Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 46
KNATTSPYRNA „Þetta er eðlilegur hluti af okkar starfi og ég þarf ekkert að verja eða réttlæta þessa ákvörðun,“ segir Eggert Magnús- son, formaður Knattspyrnusam- bands Íslands. Sambandið notaði tækifærið vegna ferðar íslenska landsliðsins til Möltu og bauð þangað öllum formönnum knatt- spyrnufélaganna í Landsbanka- deildinni til fundahalds. Kostnað- ur KSÍ vegna þessa er vart undir 400 þúsund krónum. Eggert segir tíma til kominn að formenn félaganna setjist niður fjarri öllu öðru og beri saman bækur sínar um framtíð íslenska boltans og hvað megi betur fara. „Þau málefni sem við ræðum þarna úti verða um knattspyrnuna á breiðu sviði. Hvernig bæta megi boltann og samræma hugmyndir þar um. Hvaða hugmyndir menn hafa um nýliðið keppnistímabil og það næsta og hvernig fjölga megi áhorfendum. Það er alltaf pláss fyrir góðar hugmyndir og ég á von á fróðlegum fundahöldum. Starf okkar snýst um að gera hlut- ina betur frá ári til árs og þetta er hluti af því ferli.“ Eggert segir það venju að fara út fyrir borgina þegar menn vilji frið og ró til skrafs og ráðagerða og að ferðin til Möltu sé einungis tilkomin vegna þess að í vélinni sem flytji landsliðið beint út hafi verið næg sæti og því kjörið að grípa tækifærið. „Við þurfum að halda fund og við höfum áður farið út fyrir landsteinana enda er brýn þörf á að koma sér frá því umhverfi sem við erum allir í dags dag- lega. Það er alveg bráðnauðsyn- legt að fundir sem þessir séu haldnir með viðkomandi formönn- um til að menn kynnist og fái betri yfirsýn.“ Eggert vissi ekki hver kostnað- ur KSÍ vegna fundahaldanna yrði en heimildir blaðsins herma að flug og gisting sé vart undir 60 þúsund krónum. Þá er ótalinn ann- ar kostn- aður sem g j a r n a n fellur til v i ð f u n d a - höld. FLOTTUR Á ÞVÍ Eggert Magnús- son, formaður KSÍ, býður öllum for- mönnum Lansbanka- deildar karla til Möltu. FÖSTUDAGUR 8. október 2004 31 Bjarni Guðjónsson er svekktur yfirað hafa ekki verið valinn í lands- liðshóp Íslands sem mætir Möltu og Svíþjóð næstu daga. Langt er orðið síðan Bjarni spilaði síðast með landslið- inu en hann hefur verið frambærilegur með liði Coventry það sem af er leik- tíðinni í Bretlandi. Aðspurður segist hann ekki vita hvers vegna hann hafi ekki verið valinn að undanförnu en þetta gefi sér enn meiri ástæðu til að leggja harðar að sér. Breskir fjárfestar reyna nú sittbesta til að koma bresku Silver- stone-kappakstursbrautinni aftur á kortið í Formúlu 1 en ekki stendur til að keppa þar á næsta ári. Eigendur hennar þurfa að punga út meiri fjár- munum og tryggja þannig nauðsyn- legar endurbætur til að skriður kom- ist á málin. Alls óvíst er hvenær körfubolta-stjarnan Jason Kidd getur tekið fram skóna að nýju eftir uppskurð á hné í sumar en keppnis- tímabilið í banda- ríska körfuboltan- um fer senn að hefjast. Lið Kidd, New Jersey Nets, hefur breyst mikið frá síðasta ári og er meiri þörf en áður á sterkri innkomu Kidd. Berti Vogts, hinn þýski landsliðs-þjálfari Skota, verður látinn fara vinni Skotland ekki báða leiki sína sem fram fara næstu daga. Hefur lið- inu gengið afleitlega undir hans stjórn og haft litlu að fagna nema helst að hafa unnið Ísland heima og heiman í undankeppni Evrópu- keppninnar í Portúgal. Adrian Mutu, leikmaður Chelsea,verður áfram hjá liðinu þrátt fyrir hávaðarifrildi við knattspyrnustjór- ann Jose Mourinho. Rifrildið átti sér stað eftir að forráða- menn Chelsea báðu Rúmena að hvíla Mutu á laugardag- inn í undankeppni HM. Giovanni Becali, umboðs- maður Mutu, þvertók fyrir að dagar hans sem leikmaður Chelsea væru taldir. „Hann er með mjög góð- an samning við Chelsea og verður áfram hjá félaginu,“ sagði Becali. Emilio Butragueno, fyrrum leik-maður Real Madrid, hefur verið hækkaður í tign hjá félaginu. Hann tek- ur við af Jorge Valdano sem yfir- maður knattspyrnu- mála hjá Real Ma- drid. Butragueno, oftast kallaður Gammurinn, varð spænskur meistari fimm ár í röð með Real og skoraði 217 mörk í 560 leikjum. Hann lék einnig 69 leiki með spænska landsliðinu og gerði 26 mörk. Rio Ferdinand hjá ManchesterUnited segir að endurkoman hafi komið sér töluvert á óvart. „Mér fannst ég vera mjög fljótur að aðlagast eftir bannið,“ sagði Ferdinand en hann var frá knattspyrnu í 8 mánuði eftir að hafa skrópað á lyfjaprófi. Enska landsliðið fær að njóta krafta hans í fyrsta sinn eft- ir fjarveruna í leik gegn Wales á morgun í undankeppni HM. Ef mið- að er við frammistöðu hans með United-liðinu upp á síðkastið þurfa þjálfarinn Sven Göran Eriksson og lærisveinar hans engu að kvíða. Brett Favre, leikstjórnandi GreenBay Packers í NFL-deildinni, varð fyrir áfalli á miðvikudaginn þegar mágur hans, Casey Tynes, lést í slysi á fjórhjóli. Óhappið átti sér stað á lóð Favre en Tynes var hjálmlaus þegar hjólinu hvolfdi. Tynes var fluttur á spítala með alvar- lega höfuðáverka en var úrskurðaður látinn þegar þangað var komið. Favre var mjög sleginn yfir fréttunum en ekki er langt um liðið síðan faðir hans lést úr hjarta- áfalli undir stýri. ÚR ÍÞRÓTTAHEIMINUM Flogið með formennina frítt til Möltu Knattspyrnusamband Íslands bauð öllum formönnum knattspyrnufélaga í efstu deild með landsliðinu til Möltu til skrafs og ráðagerða. Eðlilegur hluti af starfinu, segir formaðurinn Eggert Magnússon. albert@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.