Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 19
Egill kominn á Vísi
Sjónvarpsstjarnan Egill Helgason hefur
samhliða þætti sínum á Stöð 2, Silfri
Egils, haldið úti vinsælli síðu á netinu.
Nú er þetta efni að finna á síðunni
„Skoðanir“ á Vísir.is. Hægt er að horfa
og hlusta á upptökur af umræðuþátt-
um Egils og lesa
pistla eftir
hann um
mann l í f i ð
og málefni
l í ð a n d i
stundar. Þá
b i r t i r
hann á vefsíðunni bréf frá lesendum og
fleira efni. Koma Egils á Vísi er liður í
nýjungum og breytingum á umræðu-
vettvangnum á Vísi og í Fréttablaðinu
sem koma munu í ljós smám saman á
næstunni. Hugmyndin er að efla skoð-
anaskipti á Vísi. Undir „Skoðanir“ á Vísi
verður sem fyrr að finna valið efni úr
Fréttablaðinu en einnig áhugavert efni
sem ekki er að finna í blaðinu. Kemur
það ýmist frá lesendum eða er unnið á
ritstjórn. Aðalgreinin á Vísi í dag fjallar
um íslenska stjórnmálamenningu og er
þeirri spurningu þar varpað fram hvort
dagar foringjastjórnmála á Íslandi séu
liðnir.
Tíminn snýr aftur
Önnur nýjung á netinu er pólitíska
vefritið Tíminn sem framsóknarmenn
hafa hleypt af stokkunum. Er því stýrt
frá höfuðstöðvum flokksins í Reykja-
vík. Framsóknarmenn halda einnig úti
vefsíðunni hrifla.is en þegar farið er
inn á hina gömlu framsóknarvefsíðu
maddaman.is birtist aðeins tilkynning-
in „Maddaman er því miður óaðgengi-
leg vegna bilunar í hugbúnaði.
Maddaman biðst velvirðingar á uppá-
komunni“. Eins og áður hefur verið
rakið á þessum stað var síðunni lokað
í sumar að kröfu sjálfstæðismanna
eftir að þar hafði birst efni sem þótti
víkja með óviðeigandi hætti að einum
þingmanna Sjálfstæðisflokksins. Lík-
lega má treysta því að slíkt efni rati
ekki í Tímann, a.m.k. ekki meðan
núverandi stjórn situr.
Öllum sem fylgdust með umræð-
um þeirra Þorsteins Más Baldvins-
sonar stjórnarmanns í LÍÚ og Ást-
ráðar Haraldssonar lögmanns Sjó-
mannasambandsins í Kastljósi
sjónvarps í fyrrakvöld um Sólbaks-
málið á Akureyri, má vera ljóst að
samningafundir um kjör sjómanna
eru háhitasvæði. Þar eru stuttir
kveikjuþræðir og lítið fer fyrir
samninga- og sáttakurri. Langvar-
andi getuleysi forustumanna þess-
ara hagsmunaaðila og endurtekin
inngrip stjórnvalda í kjaradeilur
þeirra eru nú að komast í slíkt
óefni að sjálfur grundvöllur vinnu-
markaðskerfisins eins og það
hefur þróast er við það að springa.
Þetta kristallast í Sólbaksdeilu.
Gallinn er sá að enginn getur verið
viss um að útkoman úr þeirri
sprengingu verði nokkru skárri en
það kerfi sem fyrir er – raunar er
líklegt að hún verði talsvert mikið
verri. Ábyrgð forustumanna þess-
ara samtaka er því mikil og gildir
það bæði um sjómenn og útvegs-
menn, en alveg sérstaklega um for-
svarsmenn Brims, sem nú hafa
verið að tengja sprengjuþræði inn
í kerfið – í tilraunaskyni.
Í grunninn snúast Sólbaksdeilan
og átökin um löndunina í fyrradag
um þann hluta vinnulöggjafarinnar
sem kveður á um að verkalýðsfé-
lag á tilteknu svæði fari með gerð
kjarasamninga og það semji um
lágmarkstaxta. Sá taxti skal gilda
fyrir vinnu jafnt félagsmanna sem
þeirra sem utan félaga standa.
Hins vegar er mönnum fullkom-
lega heimilt að semja um betri kjör
í vinnustaðasamningum – en ekki
verri. Í öðru lagi snýst þessi deila
um aðild að verkalýðsfélögum.
Hún snýst um rétt sjómanna til að
vera utan við sjómannafélögin og
rétt sjómanna sem ráðnir eru á Sól-
bak til að vera í félagi. (Raunar
snýst hún líka um hvort útgerðar-
menn eru í sérstöku félagi eða í
heildarsamflotinu). Í þriðja lagi
snýst þessi deila um baráttuað-
ferðir. Hún snýst um hlutverk lög-
reglu, bæjaryfirvalda og sýslu-
manns í vinnudeilu, og það hvort
og hvernig verkalýðsfélag, sem
telur á sér brotið, getur gætt hags-
muna sinna og reynt að tryggja
framgang síns málstaðar. Vett-
vangur og leiksvið deilunnar er
síðan eins og klippt út úr íslenskri
verkalýðssögu – bryggjan og upp-
skipunin.
Grundvallaratriði málsins er
túlkun á því hvort hinn nýi Sól-
bakssamningur brýtur með ein-
hverjum hætti gegn ákvæðum um
lágmarkskjör sem stéttafélögin
hafa gert.Sú túlkun mun eflaust á
endanum fara fyrir félagsdóm.
Fyrir 74 árum síðan, veturinn 1932,
varð um margt svipuð deila á
Torfunefsbryggjunni á Akureyri,
aðeins nokkur hundruð metrum
sunnar en deila sjómannafélag-
anna og Brims fór fram í fyrradag.
Fróðlegt er að rifja upp þá sögu.
Að kröfu Verkamannafélags
Akureyrar hafði bæjarstjórnin
fallist á að stofna til atvinnubóta-
átaks við smíði á 30 þúsund síldar-
tunnum. Sá böggull fylgdi skamm-
rifi að bæjarstjórnin var ekki til-
búin til að borga fyrir tunnurnar
fyrr en þær seldust, sem Verka-
mannafélaginu þótti óásættanlegt.
Eftir nokkuð stapp bauðst bæjar-
stjórnin til að borga 70 aura fyrir
hverja tunnu en alls ekki meira.
Þessu mótmælti Verkalýðsfélagið
enda var þetta undir lágmarksvið-
miði um launakjör sem félagið
hafði almenna samninga um – ekki
ósvipað þeim rökum sem uppi eru í
dag. Verkamannafélagið hafnaði
því þó alfarið að vinnan yrði unnin
undir þessum formerkjum, sem
mörgum þurfandi verkamanni
þótti blóðugt. Enda kom að því að
margir sögðu sig úr Verkamanna-
félaginu og á útmánuðum var
stofnað nýtt félag með 80-90
manns, Verkalýðsfélag Akureyrar.
Smíðaefnið í síldartunnurnar kom
til Akureyrar í mars 1932 með
skipi Bergenska skipafélagsins,
Novu. En þá höfðu verkalýðsfélög-
in fjölmennt á staðinn, verka-
mannafélagið sem vildi hindra
uppskipun og svo félagar úr Verka-
lýðsfélaginu sem ráðnir höfðu ver-
ið til vinnu. Verkamannafélags-
mönnum tókst að hindra uppskip-
un, jafnvel þótt bæjarfógeti hafi
sjálfur komið á staðinn með flokk
manna og skipað verkfallsmönnum
að hafa sig á brott. Eftir talsverðar
ryskingar varð fógeti og hans lið
að hverfa frá en Nova sigldi burt
og landaði varning á öðrum höfn-
um. Skipið kom þó til Akureyrar
aftur, eftir að búið var að semja við
verkfallsmenn um framkvæmd
tunnusmíðinnar. Fól sú fram-
kvæmd í sér um 20% hærra kaup
en boðið hafði verið, þannig að
segja má að Verkamannafélagið
hafi til einhvers barist.
Mannsaldur skilur á milli Sól-
baksdeilunnar og Novudeilunnar.
Þó er í báðum tilfellum tekist á um
samninga um lágmarkskjör stétt-
arfélaga, stéttarfélagsaðild, og
hlutverk lögreglunnar þegar
skerst í odda. Og það slær enn í
brýnu milli fylkinga á kæjanum –
við uppskipun við Pollinn á Akur-
eyri. Jafnvel þó flestir þeir sem
tóku þátt í Novuslagnum séu nú
gengnir, er ástæðulaust fyrir for-
ustumenn sjómanna og útgerðar-
manna – ekki síst hjá Brimi – að
láta eins og sagan byrji alltaf upp á
nýtt með hverri nýrri kynslóð.
„Groundhog day“ heilkennið er
ekki eftirsóknarvert í samskiptum
á vinnumarkaði, né heldur að Nova
sigli eins og draugaskip áratugum
saman á íslenskum vinnumarkaði.
Deiluaðilar verða einfaldlega að
hætta að hrópa og byrja að tala. ■
E in er sú ræða á Alþingi, í umræðum um stefnuræðu forsæt-isráðherra, sem litla sem enga athygli hefur fengið í fjöl-miðlum. Það var ræða Jónínu Bjartmarz sem var þó sú
ræða sem kveikti mest í mér, og fylgdist ég með umræðunum til
enda. Allt of oft hefur það verið stefna stjórnarinnar þegar rætt er
um jafnrétti kynjanna að hæla sér fyrir nýju fæðingarorlofslögin
og láta þar við sitja. Ég gat ekki betur heyrt en að Jónína væri að
gagnrýna eigin ríkisstjórn og samflokksmann sinn, sem ber ábyrgð
á málaflokki jafnréttis, þegar hún sagði að nú væri fátt eitt sem
Alþingi gæti gert til að bæta jafnrétti í landinu. Því hljóta spjótin
nú að standa að framkvæmdavaldinu. Það er þeirra að tryggja að
sjónarmið jafnréttis sé ávallt á lofti í öllu sem það tekur sér fyrir
hendur. Eins og Jónína benti á er sagt að núverandi ríkisstjórn sé
fylgjandi hugmyndafræði sem byggir á samþættingu kynjasjónar-
miða; þeirri flóknu aðgerð að gera sér grein fyrir því á öllum stig-
um stefnumótunar og ákvarðana hvaða áhrif þær hafa, jafnt á líf
kvenna og karla í landinu.
Þeir sem fylgjast með umræðum á Alþingi hafa þó ekki orðið
varir við að hugmyndafræði samþættingar sé meira en hugmynd,
því um þetta er ekki rætt, nema af örfáum konum sem minna á að
hugmyndafræði samþættingar hafi gleymst þegar mál eru lögð
fram. Það gera sér allir grein fyrir að lög um fæðingarorlof og lög
um mansal hafi áhrif á líf að minnsta kosti sumra kvenna og karla.
Þegar kemur að „karllægari“ málum, eins og lögum um fiskveiði-
stjórnun, er ekki eins sjálfsagt að einhvern reki minni til að slík
stefnumótun ríkisstjórnarinnar hafi mismunandi áhrif á kynin.
Að framfylgja stefnumótun sem byggir á hugmyndafræði sam-
þættingar er alls ekki einfalt. Hættan er sú að til að einfalda ferlið
verði búin til einhvers konar meðalkona og meðalkarl sem miðað er
við. Þetta eru einstaklingar sem fáir þekkja því þrátt fyrir að talað
sé um einsleitni Íslendinga erum við yndislega fjölbreytt. Það er
því hætt við að áhrif stefnumótunar og ákvarðana ríkisvaldsins
verði ekki þau sömu á allar konur eða alla karlmenn.
Þrátt fyrir að samþætting sé ekki auðvelt verk sem grunnfor-
senda ákvarðana er það ekki ástæða til þess að gefast upp og það
er jákvætt að heyra að ríkisstjórnin sé fylgjandi slíkri hugmynda-
fræði. Það þarf ekki að finna upp hjólið að nýju. Hugmyndafræði
samþættingar hefur verið mikilvægur hluti norræns jafnréttis-
samstarfs. Fyrir fjórum árum var skipuð nefnd til að kanna hvort
opinber stefnumótun taki mið af jafnrétti kynjanna. Sú nefnd hef-
ur skilað af sér skýrslu og fylgir henni gátlisti handa ríkisstofnun-
um og ráðuneytum til að fylgjast með því á öllum stigum hvort
samþættingu hafi verið framfylgt. Þetta er gátlisti sem á að vera
hægt að hafa aðgang að til að fylgja þessari yfirlýstu stefnu ríkis-
stjórnarinnar eftir með verkum en ekki bara orðum, því af hátíðar-
ræðum er komið nóg. ■
8. október 2004 FÖSTUDAGUR
SJÓNARMIÐ
SVANBORG SIGMARSDÓTTIR
Að vinna að jafnrétti er ekki bara góð hugmynd.
Nóg komið af
hátíðarræðum
Nova – draugaskip
á vinnumarkaði
ORÐRÉTT
Enginn efi
Skyldi aldrei læðast efi að þeim
Moggamönnum um hvort þeir
séu á réttri leið? Morgunblaðið
hefur sætt vaxandi gagnrýni að
undanförnu fyrir óhóflega fylgi-
spekt við sjónarmið klíku nokk-
urrar í Sjálfstæðisflokknum en
ævinlega svarað fyrir sig af
hörku. Ekkert sé athugavert við
skrif blaðsins eða þá stefnu sem
það hefur tekið. Kennt um vond-
um útsendurum Baugs eða ann-
ars auðvalds.
Fyrst og fremst
DV 7. október
Endurbætur utandyra
Húsið var tekið í gegn að utan
og allar steypuskemmdir fjar-
lægðar áður en málað var yfir og
anddyrið tekið í gegn.
Ágúst Ragnarsson, skrifstofustjóri
Sjálfstæðisflokksins DV 7. október
Trúið ekki Framsókn
Ef eitthvað er missagt í þessum
pistli er skylt að hafa það sem
sannara reynist, þótt framsókn-
armenn kannist ekki við þá að-
ferð.
Sverrir Hermannsson
Morgunblaðið 7. október
FRÁ DEGI TIL DAGS
Þegar kemur að „karllægari“ málum, eins og lög
um um fiskveiðistjórnun, er ekki eins sjálfsagt að
einhvern reki minni til að slík stefnumótun ríkisstjórnar-
innar hafi mismunandi áhrif á kynin.
,,
Í DAG
DEILAN UM SÓLBAK
BIRGIR
GUÐMUNDSSON
Í grunninn snúast
Sólbaksdeilan og
átökin um löndunina í fyrra-
dag um þann hluta vinnu-
löggjafarinnar sem kveður á
um að verkalýðsfélag á til-
teknu svæði fari með gerð
kjarasamninga og það semji
um lágmarkstaxta.
,,
Borgarmál og landsmál
Hverfafélag Samfylkingarinnar í Breiðholti heldur kaffi- og
spjallfund um borgina og þingið næstkomandi laugardag,
9. október, kl. 11 í félags- og þjónustumiðstöðinni í
Árskógum 4 í Suður-Mjódd í Breiðholti.
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrsti þingmaður Samfylkingar-
innar í syðra Reykjavíkurkjördæmi, hefur framsögu um
landsmálin og Stefán Jón Hafstein borgarfulltrúi og vara-
formaður borgarráðs, hefur framsögu um borgarmálin.
Að því loknu verða almennar umræður.
Fundurinn er öllum opinn.
Samfylkingarfélagið í Reykjavík
- Hverfafélag Samfylkingarinnar í Breiðholti.
gm@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI
RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING:
Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is
SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt
að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871