Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 26
Nú þegar haustar og kólnar í veðri er tímabært að hækka
á ofnunum. Ef það dugar ekki á köldum haustkvöldum er
ekki vitlaust að blanda sér einn Irish Coffee. Fá viskí henta
betur í írska kaffið en hið 12 ára gamla írska viskí Tulla-
more Dew. Það virkar sérstaklega vel í kaffi þar sem það er
flauelsmjúkt með keim af vanillu. Finna má mjúkan malt-
ilm með angan af kryddi, byggi, sítrónu og brenndum viði
tunnanna. Var valið besta blandaða írska viskíið í keppninni
„San Francisco World Spirit Competition“.
Verð í Vínbúðum 3.190 kr.
Tullamore Dew:
Flauelsmjúkt viskí
Írskt með kaffinu
Vín frá þýska framleiðandanum Moselland hafa fengist í Vínbúðum hérlendis
um tveggja ára skeið og notið hratt vaxandi vinsælda. Eru þau nú meðal sölu-
hæstu vína og hafa átt stóran þátt í aukinni hvítvínsneyslu hjá landanum. Mosel-
land er samvinnuvíngerð bænda í Móseldalnum og eru vínin dæmigerð þýsk
hvítvín, fersk, auðdrukkin og fremur sæt. Flöskurnar frá Moselland hafa vakið
mikla athygli fyrir hönnun. Vinsælustu vínin frá Mosel-
land hérlendis hafa verið Ars Vitis (vínið í „gluggaflösk-
unni“) og Avantgarde (vínið í bláu flöskunni). Nú fæst
Moselland einnig í 3 lítra köss-
um á 2.490 kr. Er vínið það
ódýrasta í Vínbúð-
um og umreiknað í
flöskuverð, jafngild-
ir verðið á kassa-
víninu því að hver
flaska kosti 622
krónur.
Verð í Vínbúðum
2.490 kr. í 3L
kössum.
Moselland:
Ódýrasta léttvínið í
Vínbúðum
Vín vikunnar
3FÖSTUDAGUR 8. október 2004
Í tilefni af komu víngerðardrottningarinnar Maríu Martinez
hingað til lands á dögunum, hefur meistari Siggi Hall á
Óðinsvéum staðið fyrir spænskum sælkeradögum á veitinga-
staðnum. Hefur spænska veislan verið feikilega vinsæl og
vegna mikilla vinsælda verður henni fram haldið um helgina.
Þar er boðið upp á vínin hennar Maríu með matnum. Auk
Montecillo-vína er boðið upp á Osborne-sérrí og portvín en
Montecillo er í eigu Osborne-vínfyrirtækisins sem flestir þekk-
ja á nautinu sem er einkennistákn þess. Montecillo Reserva,
sem er það vín sem einna mesta athygli hefur vakið undan-
farið, liggur mitt á milli Crianza og Gran Reserva og er á hag-
stæðu verði. Montecillo Reserva er geymt á frönskum eikar-
tunnum í 14-15 mánuði. Fellur vel að flestu grilluðu kjötmeti.
Einnig á það vel við með saltfiskréttum.
Verð í Vínbúðum 1.390 kr.
Montecillo:
Spænskir dagar
framlengdir
Spænskir dagar
Ný pökkunarvél:
Heldur kaffinu fersku
Nýr vélbúnaður til kaffipökkunar
hefur verið settur upp í fram-
leiðsludeild Te og kaffis. Hann er
þeim eiginleikum gæddur að
varðveita algerlega ferskleika
kaffisins sem fer í pokana. Undan-
farin ár hefur fyrirtækið aðallega
selt kaffi innan fyrirtækisins og á
önnur kaffihús en nú verður
hringurinn stækkaður og herjað á
verslanir. Eitthvað fyrir unnendur
góðs kaffis að hlakka til. ■
Eftirréttur Ólympíufaranna:
Bæði þéttur og
frískandi
Kokkalandsliðið er á leið til
Þýskalands að taka þátt í Ólymp-
íuleikum í matreiðslu. Þessi
dýrðlegi desert verður hluti af
framlagi þess. Uppskriftin er
miðuð við 10 manns.
Súkkulaðisouffle með fram-
andi ávöxtum og engifer bor-
ið fram með mangó ískrapi
Súkkulaðisouffle
300 g dökkt súkkulaði
(helst 72% kakóinnihald)
50 g eggjarauður
300 ml mjólk
20 g maísmjöl (maizena)
200 g eggjahvíta
80 g sykur
Súkkulaðið er brætt og tekið af hitan-
um. Mjólk og maísmjöl er soðið saman
í potti, bætt í brætt súkkulaðið og hrært
vel í. Næst eru eggjarauðurnar hrærðar
og settar saman við. Í lokin er stífþeytt-
um eggjahvítum með sykrinum bætt
varlega í. Kremið er sett í smjörsmurðar
skálar sem er búið að strá sykri innan í.
Bakað við 200˚C í 10 mín og borið fram
heitt með ávöxtum og ískrapi.
Framandi ávextir
100 g mangó
50 g papaya
safi úr tveimur ástríðuávöxtum
söxuð mynta
2 matarlímsblöð
50 g sykur
Ávextirnir eru saxaðir. Matarlímið er
leyst upp í safanum sem hellt er í form.
Ávöxtunum raðað ofan á.
Engiferkrem
50 g Tanariva mjólkursúkkulaði
100 ml rjómi
100 ml mjólk
2 eggjarauður
20 g sykur
1 lítill hnúður engifer
3 matarlímsblöð
Soðið er upp mjólk, sykri og engifer.
Tekið af hitanum og hrærðum eggjar-
auðunum bætt í og hrært vel í á með-
an. Matarlímið sett í og látið leysast
upp. Súkkulaðið saxað og mjólkur-
blandið hrært út í. Loks er þeyttum
rjóma bætt í. Sett í form og kælt.
Mjólkursúkkulaðikrem
100 g Jiavra mjólkursúkkulaði
100 ml mjólk
30 g sykur
50 ml mjólk
2 matarlímsblöð
Rjóminn, sykurinn og matarlímið er
leyst upp yfir hita, bætt yfir saxað
súkkulaðið og svo er bætt í þeyttum
rjóma, kælt í formi og borið fram undir
engiferkremi.
Mangó ískrap
500 ml vatn
500 ml mangó mauk
(ferskur mangó maukaður í matvinnsluvél)
200 g sykur
50 g glúkósi
Allt unnið saman í matvinnsluvél. Fryst í
ísvél eða í stálskál (þá þarf að hræra
reglulega í vökvanum með þeytara.)