Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 2
2 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Pétur Blöndal leggur hefur lagt fram frumvarp: Forsetaembættið verði lagt niður STJÓRNMÁL Pétur H. Blöndal, al- þingismaður Sjálfstæðisflokks- ins hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þar sem lagt er til að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Í frumvarpinu felst breyting á stjórnarskrá Íslands og þarf því að samþykkja það á tveimur þingum til að það öðlist sam- þykki. „Tímasetningin er hárná- kvæm,“ segir Pétur. „Það er lagt fram nú til kynningar og um- ræðu en síðan aftur í lok þessa kjörtímabils og þá til samþykk- is. Verði það gert verður það síð- an aftur lagt fram að loknum næstu kosningum.“ Með þessu móti yrði forseta- embættið lagt niður 2008 þegar kjörtímabili Ólafs Ragnars Grímssonar lyki. „Nei, þetta er ekki hefnd fyrir fjölmiðlafrum- varpið, ég hef lengi verið þess- arar skoðunar,“ segir Pétur. Gert er ráð fyrir í frumvarpinu að í stað synjunarvalds forseta komi ákvæði þar sem 25% at- kvæðisbærra manna geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. ■ SJÁVARÚTVEGUR Barist er fyrir því á alþjóðavettvangi að fiskveiðar með botnvörpu verði bannaðar. Hópur sjávarlíffræðinga og for- svarsmanna umhverfisverndar- samtaka, sem kom saman til fundar í Lundúnum í gær, full- yrðir að veiðar með botnvörpu valdi óbætanlegum skaða á hafsbotninum og vistkerfi sjáv- ardýra. Hópurinn vill að alls- herjarþing Sameinuðu þjóðanna banni veiðarnar. Um þessar mundir fjalla Sameinuðu þjóðirnar um fisk- veiðistjórnun og vonast hópur- inn til þess að í nóvember, þegar allsherjarþingið kemur saman, banni samtökin botnvörpuveið- ar í öllum heimshöfunum. Fyrr á þessu ári undirrituðu 1.100 sjáv- arlíffræðingar yfirlýsingu þar sem hvatt var til þess að veiðun- um yrði hætt vegna áhrifa þeir- ra á umhverfið. Botnvarpa er veiðarfæri sem er dregið eftir hafsbotninum. Aðallega notað af togurum en einnig af smærri skipum. Fram kom á fundinum í Lundúnum í gær að við veiðar geti botn- varpa brotið niður um eitt tonn af kóralrifum á klukkustund. Slík rif verða til á þúsundum ára og eru talin griðlönd fiska og hrigningastöðvar. Á fundinum var áhrifum af veiðunum líkt við að farið væri yfir hafsbotn- inn á jarðýtu. Í aflahefti liðins fiskveiðiárs, sem Fiskistofa gaf út, segir að botnvarpan sé mikilvægasta veiðarfæri íslenskra skipa og í hana hafi verið veidd rúm fjöru- tíu prósent alls aflaverðmætis sem dregin voru á land á fisk- veiðirárinu. Árni Matthiesen sjávarút- vegsráðherra segir að illa ígrundaðar upphrópanir, eins og þær sem komu fram á fundinum í Lundúnum, séu hættulegar al- hæfingar. Hér á landi sé vitað af viðkvæmum svæðum og þau séu vernduð með veiðibanni. Hann segir að með hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sé hverri þjóð falin stjórnun á eigin fisk- veiðisvæði og því geti samtökin ekki sett allsherjarbann á veið- arnar. Hrafnkell Eiríksson, fiski- fræðingur á Hafrannsókna- stofnuninni, segir að stofnunin hafi á undanförnum árum rann- sakað áhrif botnvörpu á hafs- botninn og að á þessu ári sé ver- ið að kanna svæði með tilliti til þess hvort botndýralíf hafi breyst vegna veiðanna. Niður- stöður rannsóknanna liggja ekki fyrir. ghg@frettabladid.is Síbrotamaður: Falsaði lyfseðil DÓMSMÁL Rúmlega þrítugur mað- ur með langan sakaferil að baki var dæmdur, í Héraðsdómi Reykjavíkur, í fjögurra mánaða fangelsi fyrir líkamsárás og skjalafals. Maðurinn var dæmdur fyrir að veita manni nokkur hnefahögg í andlitið þannig að hann nef- brotnaði, marðist og bólgnaði í andliti og tognaði á hálsi. Þá fals- aði hann lyfseðil, í tölvu, á eitt hundrað contalgin-töflur og framvísaði í apóteki. Maðurinn hefur hlotið tuttugu refsidóma og nær sakaferill hans aftur til árs- ins 1990. ■ „Ég ætla að vona að fólk brosi og skemmti sér svolítið.“ Örn Árnason syngur í fyrsta sinn með Íslensku óperunni í dag. SPURNING DAGSINS Örn, fara ekki bara allir að hlæja? Geir H. Haarde: Handvömm og mistök STJÓRNMÁL Geir H. Haarde fjár- málaráðherra viðurkenndi í um- ræðum um fjáraukalög á Alþingi í gær að í nokkrum tilfellum hefðu orðið „mistök“ og í öðrum tilfell- um „handvömm“ af hans hálfu og ráðuneytisins í undirbúningi fjár- aukalaga. Ráðherrann lét þessi orð falla þegar Einar Már Sigurðarson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerði athugasemdir við fjárauka- lög. Undraðist hann að kostnaður við Laxness-stofu á Gljúfrasteini hefði hækkað um 800% úr 2,5 milljónum í 20. Einnig gerði hann athugasemd við að í skýringum á fjárveitingu til Snorrastofu segði að menn hefðu hafið verkið í trausti þess að þess yrði getið í fjárlagafrumvarpi. Spurði Einar Már hvort „menn“ gætu skammt- að sér fé með þessum hætti. Sagði fjármálaráðherra orðalagið „mis- tök“ og mjög óheppilegt, en þarna væri um eðlilega leiðréttingu að ræða. ■ STJÓRNMÁL Steingrímur J. Sigfús- son, formaður vinstri grænna gerði harða hríð að félagsmála- ráðherra í umræðum utan dag- skrár á Alþingi í gær um fjárhags- stöðu sveitarfélaga. Sagði hann að fjórðungur sveitarfélaga væru nú undir smásjá eftirlitsmanna vegna bágrar fjárhagsstöðu. Sagði hann tómt mál að tala um sameiningu sveitarfélaga við nú- verandi aðstæður og niðurskurð- ur til vegamála gerði það enn erf- iðara en ella. „Nákvæmlega ekk- ert“ væri í nýlegri yfirlýsing ríkis og sveitarfélaga um tekjustofna- nefnd. “Sveitarfélögin draga sí- fellt stutta stráið.“ Árni Magnússon, félagsmála- ráðherra mótmælti því að sveitar- félög væru almennt á vonarvöl og benti á að fjölmörg þeirra nýttu til fullnustu tekjustofna sína. Átak hefði verið gert til að efla sveitar- stjórnarstigið og vilji væri til að flytja 30 miljarða málefni fatlaðra, aldraðra og hluta heilsugæslu til sveitarfélaga ásamt tekjustofnun. „Sveitarfélögin verða þá með 30- 40% samneyslunnar.“ ■ STEINGRÍMUR J. SIGFÚSSON Formaður Vinstri grænna segir tómt mál að tala um sameiningu sveitarfélaga miðað við bága fjárhagsstöðu þeirra núna. Hart deilt um sveitarfélög í utandagskrárumræðu á Alþingi: Sveitarfélögin draga sífellt stutta stráið Útvegsmenn: Göngum vel um náttúruna SJÁVARÚTVEGUR Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landsam- bands íslenskra út- vegsmanna, segir veiðar með botn- vörpu óskaðlegar því búið sé að banna þær þar sem sjávarbotninn sé viðkvæmur. Rannsóknir hafi verið gerðar á hafsbotninum í kringum landið sem þurfi að auka enn frekar. Friðrik segir að botnvörpu- veiðar séu nauðsynlegar því án þeirra væri ekki hægt að nýta marga fiskistofna. Því gangi ekki að þessi veiðiaðferð verði bönnuð. „Íslensk stjórnvöld, sjávarút- vegsráðuneyti og utanríkisráðu- neyti, verða að bregðast við þessu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Þetta er bara útópía hjá erlendum umhverfisverndar- samtökum. Fólk sem leggur svona lagað til lifir greinilega á öðru en fiskveiðum.“ ■ Kennaraverkfall: Funda áfram í dag VERKFALL Sáttafundi kennara og launanefndar sveitarfélaga lauk laust fyrir klukkan tíu í gærkvöld eftir að fundarhöld höfðu staðið frá því snemma morguns. Deilendur ráðgera að hittast um klukkan níu í dag. Birgir Björn Sigurjónsson, hjá launanefnd sveitarfélaganna, vildi ekki tjá sig um einstök efnisatriði en sagði mikla vinnu vera að baki. Þó væri niðurstaða ekki enn í sjón- máli. „Við gerum ráð fyrir stífum fundarhöldum. Þetta verkfall er komið vel á þriðju viku og menn þurfa að reyna að klára þetta ef þess er nokkur kostur,“ sagði Birg- ir að loknum fundi í gær. ■ UM BORÐ Í TOGARA Barist er fyrir því á alþjóðavettvangi að Sameinuðu þjóðirnar banni mikilvægustu veiðar- færi íslenskra skipa. FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Framkvæmda- stjóri LÍÚ vill að íslensk stjórnvöld bregðist við. Vilja banna veiðar með botnvörpu Hópur líffræðinga og umhverfisverndarsinna vill að Sameinuðu þjóð- irnar banni veiðar með botnvörpu. Tæplega helmingur þess aflaverð- mætis sem íslensk skip landa er veiddur með botnvörpu. PÉTUR BLÖNDAL Verði frumvarpið sem Pétur hefur lagt fram samþykkt verður forseta- embættið lagt niður árið 2008. Akureyri: Eldur í Brekkuskóla LÖGREGLA Eldur kviknaði í kjallara gamla gagnfræðaskólans á Akur- eyri þar sem Brekkuskóli er nú til húsa. Vegfarandi tilkynnti lögreglu um eldinn laust fyrir klukkan níu í gærkvöld. Að sögn lögreglu tók það slökkviliðið tiltölulega skamm- an tíma að slökkva eldinn en nán- ast allt húsið var fullt af reyk. Verið er að gera húsið upp og var það mannlaust þegar eldurinn kviknaði. Ekki er vitað um elds- upptök. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.