissur Tryggvason var samt ánægður með spána þegar Fréttablaðið hitti hann á fundin- um. „Þetta er ágætt enda er þetta bara spá. Við ætlum okkur stærri hluti en að enda í fjórða sætinu en þetta verður allt að koma í ljós inni á vellinum,“ segir Gissur, sem játar því þó að Snæfell sé með sterkara lið en í fyrra. Með betra lið en í fyrra „Ég held að liðið sé betra og þetta er mjög skemmtilegt lið sem við erum með í vetur. Það eru fjögur lið áberandi best og við erum í þeim hópi. Það fylgir því bara meiri pressa að enda ofar í spánni þannig að ég er mjög sáttur við þetta.“ Það voru ekki bara leikmenn Snæfells sem slógu í gegn því hvergi var meiri og betri stemning meðal áhorf- enda en í stúkunni í Íþróttahús- inu í Stykkishólmi. „Við stefnum á að byrja þar sem frá var horfið í vor, bæði inni á vellinum og uppi í pöllun- um. Síðasti vetur var alveg ein- stakur fyrir okkur og það hefur aldrei gengið jafn vel hjá félag- inu. Við erum með góðan kjarna stuðningsmanna sem kemur alltaf og ég á ekki von á öðru en það verði fullt hús frá fyrsta heimaleik. Við fengu tvo A-lands- leiki til okkar í sumar, þar var mikil stemning og stuð og báðir leikirnir unnust heima. Það er talað um það að það sé orðið erfitt fyrir heimalið að tapa í þessu húsi,“ segir Gissur sposkur á svip. Snæfell hefur deildar- keppnina í ár með tíu sigurleiki í röð í Hólminum og liðið vann síð- an þar fjóra af fimm leikjum sín- um í úrslitakeppninni. Gissur er ánægður með nýju útlendingana í liðinu. Öðruvísi leikmenn „Þeir koma mjög vel inn í liðið þótt þeir séu öðruvísi leikmenn en þeir sem voru hjá okkur í fyrra. Þeir spila meira fyrir liðs- heildina. Varnarleikurinn er samt áfram í aðalhlutverki hjá okkur. Magni og Pálmi eru síðan báðir mjög góð viðbót fyrir okk- ur og við lítum svo á að þeir séu báðir að koma heim, Pálmi spil- aði með okkur fyrir nokkrum árum og Magni er fæddur og uppalinn í Ólafsvík,“ segir Giss- ur, sem vill fá alla Snæfellinga á bak við liðið í vetur. „Við lítum ekki á Snæfellslið- ið sem bara lið Hólmara heldur lið alls Snæfellsness. Við viljum vinna að því að fá allt Nesið með okkur í vetur. Körfuboltinn er ríkjandi heima í Hólminum en svo er aftur á móti fótboltinn í aðalhlutverki í Ólafsvík og þeir voru þar að vinna sig upp í 1. deildina í sumar. Það er gott að þetta skuli vera skipt eftir byggðunum og vonandi flykkj- ast allir Snæfellingar á bak við liðið í vetur,“ segir Gissur að lokum. ooj@frettabladid.is HÓLMURINN HEILLAR Það var mikið fjör á pöllunum á heimaleikjum Snæfells úr Stykkishólmi í fyrra. Fréttablaðið/Hari Ætla að byrja þar sem frá var horfið Snæfell var spútniklið síðasta tímabils í körfunni og formaðurinn Gissur Tryggvason telur að Snæfellsliðið sé sterkara í ár en það var í fyrravetur. Liðinu er spáð fjórða sætinu þrátt fyrir góðan liðsstyrk að sunnan. ALLTAF LÉTTUR Leifur Garðarsson hafði alltaf gaman af hlutunum í sínu starfi sem dómari. Fréttablaðið/Pjetur Besti dómarinn hættur: Enginn Leif- ur í kvöld KÖRFUBOLTI Intersportdeild karla í körfubolta hefst í kvöld en þar vantar þó einn mann sem hefur dæmt í nánast hverri umferð síð- ustu árin. Leifur Garðarsson körfuknattleiksdómari tilkynnti í fyrradag að hann hefði ákveðið að leggja flautuna á hilluna eftir 17 ára farsælan feril í dómgæslu en Leifur tók dómarapróf árið 1987 og varð FIBA-dómari árið 1993. Leifur tók FIBA-prófið á Rim- ini á Ítalíu árið 1993 og til dagsins í dag hefur hann dæmt 37 leiki í Evrópukeppni félagsliða og farið á níu mót á vegum FIBA auk ann- arra ferða með íslenskum liðum. Leifur hefur dæmt 389 leiki í úr- valsdeild og það er bara Kristinn Albertsson sem hefur dæmt meira en Kristinn á að baki 432 dæmda úrvalsdeildarleiki. Leifur hefur auk þess dæmt um 80 leiki í úrslitakeppni karla, sex bikar- úrslitaleiki karla og þrjá bikar- úrslitaleiki kvenna. Leifur hefur dæmt tæplega 800 leiki í öllum mótum á vegum KKÍ og með æfingamótum er þessi tala örugglega komin yfir 1.000 leiki. Það er óhætt að segja að Leifur hafi verið í sérflokki í dóm- arastéttinni undanfarin ár en hann hefur síðustu sex árin verið kosinn besti dómari ársins af leik- mönnum og þjálfurum úrvals- deildarinnar. Leifur gerir grein fyrir ákvörðun sinni á heimasíðu Körfuknattleiksdómarafélagsins en vegna starfs síns sem skóla- stjóri Áslandsskóla í Hafnarfirði hefur verið erfitt fyrir hann að ferðast víða um Evrópu til dóm- gæslu á vegum FIBA en þar hefur helsta hvatning hans sem dómara legið. Leifur hefur unnið frábært starf í dómaramálum hér á landi því auk dómgæslunnar sat hann lengi í dómaranefnd KKÍ. Hans verður því sárt saknað úr íslenska körfuboltanum. ■ Ísland niður í 88. sæti á Styrkleikalista FIFA fyrir október sem kynntur var í gær: Aldrei verið lægri á FIFA-listanum FÓTBOLTI Íslenska knattspyrnu- landsliðið er í 88. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA, Alþjóða knattspyrnusambandsins, en októberlistinn var kynntur hjá sambandinu í gær. Íslenska lands- liðið fellur um átta sæti frá því í september og þjóðir eins og Angóla, Kenía, Gvæjana og Sýr- land komust upp fyrir okkur að þessu sinni því íslenska liðið tap- aði fyrstu tveimur leikjum sínum í undankeppni HM. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið neðar á þessum lista sem hefur verið gefinn út frá því í ársbyrjun 1993. Íslenska liðið var einnig í 88. sæti í ágúst 1997 en hæst komst liðið í 42. sæti í ársbyrjun 2000. Íslenska liðið var í 58. sæti í ársbyrjun á umrædd- um lista en hefur fallið um heil 30 sæti á þessum tíu mánuðum, þar af niður um 32 sæti frá því í maí því íslenska liðið var í 56. sæti á maílistanum. Íslenska landsliðið hefur nú farið niður um sæti á listanum fimm mánuði í röð en það gerðist einnig fyrri hluta árs- ins 2000 þegar liðið fór úr 42. sæti í febrúar niður í það 56. á júlílist- anum. Engin önnur þjóð hefur fallið hraðar niður listann á þessu ári en næst okkur kemur landslið Bosníu-Hersegóvínu sem hefur dottið niður um 22 sæti frá því að vera í 59. sæti í ársbyrjun niður í 81. sæti sem liðið er nú í á þessum nýja lista. Íslenska landsliðið hefur að- eins unnið einn af sjö landsleikj- um sínum á árinu og töpin eru orðin fimm, þar af fjögur þeirra í fimm landsleikjum frá því í lok maí. Af gengi hinna liðanna í riðli Íslands er það að frétta að Ung- verjar hækka sig um átta sæti upp í það 68. og Króatar hækka sig um tvö sæti upp í það 23. en Svíar og Búlgarar sitja í stað, Svíar í 22. sætinu en Búlgarar í sæti 41. Að lokum falla næstu mótherjar Íslands, Möltumenn, niður um þrjú sæti niður í 133. sæti listans. ■ HÆSTA FALL Á FIFA-LISTANUM Á ÁRINU: -30 sæti Ísland -22 sæti Bosnía Hersegóvína -20 sæti Kongó -20 sæti Úkraína -19 sæti Belgía -18 sæti Austurríki -18 sæti Madagaskar -15 sæti Kosta Ríka FALL ÍSLENSKA LIÐSINS Á SÍÐ- USTU MÁNUÐUM: Maí 2004: 56. sæti Júní 2004: 65 sæti (-9 sæti) Júlí 2004: 75. sæti (-10 sæti) Ágúst 2004: 79. sæti (- 4 sæti) September 2004: 80. sæti (- 1 sæti) Október 2004: 88. sæti (-8 sæti) Á HRAÐRI NIÐURLEIÐ A-landslið karla hefur aldrei verið neðar á styrkleikalista FIFA og hefur liðið fallið niður um 32 sæti frá því í maí. ÞRENNA Í SÍÐASTA LEIK Í EGILSHÖLLINNI Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrennu í eina landsleik Íslands í Egilshöllinni til þessa en þar leikur íslenska kvennalandsliðið heimaleik sinn við Norðmenn í umspili um sæti á EM og fer leikurinn fram 10. nóvember. Styrkleikalisti FIFA: Brassarnir áfram efstir FÓTBOLTI Heimsmeistarar Brasilíu eru áfram efstir á styrkleikalista Alþjóðaknattspyrnusambandsins. Frakkar fylgja þeim áfram í öðru sæti en Argentína hoppar upp í þriðja og hefur sætaskipti við Spánverja sem falla um eitt sæti. Holland og Mexíkó falla bæði um tvö sæti á topp tíu listanum en bestu innkomuna eiga Portúgalir. Þeir hafa hækkað sig úr ellefta sæti í það áttunda. Englendingar og Ítalir standa í stað milli mánaða. ■ Ísland mætir Noregi í umspili um sæti í lokakeppni EM: Báðir leikirnir spilaðir inni FÓTBOLTI Ljóst er að Ísland mun leika gegn Noregi í umspili um sæti í lokakeppni EM kvenna- landsliða, sem fram fer í Englandi á næsta ári, og mun fyrri leikur- inn fara fram hér á landi. Ísland og Finnland náðu best- um árangri þeirra liða sem urðu í þriðja sæti í sínum riðli í undan- keppninni og leika því gegn þeim tveimur liðum sem náðu bestum árangri í öðru sæti, en það voru Noregur og Rússland. Þar sem Ísland og Rússland voru saman í riðli í undankeppn- inni geta þau ekki mæst í um- spili og þar með er ljóst að Ís- land mætir Noregi og Rússland mætir Finnlandi. Íslensku stelp- urnar voru í góðum málum í baráttunni um 2. sætið í riðlin- um en töpuðu tveimur síðustu leikjum sínum sem voru báðir á heimavelli gegn Frakklandi og Rússlandi. Rússneska liðið spilaði geysi- vel á lokakaflanum, vann þrjá síð- ustu leiki sína í riðlinum með markatölunni 11-2 og haut að lok- um fjórum stigum meira en ís- lenska liðið. Leikdagar fyrir leikina gegn Noregi hafa verið ákveðnir og má sjá þá hér að neðan. Athyglisvert er að báðir leikirnir fara fram í knattspyrnuhöllum en fyrri leik- urinn fer fram í Egilshöllinni í Reykjavík í nóvember. Íslenska liðið hefur spilað þar einu sinni áður – vann lið Skota 5–1. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.