Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 2

Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 2
2 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Pétur Blöndal leggur hefur lagt fram frumvarp: Forsetaembættið verði lagt niður STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í frumvarpinu felst breyting á stjórnarskrá Íslands og þarf því að samþykkja það á tveimur þingum til að það öðlist sam- þykki. „Tímasetningin er hárná- kvæm,“ segir Pétur. „Það er lagt fram nú til kynningar og um- ræðu en síðan aftur í lok þessa kjörtímabils og þá til samþykk- is. Verði það gert verður það síð- an aftur lagt fram að loknum næstu kosningum.“ Með þessu móti yrði forseta- embættið lagt niður 2008 þegar kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar lyki. „Nei, þetta er ekki hefnd fyrir fjölmiðlafrum- varpið, ég hef lengi verið þess- arar skoðunar,“ segir Pétur. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að í stað synjunarvalds forseta komi ákvæði þar sem 25% at- kvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. ■ SJÁVARÚTVEGUR Barist er fyrir því á alþjóðavettvangi að fiskveiðar með botnvörpu verði bannaðar. Hópur sjávarlíffræðinga og for- svarsmanna umhverfisverndar- samtaka, sem kom saman til fundar í Lundúnum í gær, full- yrðir að veiðar með botnvörpu valdi óbætanlegum skaða á hafsbotninum og vistkerfi sjáv- ardýra. Hópurinn vill að alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna banni veiðarnar. Um þessar mundir fjalla Sameinuðu þjóðirnar um fisk- veiðistjórnun og vonast hópur- inn til þess að í nóvember, þegar allsherjarþingið kemur saman, banni samtökin botnvörpuveið- ar í öllum heimshöfunum. Fyrr á þessu ári undirrituðu 1.100 sjáv- arlíffræðingar yfirlýsingu þar sem hvatt var til þess að veiðun- um yrði hætt vegna áhrifa þeir- ra á umhverfið. Botnvarpa er veiðarfæri sem er dregið eftir hafsbotninum. Aðallega notað af togurum en einnig af smærri skipum. Fram kom á fundinum í Lundúnum í gær að við veiðar geti botn- varpa brotið niður um eitt tonn af kóralrifum á klukkustund. Slík rif verða til á þúsundum ára og eru talin griðlönd fiska og hrigningastöðvar. Á fundinum var áhrifum af veiðunum líkt við að farið væri yfir hafsbotn- inn á jarðýtu. Í aflahefti liðins fiskveiðiárs, sem Fiskistofa gaf út, segir að botnvarpan sé mikilvægasta veiðarfæri íslenskra skipa og í hana hafi verið veidd rúm fjöru- tíu prósent alls aflaverðmætis sem dregin voru á land á fisk- veiðirárinu. Árni Matthiesen sjávarút- vegsráðherra segir að illa ígrundaðar upphrópanir, eins og þær sem komu fram á fundinum í Lundúnum, séu hættulegar al- hæfingar. Hér á landi sé vitað af viðkvæmum svæðum og þau séu vernduð með veiðibanni. Hann segir að með hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sé hverri þjóð falin stjórnun á eigin fisk- veiðisvæði og því geti samtökin ekki sett allsherjarbann á veið- arnar. Hrafnkell Eiríksson, fiski- fræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni, segir að stofnunin hafi á undanförnum árum rann- sakað áhrif botnvörpu á hafs- botninn og að á þessu ári sé ver- ið að kanna svæði með tilliti til þess hvort botndýralíf hafi breyst vegna veiðanna. Niður- stöður rannsóknanna liggja ekki fyrir. ghg@frettabladid.is Síbrotamaður: Falsaði lyfseðil DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur með langan sakaferil að baki var dæmdur, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Maðurinn var dæmdur fyrir að veita manni nokkur hnefahögg í andlitið þannig að hann nef- brotnaði, marðist og bólgnaði í andliti og tognaði á hálsi. Þá fals- aði hann lyfseðil, í tölvu, á eitt hundrað contalgin-töflur og framvísaði í apóteki. Maðurinn hefur hlotið tuttugu refsidóma og nær sakaferill hans aftur til árs- ins 1990. ■ „Ég ætla að vona að fólk brosi og skemmti sér svolítið.“ Örn Árnason syngur í fyrsta sinn með Íslensku óperunni í dag. SPURNING DAGSINS Örn, fara ekki bara allir að hlæja? Geir H. Haarde: Handvömm og mistök STJÓRNMÁL Geir H. Haarde fjár- málaráðherra viðurkenndi í um- ræðum um fjáraukalög á Alþingi í gær að í nokkrum tilfellum hefðu orðið „mistök“ og í öðrum tilfell- um „handvömm“ af hans hálfu og ráðuneytisins í undirbúningi fjár- aukalaga. Ráðherrann lét þessi orð falla þegar Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði athugasemdir við fjárauka- lög. Undraðist hann að kostnaður við Laxness-stofu á Gljúfrasteini hefði hækkað um 800% úr 2,5 milljónum í 20. Einnig gerði hann athugasemd við að í skýringum á fjárveitingu til Snorrastofu segði að menn hefðu hafið verkið í trausti þess að þess yrði getið í fjárlagafrumvarpi. Spurði Einar Már hvort „menn“ gætu skammt- að sér fé með þessum hætti. Sagði fjármálaráðherra orðalagið „mis- tök“ og mjög óheppilegt, en þarna væri um eðlilega leiðréttingu að ræða. ■ STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að félagsmála- ráðherra í umræðum utan dag- skrár á Alþingi í gær um fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Sagði hann að fjórðungur sveitarfélaga væru nú undir smásjá eftirlitsmanna vegna bágrar fjárhagsstöðu. Sagði hann tómt mál að tala um sameiningu sveitarfélaga við nú- verandi aðstæður og niðurskurð- ur til vegamála gerði það enn erf- iðara en ella. „Nákvæmlega ekk- ert“ væri í nýlegri yfirlýsing ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna- nefnd. “Sveitarfélögin draga sí- fellt stutta stráið.“ Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra mótmælti því að sveitar- félög væru almennt á vonarvöl og benti á að fjölmörg þeirra nýttu til fullnustu tekjustofna sína. Átak hefði verið gert til að efla sveitar- stjórnarstigið og vilji væri til að flytja 30 miljarða málefni fatlaðra, aldraðra og hluta heilsugæslu til sveitarfélaga ásamt tekjustofnun. „Sveitarfélögin verða þá með 30- 40% samneyslunnar.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna segir tómt mál að tala um sameiningu sveitarfélaga miðað við bága fjárhagsstöðu þeirra núna. Hart deilt um sveitarfélög í utandagskrárumræðu á Alþingi: Sveitarfélögin draga sífellt stutta stráið Útvegsmenn: Göngum vel um náttúruna SJÁVARÚTVEGUR Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landsam- bands íslenskra út- vegsmanna, segir veiðar með botn- vörpu óskaðlegar því búið sé að banna þær þar sem sjávarbotninn sé viðkvæmur. Rannsóknir hafi verið gerðar á hafsbotninum í kringum landið sem þurfi að auka enn frekar. Friðrik segir að botnvörpu- veiðar séu nauðsynlegar því án þeirra væri ekki hægt að nýta marga fiskistofna. Því gangi ekki að þessi veiðiaðferð verði bönnuð. „Íslensk stjórnvöld, sjávarút- vegsráðuneyti og utanríkisráðu- neyti, verða að bregðast við þessu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er bara útópía hjá erlendum umhverfisverndar- samtökum. Fólk sem leggur svona lagað til lifir greinilega á öðru en fiskveiðum.“ ■ Kennaraverkfall: Funda áfram í dag VERKFALL Sáttafundi kennara og launanefndar sveitarfélaga lauk laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld eftir að fundarhöld höfðu staðið frá því snemma morguns. Deilendur ráðgera að hittast um klukkan níu í dag. Birgir Björn Sigurjónsson, hjá launanefnd sveitarfélaganna, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði en sagði mikla vinnu vera að baki. Þó væri niðurstaða ekki enn í sjón- máli. „Við gerum ráð fyrir stífum fundarhöldum. Þetta verkfall er komið vel á þriðju viku og menn þurfa að reyna að klára þetta ef þess er nokkur kostur,“ sagði Birg- ir að loknum fundi í gær. ■ UM BORÐ Í TOGARA Barist er fyrir því á alþjóðavettvangi að Sameinuðu þjóðirnar banni mikilvægustu veiðar- færi íslenskra skipa. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Framkvæmda- stjóri LÍÚ vill að íslensk stjórnvöld bregðist við. Vilja banna veiðar með botnvörpu Hópur líffræðinga og umhverfisverndarsinna vill að Sameinuðu þjóð- irnar banni veiðar með botnvörpu. Tæplega helmingur þess aflaverð- mætis sem íslensk skip landa er veiddur með botnvörpu. PÉTUR BLÖNDAL Verði frumvarpið sem Pétur hefur lagt fram samþykkt verður forseta- embættið lagt niður árið 2008. Akureyri: Eldur í Brekkuskóla LÖGREGLA Eldur kviknaði í kjallara gamla gagnfræðaskólans á Akur- eyri þar sem Brekkuskóli er nú til húsa. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um eldinn laust fyrir klukkan níu í gærkvöld. Að sögn lögreglu tók það slökkviliðið tiltölulega skamm- an tíma að slökkva eldinn en nán- ast allt húsið var fullt af reyk. Verið er að gera húsið upp og var það mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Ekki er vitað um elds- upptök. ■

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.