Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 9
10 8. október 2004 FÖSTUDAGUR STUND MILLI STRÍÐA Palestínskur vígamaður hvílir sig í húsa- sundi í Jebaliya-flóttamannabúðunum á Gaza. Nær áttatíu Palestínumenn hafa látist í hernaðaraðgerðum Ísraela síðustu vikuna. Sjálfsmorðsárásum svarað með frekari árásum: Tugir létust í sprengjuárás í Pakistan PAKISTAN, AP Um fjörutíu manns létu lífið og um hundrað manns særðust í tveimur sprengjuárásum í pakistönsku borginni Multan í gærmorgun. Sprengjunum var komið fyrir þar sem róttækir súnnímúslimar söfnuðust saman til að minnast þess að ár var liðið frá því að leiðtogi útlægra samtaka súnnímúslima lést þegar ráðist var á hann. „Þetta virðast vera hryðjuverk byggð á trúarofstæki en við erum enn að rannsaka þetta,“ sagði Arshad Hameed aðstoðarlögreglu- stjóri. Trúarbragðadeilur hafa leikið borgina Multan hart. Árásin í gær átti sér stað innan við viku eftir að 31 sjíamúslimi lést í sprengjuárás sem var gerð á mosku þeirra í borginni. Mikil reiðibylgja gekk yfir borgina eftir sprenginguna í gær. Um tvö þúsund súnnímúslimar söfnuðust saman fyrir framan sjúkrahúsið sem fórnarlömb árás- arinnar voru flutt á. Þar mátti heyra hróp á borð við: „Sjíamús- limar eru heiðingjar“. ■ VERKFALL Víða má sjá foreldra taka börn sín á grunnskólaaldri með í vinnuna. Þorvaldur Þorvaldsson, bílstjóri hjá Sendibílastöðinni, er einn þeirra. Átta ára dóttir hans Saga Rut fer með þegar hún óskar. Þorvaldur beygir reglur Sendi- bílastöðvarinnar, sem kveða á um að farþegar séu ekki með á vinnu- tímanum: „Það bitnar á vinnunni að hafa börnin með. Hún verður líka stundum þreytt á að sitja í bílnum allan daginn,“ segir Þorvaldur. Auðsótt mál sé þó að hún fljóti með. Saga Rut saknar skólans en segir gaman að þvælast með pabba sínum. Hún hafi þó ekki fengið nein laun. Hún er nú minnt á annað: „Já, ég fékk einu sinni fimm hundruð kall. Það var út af því að ég var í sundi.“ Þorvaldur segir að miðað við þeytinginn á dótturinni milli sín, móður hennar og móðursystur megi verkfall kennara ekki standa deginum lengur. Vandi þeirra sé þó smár sé horft til fjölskyldna fatl- aðra barna: „Sárt er að hugsa til einhverfra barna sem tapa niður færni í verkfallinu sem þau hafa verið að byggja upp.“ Hann vill sjá fleiri undanþágur veittar svo börn- in skaðist ekki af verkfalli kenn- ara. Þorvaldur sér áhrif verkfallsins víða: „Ég fer í bakarí í morgnana og keyri bakkelsi í skólana á hverj- um degi þrátt fyrir kennaraverk- fall. Í spjalli við fólkið sem þar vinnur heyrir maður að það er orðið þreytt á að hanga alla daga,“ segir Þorvaldur. Hann sjái einnig verkfallið bitna á námsgetu Sögu. Móðursystir hennar hafi sett henni ásamt dóttur sinni fyrir. Þær hafi setið við í tíu mínútur en þá gefist upp. Þær þurfi einkunnir og aðra endurgjöf fyrir störf sín. Saga vill sjá kennara fá hærri laun. „Þá er betra að vinna og svona með okkur krökkunum.“ Spurð hvað hún vilji síðar starfa við svarar hún: „Kennari, af því að þeir kenna börnum.“ Hún segir ekki koma til greina að feta í fót- spor pabba síns og gerast bílstjóri. Ástæðan: „Bara.“ gag@frettabladid.is FERÐAST SAMAN UM BÆINN Í VERKFALLI KENNARA „Ég hef ekkert á móti því að kennarar hafi góð laun. Þeir ala upp börnin á móti manni og sjálfsagt að þeir fái borgað fyrir það,“ segir Þorvaldur. Átta ára dóttir hans, Saga Rut, fær oft að fara með í vinnuna í verkfalli kennara. Keyrir bakkelsi í skólana með dótturina sér við hlið Margir foreldrar taka börnin með í vinnuna í verkfalli kennara. Þorvaldur Þorvaldsson er einn þeirra. Hann starfar sem bílstjóri og sér víða áhrif verkfallsins með dótturina Sögu Rut sér við hlið. SÆRÐIR LIGGJANDI Á SJÚKRABEÐI Um hundrað súnnímúslimar særðust í árásinni. Þeir voru fluttir á sjúkrahús en ut- andyra efndu trúbræður þeirra til mótmæla. ■ 18. DAGUR VERKFALLS BÖRNIN Á ALÞINGI Félag um- hyggjusamra foreldra og grunn- skólabarna hittist í dag klukkan 11 fyrir framan Alþingishúsið. Foreldrar og forráðamenn grunn- skólabarna ætla ekki að sitja lengur þegjandi og horfa upp á börnin líða fyrir verkfall kenn- ara, segir í tilkynningu. HALDIÐ ÓTRAUÐ ÁFRAM Tónlist- arskólakennarar hvetja grunn- skólakennara til að halda ótrauðir áfram að settu marki. Áttatíu tón- listarkennarar á Norðurlandi og Austfjörðum hittust á svæðis- þingi í Mývatnssveit. Lýsti þingið yfir fullri samstöðu kjarabaráttu kennara. KÆTA KENNARANA Aðstandendur sýningarinnar „Með næstum allt á hreinu“, færðu kennurum 600 boðsmiða á sýninguna í gær. Hver gildir fyrir tvo. Aðstandendurnir vildu sýna kennurunum samstöðu með framlaginu enda væru þeir flestir „giftir“ kennurum. RÁÐSTEFNA STUÐNINGSFULLTRÚA Á milli tvö til þrjú hundruð stuðn- ingsfulltrúar í Reykjavík voru á ráðstefnu í gær. Fræðslumiðstöðin hefur staðið fyrir símenntun starfsfólks grunnskólanna í verk- falli kennara. Á annað þúsund manns hafa sótt námskeiðin. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.