Fréttablaðið - 08.10.2004, Síða 6

Fréttablaðið - 08.10.2004, Síða 6
6 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Ágreiningur um Sólbak: Vélstjórar kæra eftir helgi KJARADEILA Vélstjórafélag Íslands stefnir að því að leggja fram kæru til félagsdóms á mánudag eða þriðjudag eftir helgi vegna stofn- unar sérstaks félags um rekstur Sólbaks EA-7 frá Akureyri og samninga við áhöfnina. Helgi Lax- dal, formaður Vélstjórafélagsins, gerir ráð fyrir að niðurstöðu dóms- ins sé svo að vænta innan þriggja vikna eftir að kæran er lögð fram. Helgi segir tvennt koma til greina í efni kærunnar. „Annars vegar er að samningurinn sem gerður var fyrir norðan sé fyrir neðan lágmarkskjör, sem væri þá í andstöðu við landslög. Svo væri hins vegar líka hægt að skoða mál- ið út frá því hver tilgangurinn hafi verið með stofnun fyrirtækisins um rekstur Sólbaks.“ Helgi segir svo sterk tengsl milli Sólbaks og Brims að tæpast sé hægt að tala um aðskilnað. „Þá er spurning hvort þessu fæst ekki hnekkt með vísan til þess að þarna hafi verið um að ræða málamyndagjörning til þess eins að komast undan ákvæð- um gildandi kjarasamninga.“ Helgi bendir á að ákvæði um 30 tíma stopp milli túra séu bundin í kjara- samninga sem gildi til ársloka 2005 og Guðmundur Kristjánsson, for- stjóri Brims, hafi enga heimild til að breyta þeim eftir eigin hentug- leika. ■ Nauðsynlegt að ná samningum Stjórnarformaður LÍÚ segist ekki telja að útgerðir hlaupi til og stofni sérstök eignarhaldsfélög um skip með sérsamningum við áhöfn. Hann segir nauðsynlegt að útgerð og sjómenn nái saman í samningum. KJARADEILUR „Ég hef ekki trú á að framtíðin verði sú að stéttarfélög sjómanna verði jafnmörg og skipin eru sjálf,“ segir Björgólfur Jó- hannsson, stjórnarformaður Landssambands íslenskra útvegs- manna (LÍÚ) og forstjóri Síldar- vinnslunnar í Neskaupstað. Hann segir útgerðarmenn þó fylgjast vel með þróun mála í deilum samtaka sjómanna og útgerðarfélagsins Brims, vegna eignarhaldsfélagsins sem stofnað var um rekstur Sól- baks EA 7 á Akureyri. Hann segir að í samningum við áhöfn Sólbaks séu atriði sem útgerðarmenn hafi sett á oddinn í samningaviðræðum við hagsmunasamtök sjómanna. „Við höfum viljað koma á hag- ræði þar sem möguleikar eru til hagræðingar og að menn reyni að breyta útgerð- armynstri í takt við breytta tíma,“ segir Björgólfur, en bætir við að við- ræður hafi gengið hægt. Hann telur að frávik frá heild- arsamningum eigi allt eins að geta átt sér stað meðal sjómanna og annarra stétta. „Eitt af því sem verið hefur erfitt í samskiptum út- gerðarmanna og sjómanna er að engin frávik hafa verið leyfð,“ segir hann og nefnir hafnarfrí sjó- manna. „Nú eru túrar styttri og allt aðrar forsendur en þegar þau voru sett á.“ Björgólfur segir ljóst að sjó- mannaforystan telji samning eignarhaldsfélags Sólbaks við áhöfn skipsins ólöglegan, en legg- ur ekki mat á það sjálfur hvort svo kunni að vera. „Það er hins vegar ljóst að þeir sem málið snertir skrifuðu upp á samning- ana, allir sem einn. Svo er þetta ekkert nýtt með skiptingu afla- hlutar með fækkun í áhöfn,“ segir hann og vísar til samnings útvegs- manna og vélstjóra um að kæmi til fækkunar vegna nýrra skipa eða tækni myndi ávinningur skiptast milli útgerðar og starfs- manna. Björgólfur leggur áherslu á að aukins sveigjanleika sé þörf í samningum útgerðar og sjó- manna og bendir á óhagræðið sem til dæmis felist í að kolmunnaskip sem veiða í troll og skip sem stunda nótaveiðar skuli vera með sama fjölda í áhöfn. „Olíuverð er nú gjörsamlega að drepa útgerð kolmunnaskipa og kostnaður við olíu og laun hleyp- ur á 80 til 90 prósentum,“ segir hann. Björgólfur er engu að síður vongóður um að sjómenn og út- gerð nái saman. „Annað væri enda skelfileg niðurstaða og kannski upphafið að endalokun- um. Ef við náum ekki að gera samninga liggur fyrir að við ger- um við ekki út.“ olikr@frettabladid.is Félagasamtök: Mótmæla ofbeldi KJARAMÁL Frjálshyggjufélagið mót- mæltir því sem félagið kallar „of- beldisaðgerðir verkalýðsfélaga til að ná fram markmiðum sínum“. Þar vísar félagið til aðgerða forsvars- manna sjómannasamtaka sem komu í veg fyrir uppskipun úr Sólbaki. „Engan mann má neyða til samn- inga með ofbeldi, né heldur má hin- dra samninga með ofbeldi,“ segja samtökin, en í samningi áhafnar Sólbaks við útgerðina er kveðið á um að starfsmaðurinn skuli standa utan stéttarfélaga. „Tveir aðilar sem gera frjálsan samning sín á milli eru ekki að skaða neinn ann- an,“ fullyrðir félagið. ■ VEISTU SVARIÐ? 1Í hvaða sæti á styrkleikalista FIFA eríslenska landsliðið í fótbolta? 2Hvað er talið að hagnaður íslenskrafjármálafyrirtækja verði samanlagt mikill á árinu? 3Í hvaða máli braut Reykjavíkurborggegn stjórnsýslulögum? Svörin eru á bls. 46 Á rn i H ar ða rs on G ís li Ö rn G ar ða rs so n Si gu rj ón S ig hv at ss on H al ld ór J . K ri st já ns so n T in na G un nl au gs dó tt ir LISTIN Í VIÐSKIPTUM Hádegisverðarfundur FVH og Deloitte verður haldinn miðvikudaginn 13. október í Gullteig, Grand Hótel Reykjavík. SKRÁÐU ÞIG STRAX! Vinsamlega skráið þátttöku á vef FVH, www.fvh.is, með tölvupósti fvh@fvh.is eða í síma 551 1317. Verð með hádegisverði er 3.000 kr. fyrir félaga FVH og 4.800 kr. fyrir aðra. Fundurinn er öllum opinn! D A G S K R Á Kl. 11.45 SKRÁNING Kl. 12.00-12.15 ÁHRIF LISTA OG MENNINGAR Á VIÐSKIPTAÞRÓUN Halldór J. Kristjánsson, bankastjóri Landsbanka Íslands Kl. 12.15-12.30 HLUTVERK LISTAR Í VIÐSKIPTUM? Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndaframleiðandi Kl. 12.30-12.45 SKATTALEG MEÐFERÐ STYRK- VEITINGA TIL MENNINGAR OG LISTA Árni Harðarson, yfirmaður Skatta- og lögfræðisviðs Deloitte Kl. 12.45-13.00 ÚTRÁS LISTAR Gísli Örn Garðarsson, leikari og leikstjóri PALLBORÐSUMRÆÐA FUNDARSTJÓRI: Tinna Gunnlaugsdóttir, nýráðinn leikhússtjóri Þjóðleikhússins E N N E M M / S IA / N M 13 5 9 3 Áhöfnin á Sólbak EA-7: Harmar aðgerðirnar SJÁVARÚTVEGUR Áhöfn Sólbaks EA-7 harmar að forystumenn sjó- mannasamtakanna skyldu hindra löndun úr skipinu í vikunni. Áhöfnin bendir á að samningar hennar við útgerðina séu milli- liðalausir og segir Sjómannasam- tökin ekki gæta hagsmuna hennar. „Það er einfaldlega rangt að um sé að ræða vinnudeilu, eins og for- ystumenn Sjómannasamtakanna hafa haldið fram, þar sem enginn ágreiningur er milli áhafnar skipsins og útgerðarinnar,“ segir í yfirlýsingu sem trúnaðarmaður áhafnarinnar skrifar undir. ■ Deilan við Brim: Harnaði við handtöku KJARADEILA „Samstaðan stendur,“ segir Sævar Gunnarsson, formað- ur Sjómannasambands Íslands, og upplýsti að í gær hefðu forystu- menn Alþýðusambandsins setið á fundum og rætt næstu skref í deilunni við Brim. Á fundi miðstjórnar Alþýðu- sambandsins á miðvikudag var samþykkt ályktun þar sem lýst var fullum stuðningi við forystu- menn sjómanna og aðgerðir þeir- ra. Þá kemur fram á vef ASÍ með handtöku forystumanna sjómanna hafi deilan harðnað og ljóst að henni sé hvergi nærri lokið. ■ BJÖRGÓLFUR JÓ- HANNSSON UPPSKIPUN Á AKUREYRI Löndun hófst úr Sólbaki EA 7 um miðjan dag á miðvikudag eftir að forystumenn sjómanna- samtaka sem hindruðu hana voru handteknir. Skipið hélt aftur til veiða um kvöldið. HELGI LAXDAL Formaður Vélstjórafélagsins segir af mörgu að taka í deilum samtaka sjómanna við út- gerðarfélagið Brim

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.