Fréttablaðið - 07.10.2004, Page 49

Fréttablaðið - 07.10.2004, Page 49
37FIMMTUDAGUR 7. október 2004 Gaman saman! VINAFÓLK GÖNGUFÉLAGAR VEIÐIFÉLAGAR SAUMAKLÚBBAR VINNUFÉLAGAR FÉLAGASAMTÖK KLÚBBARLeikhúsferð er sameiginleg upplifun - skemmtileg tilbreyting Áskriftarkort í Borgarleikhúsið - besti kosturinn! Sex sýningar á aðeins kr. 10.700 ( Fullt verð 16.200. Þú sparar 5.500) Hljómsveitin Brak ætlar í kvöld að fagna á Gauknum útkomu síns fyrsta geisladisks, sem heitir Silf- urkross. Á disknum eru tólf lög eftir Brakverjana Harald Gunnlaugs- son og Hafþór Ragnarsson. Diskurinn hefur verið töluvert í spilun á Rás tvö og víðar, ekki síst titillagið sem eðli málsins samkvæmt heitir Silfurkross. Hljómsveitin ætlar að sjálf- sögðu að spila lög af nýja disknum. Á undan henni stígur þó á stokk sig- urvegari trúbadorkeppni Rásar tvö, sem er Helgi Valur Ásgeirsson. Þeir Haraldur og Hafþór hafa unnið að disknum í tvö ár. Þeir hafa einnig gert myndband við eitt laga plötunnar, Álfar. ■ Karlar í hjúkrun ■ FYRIRLESTUR ■ TÓNLEIKAR Karlar eru sjaldséðir fuglar í stétt hjúkrunarfræðinga hér á landi, aðeins rétt rúmlega eitt prósent af starfandi hjúkrunar- fræðingum. Þórður Kristinsson mannfræð- ingur hefur rannsakað þessa manntegund undanfarið og ætlar í hádeginu í dag að flytja fyrirlest- ur á vegum Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum, þar sem hann fjallar bæði um mis- munandi ímyndir hjúkrunar og hvernig karlar í starfinu staðsetja sig út frá þeim. Fyrirlesturinn verður fluttur í Odda, stofu 101, og hefst klukkan 12.15. ■ Brak fagnar disknum HAFÞÓR Í BRAKI Hafþór Ragnarsson ætlar í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Brak, að fagna útkomu nýja disksins, Silfurkross. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ ■ TÓNLEIKAR  22.00 Hljómsveitirnar Tilburi, Dýrðin og Númer núll spila á Grand Rokk.  22.00 Hljómsveitin Brak fagnar á Gauki á Stöng útgáfu geisladisks- ins Silfurkoss. Helgi Valur Ás- geirsson, sigurvegari í trúbadora- keppni Rásar 2, hitar upp áður en Brak spilar lögin af nýja disknum. ■ ■ SKEMMTANIR  21.00 Alþjóðahúsið upp á skemmtikvöld með Akeem Oppong á veitingahúsinu Café Cultura, Hverfisgötu 18. Fyrsta kvöldið verður Akeem með Pub Quiz spurningarleik.  Dj Áki pain á Pravda.  Tónlistarhjónin Kristbjörg Kari og Björn Árnason skemmta á Celtic Cross. ■ ■ FYRIRLESTRAR  12.15 Þórður Kristinsson mann- fræðingur flytur erindið „Karl- mannleg ímynd hjúkrunar" á veg- um Rannsóknarstofu í kvenna- og kynjafræðum í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands.  16.00 Sigrún Dóra Sævinsdóttir heldur fyrirlestur um verkefni sitt til meistaraprófs í tölvunarfræði. Fyrirlesturinn fjallar um sjálfvirka greiningu nýburafloga, og verður haldinn í stofu 158 í VR-II, húsa- kynnum verkfræðideildar Háskóla Íslands, Hjarðarhaga 2-6.  18.00 „Spánn - New York Evrópu" nefnist fyrirlestur um mannlíf og menningu á Spáni nútímans, sem Margrét Jónsdóttir vararæðis- maður Spánar á Íslandi flytur í Bókasafni Kópavogs. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.