Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 4
4 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Óljóst um formennsku Kristins H. í stjórn Tryggingastofnunar: Verður af töluverðum launum STJÓRNMÁL Kristinn H. Gunnars- son hefur fengið greiddar um 93 þúsund krónur á mánuði fyrir formennsku í tryggingaráði. Hann fékk jafnframt rúmar 65 þúsund krónur á mánuði fyrir formennsku í iðnaðarnefnd Al- þingis. Kristinn telur líklegt að hann verði ekki skipaður í stjórn Tryggingastofnunar eftir ákvörð- un þingflokks Framsóknarflokks- ins að útiloka hann úr öllum nefndum á vegum þingsins. Ef raunin verður sú verður Kristinn því af launum sem nema 158 þús- und krónum á mánuði. Jón Kristjánsson heilbrigðis- ráðherra vill ekki svara til um það hvort Kristinn verði áfram í stjórn Tryggingastofnunar. Krist- inn var formaður tryggingaráðs sem nú hefur verið breytt í stjórn Tryggingastofnunar og verður hlutverkið hið sama og áður. Lögbundinn frestur til að skipa fulltrúa í stjórnina rann út 1. júní síðastliðinn. Spurður hvers vegna ekki hafi enn verið skipað í stjórnina segir Jón að það hafi dregist vegna þeirra breytinga sem gerðar hafi verið á ráðinu. Hins vegar verði gengið frá því á allra næstu dögum að skipa full- trúa í stjórnina, sem verða jafn- margir og áður voru í ráðinu. ■ SVEITARSTJÓRNARMÁL Mörg mál hafa komið inn á borð Húseigendafé- lagsins vegna gjalþrota verktaka sem fengu byggingalóðir í Graf- arholti. Um þriðj- ungur þeirra hef- ur orðið gjald- þrota samkvæmt upplýsingum Þor- steins Víglunds- sonar, forstjóra BM-Vallár. S i g u r ð u r Helgi Guðjóns- son, formaður Húseigendafé- lagsins, segir að þetta hafi alvar- legar afleiðingar fyrir kaupendur íbúða. ,,Við höf- um séð dæmi um að kaupendur hafi greitt að fullu en fái afhent hálfkláruð hús eða gölluð. Þeir þurfa svo sjálfir að greiða við- gerðina.“ Hann segir að þetta hafi verið sérstaklega þungt í Grafar- holti. ,,Ég álykta að það sé að miklu leyti vegna þess að verðið á lóðum í hverfinu var svo hátt. Það var uppboð á lóðunum og það skil- aði miklu í borgarsjóð. Hins vegar dró það dilk á eftir sér fyrir þá sem keyptu þarna fasteignir. Menn buðu hátt í lóðirnar sem leiddi í fyrsta lagi til mikillar hækkunar á söluverði íbúða og í öðru lagi til þess að verktakar pressuðu niður byggingarkostn- aðinn og slökuðu þess vegna á kröfum um gæði.“ Þetta hefur, að sögn Sigurðar, leitt til þess að mikið hefur borið á byggingar- göllum í hverfinu. ,,Útboðsaðferð- in hefur því þessa tvo ókosti; hífir upp verðið og dregur úr gæðum.“ Sigurður segir að margir verk- takanna hafi eflaust freistast til að bjóða hærra verð fyrir lóðirnar en skynsamlegt sé án þess að vita hvaða verð þeir gætu fengið fyrir fasteignirnar. ,,Hinn frjálsi mark- aður virkar ekki á þessu sviði því iðnaðarmenn og fyrirtæki verða að tryggja sér lóðir til að þurfa ekki að leggja niður vinnu. Svo fara þeir í bankann sinn og fá lán fyrir öllu saman vegna þess að bankarnir virðast vera þeir einu sem hafa allt sitt á þurru þegar kemur til gjaldþrota.“ Þeir sem kaupa fasteignir verða að fara í greiðslumat áður en þeir fá fasteignalán. Sigurður telur að setja þurfi verktaka í svipað greiðslumat áður en þeir fá að bjóða í lóðir þannig að þeir sýni fram á að þeir geti staðið við skuldbindingar sínar.“ ghg@frettabladid.is Hæstiréttur: Stálu fyrir milljónir DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti eins og hálfs árs fangelsi yfir tveimur mönnum fyrir ýmis þjófnaðar- og hylmingarbrot en mildaði dóm yfir þriðja mannin- um úr tólf mánuðum í átta mánuði. Mennirnir voru sakfelldir fyrir fjölda innbrota, meðal ann- ars í nokkrar tölvuverslanir, það- an sem þeir stálu varningi og peningum fyrir milljónir króna. Þeir hafa einnig gerst sekir um innbrot í fjölda bíla. Sakaferill mannanna, sem er á aldrinum milli tvítugs og þrítugs, nær aft- ur nokkur ár. ■ NÆR ÞÚSUND ÚTSKRIFTIR 955 íraskir lögreglumenn voru út- skrifaðir úr námi í gær að sögn fjölþjóðaliðsins í Írak sem neitaði þó að gefa upp hvar þeir hefðu útskrifast. Vígamenn ráðast mjög á lögreglu og hafa hundruð lög- reglumanna og umsækjendur um störf í lögreglunni látið lífið í árásum þeirra. SPRENGJA Á GRÆNA SVÆÐINU Öryggisviðbúnaður var aukinn á græna svæðinu í Bagdad í gær eftir að heimatilbúin sprengja fannst á veitingastað þar. Græna svæðið er svæðið þar sem yfir- stjórn fjölþjóðaliðsins í Írak og írösk stjórnvöld hafa aðstöðu sína. ASKJA Í VATNSMÝRINNI Skemmdir hafa komið fram í klæðningu náttúrufræðihúss Háskólans. Þær eru í rannsókn þar sem húsið er nýlegt og end- ingin þykir stutt. Náttúrufræðihúsið: Skemmdir í rannsókn NÝBYGGING Rannsókn á skemmd- um í klæðningu náttúrufræðihúss Háskóla Íslands er ekki lokið. Ríkharður Kristjánsson, for- stjóri Línuhönnunar, segir rann- sóknina flókna og enn sé unnið að niðurstöðum hennar. „Við höfum tekið niður plötur og rannsakað þær og dregið ýmsa sérfræðinga að málinu,“ segir Ríkharður. Eins og greint hefur verið frá snýr rannsóknin á náttúrufræði- húsinu Öskju að því að meta skemmdir á klæðingunni, af hver- ju þær stafi og hver beri ábyrgð á þeim. ■ ■ ÍRAK Eiga aðgerðir forystu sjómanna gegn Brimi rétt á sér? Spurning dagsins í dag: Á að taka harðar á heimilisofbeldi en nú er gert? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 44% 56% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun Borgarráð: Ósátt við vinnubrögð SVEITARSTJÓRNARMÁL Margrét Sverr- isdóttir, áheyrnarfulltrúi Frjáls- lynda flokksins í borgarráði, spurð- ist fyrir um það á fundi ráðsins í gær hvenær mætti vænta þess að fyrirhugaðar stjórnkerfisbreyting- ar yrðu kynntar fyrir borgarfull- trúum og starfsfólki borgarinnar. Hún sagði að í síðustu viku hefði birst á forsíðum dagblaða fréttir um að fyrirhugaðar væru stórfelld- ar breytingar á stjórnkerfinu, þar á meðal sameining íþrótta- og tóm- stundaráðs og menningarmála- nefndar. Margrét gagnrýnir það að þessi áform hefðu ekki verið kynnt með eðlilegum hætti. ■ LESTARSLYS Þrír starfsmenn ítalska verktakafyrirtækisins Impregilo meiddust þegar tvær lestir rákust saman í aðgöngum þrjú við Kára- hnjúkavirkjun í Hrafnkelsdal. Slysið varð um klukkan tvö að- faranótt fimmtudags og hlutu mennirnir nokkra skurði og skrámur af. Þeir voru fluttir á sjúkrahús á Egilsstöðum til skoð- unar. Slysið vildi til vegna bilunar í umferðarljósum í göngunum, að sögn Ómars R. Valdimarssonar, upplýsingafulltrúa Impregilo, en vegna hennar fór lest inn í göngin á meðan önnur var á útleið. Lest- irnar fara hins vegar ekki hraðar en 25 kílómetra á klukkustund þegar mest er. „Það varð nánast engin röskun á starfseminni vegna þessa. Vögnunum sem fóru út af sporinu var skipt út fyrir nýja og tíminn sem það tók er mældur í mínútum frekar en klukkustundum.“ Fróðir menn telja að þarna í göngunum hafi átt sér stað fyrsta eig- inlega lestarslys Ís- landssögunnar þar sem tvær lestir rekast saman, en samkvæmt upplýs- ingum frá Árbæjar- safni slasaðist ung stúlka snemma árs 1913 þegar hún klemmdist milli vagna þegar lest sem nota átti við hafnargerð í Reykjavík var kynnt almenningi. Á sama ári fóru líka nokkrir vagnar lestaðir grjóti út af sporinu og verkamenn meidd- ust þegar þeir hröktust undan grjótinu niður í fjöru. ■ Íslandspóstur: Skordýr á frímerkjum FRÍMERKI Íslandspóstur hefur gefið út nokkur ný frímerki. Í fyrsta skipt- ið verður nú gefin út frímerkjaröð með skordýrum og verður meðal annars hægt að kaupa frímerki með myndum af húshumlu annars vegar og járnsmið hins vegar. Skordýrafána landsins er frem- ur fábrotin. Aðeins 1.300 skordýra- tegundir hafa verið greindar á Ís- landi samanborið við 18 til 25 þús- und víða annars staðar í Evrópu. ■ HÚSHUMLA Húshumla er ein af þremur hunangs- flugnategundum sem eru hér á landi og fannst fyrst árið 1979 í Reykjavík. Í AÐGÖNGUM ÞRJÚ Lestirnar af sporinu, þrír menn meiddust lítillega. Á innfelldu myndinni má sjá hvernig lestirnar skruppu upp af teinunum. Kárahnjúkavirkjun: Bilun í ljósum olli lestarslysi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M KRISTINN H. GUNNARSSON Á ÞING- FLOKKSFUNDI Ef Kristinn verður ekki skipaður formaður stjórnar Tryggingastofnunar verður hann af launum sem nemur 158 þúsund krónum á mánuði vegna ákvörðunar þingflokks Framsóknarflokksins að útiloka hann úr öllum nefndum. Útboð hækkaði verð og dró úr gæðum Formaður Húseigendafélagsins segir erfitt ástand í Grafarholti vegna gjaldþrotahrinu verktaka. Telur útboðsaðferð borgarinnar hafa leitt til þess. Vill að verktakar fari í greiðslumat áður en þeir bjóða í lóðir. SIGURÐUR HELGI GUÐJÓNSSON Vill fækka gjald- þrotamálum með því að senda verk- taka í greiðslumat. GRAFARHOLT Um þriðjungur verktaka sem fékk úthlut- að lóðum í hverfinu varð gjaldþrota. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.