Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 38
11
ATVINNA/TILKYNNINGAR
F
í
t
o
n
/
S
Í
A
REYKJANESVIRKJUN
Smiðir eða smíðahópar / Vanir menn á
byggingakrana / Verkamenn vanir byggingavinnu
Eykt óskar eftir starfsmönnum
vegna byggingar Reykjanesvirkjunar. Mikil vinna
framundan, möguleiki á gistingu á vinnustað.
Nánari upplýsingar veitir Hallgrímur Magnússon
staðarstjóri í síma 822-4484,
eða með tölvupósti á hm@eykt.is
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands auglýsir eftirfarandi
stöður lausar til umsóknar:
Starfsmenn við nætur-
vörslu á heimili fyrir
heimilislausar konur.
Starfsmaður ber ábyrgð á móttöku og þjónustu við notendur
heimilisins auk almennrar umsjónar.
Um er að ræða 75% stöður.
Menntun og hæfniskröfur:
- Almenn menntun
- Reynsla af störfum með fólki sem á við geðræn
og/eða félagsleg vandamál að stríða mjög mikilvæg
- Umburðarlyndi og hæfni í mannlegum sam
skiptum er skilyrði
- Stundvísi og skipulagshæfni
Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf strax.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum Eflingar.
Umsóknarfrestur er til 15. október 2004.
Upplýsingar veitir Brynhildur Barðadóttir verkefnisstjóri í
síma 545 0404
Umsóknir sendist til:
Reykjavíkurdeild Rauða kross Íslands
b.t. Brynhildar Barðadóttur
Laugavegi 120, 4. hæð, 104 Reykjavík
eða netfang brynhildurb@redcross.is
Hvað eru lotugræðgi og lystarstol, hver eru
einkennin, hver er orsökin, hvað er til ráða ?
Opinn dagur - Opið hús
Allir velkomnir
Laugardaginn 9. október frá kl. 14-16
verður Spegillinn með opið hús í Hressó
(Hressingaskálanum) Austurstræti.
Dagskrá
- Varaformaður Spegilsins, Kolbrún Marels
dóttir kynnir samtökin og starfsemi þeirra og
heldur stutta tölu um þróun samtakanna.
Fyrirlestrar
1. Fulltrúi frá Barna- og unglingageðdeild - BUGL -
kynnir meðferðarúrræði sem í boði eru fyrir sjúklinga
undir 18 ára aldri.
2. Fulltrúi frá Teyminu á geðdeild Landspítala Háskóla
sjúkrahúss kynnir meðferðarúrræði sem í boði eru
fyrir sjúklinga eldri en 18 ára.
3. Aðalheiður Elva Jónsdóttir, Listmeðferðafræðingur
ræðir um ný úrræði í meðferð sjúkdómsins.
4. Þórhildur Sveinsdóttir, Iðjuþjálfi segir frá uppsetningu
nýrrar deildar og kynnir meðferðaúrræði sem gefið
hafa góða reynslu í Noregi.
Hver fyrirlesari mun tala í 10-15 mínútur, eftir það
munu þeir ásamt stjórnarmanni frá Speglinum sitja fyrir
svörum.
- Skráning nýrra félagsmanna
- Skráning sjálfboðaliða í nefndarstörf
- Kosning nýrrar stjórnar
- Opnar umræður
Stjórn Spegilsins hvetur alla til að skrá sig í félagið og
starfa með samtökunum að aukinni fræðslu og forvörn-
um, sem og bættri þjónustu við átröskunarsjúklinga og
aðstandendur þeirra. http://www.spegillinn.is
spegillinn@talnet.is
BORGARTÚN 3 • 105 REYKJAVÍK • SÍMI 563 2600 • MYNDSENDIR 562 3219
Reykjavíkurborg
Skipulags- og byggingarsvið
Auglýsing um breytingar á
deiliskipulagsáætlunum
í Reykjavík
Í samræmi við 25. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73/1997, með síðari breyt-
ingum, eru hér með auglýstar til kynningar
tillögur að breytingum á deiliskipulags-
áætlunum í Reykjavík.
Skútuvogur 2.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar
að Skútuvogi 2.
Tillagan gerir ráð fyrir að byggður verði bíla-
stæðapallur og rampur og skal bygging vera
innan byggingareits sem sýndur er á upp-
drætti. Að öðru leyti gildir sama deiliskipulag
og samþykkt var í borgarráði 1. febrúar árið
2000 ásamt breytingu á lóðarstærð sem
samþykkt var í borgarráði 21. maí 2002.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Bíldshöfði 6.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi lóðarinnar
að Bíldshöfða 6.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að lóð stækki til
suðurs frá núverandi lóðarmörkum um 907,5
m2, byggt verður í framhaldi af núverandi
byggingu innan marka nýs byggingarreits,
bygging verður ein hæð og gengur inn landið
til suðurs eins og núverandi bygging og gert er
ráð fyrir bílastæðum á þaki nýbyggingar.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Elliðaárdalur, settjarnir.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Sævar-
höfða.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að gerðar verði
settjarnir neðan við Sævarhöfða til móts við
Sævarhöfða 2, bílasölu. Með framkvæmdinni
mun útrásum fækka því útrásir II, III og IV
verða aflagðar og ekki mun verða hróflað við
göngustígum. Til að hreinsa botnset verður
akfær leið frá Sævarhöfða á milli stóru
tjarnanna og þeirrar minni.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Naustavogur 15, Snarfari.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi á félags-
svæði Snarfara við Naustavog.
Tillagan gerir m.a. ráð fyrir að byggingareitur
fyrir viðgerðarskemmu er stækkaður úr 300m2
í 1600m2 og að hæsti punktur á þaki við-
gerðarskemmu verði ekki hærri en 7m yfir
aðalgólfi.
Nánar um tillöguna vísast til kynningargagna.
Tillögurnar liggja frammi í upplýsingaskála
skipulags- og byggingarsviðs í Borgartúni 3, 1.
hæð, virka daga kl. 08:20 – 16.15, frá 8.
október til og með 19. nóvember 2004. Einnig
má sjá tillögurnar á heimasíðu sviðsins,
skipbygg.is. Eru þeir sem telja sig eiga hags-
muna að gæta hvattir til að kynna sér
tillögurnar. Ábendingum og athugasemdum
við þær skal skila skriflega til skipulagsfulltrúa
eigi síðar en 19. nóvember 2004.
Þeir sem eigi gera athugasemdir innan til-
skilins frests, teljast samþykkja tillögurnar.
Reykjavík, 8. október 2004
Skipulagsfulltrúi Reykjavíkur