Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 13
14 8. október 2004 FÖSTUDAGUR
GOLFARAR OG KVIKMYNDASTJÖRNUR
Frægustu þátttakendurnir á Dunhill-golf-
mótinu í Skotlandi eru ekki atvinnugolfarar
heldur kvikmyndastjörnur. Michael Dou-
glas, Hugh Grant og Samuel L. Jackson eru
meðal þeirra sem etja kappi við Colin
Montgomerie, Ernie Els og fleiri fræga gol-
fara.
DÓMSMÁL 28 ára gamall maður ját-
aði í gær fyrir héraðsdómi að hafa
rænt útibú Landsbankans við Gull-
inbrú með öxi að vopni í maí síðast-
liðnum. Hvorugur sökunauta hans
gat mætt við réttarhaldið því annar
var veikur en hinn úti á sjó. Gjald-
keri í bankanum sem meiddist við
ránið segist hafa orðið fyrir miklu
áfalli við atburðinn.
Aðalmeðferð Héraðsdóms
Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins
gegn þremur mönnum á aldrinum
20-28 ára hófst í gær en þeim er gef-
ið að sök að hafa rænt útibú Lands-
banka Íslands við Gullinbrú í Graf-
arvogi, föstudaginn 21. maí síðast-
liðinn. Aðeins einn sakborninganna
mætti til réttarhaldsins en annar
var með flensu og sá þriðji úti á sjó.
Að sögn mannsins, höfuðpaurs-
ins í málinu, var ránið „eins óskipu-
lagt og hægt var“. Hann hefði hitt
félaga sína í gleðskap í íbúð á Funa-
höfða nóttina áður þar sem þeir
höfðu setið að sumbli. Í morgunsár-
ið datt þeim í hug að fara í bíltúr og
kvaðst höfuðpaurinn hafa fengið
hugmyndin að ráninu meðan á öku-
ferðinni stóð en öxina hafði hann
tekið með sér í gleðskapinn. Áður
en maðurinn fór inn í bankann var
hann kvaddur með orðunum: „Í
guðanna bænum farðu varlega.“
Á meðan félagarnir biðu í bíln-
um mölbraut sakborningur gler-
skilrúm á gjaldkerastúku með
vopni sínu og komst hann svo út
með 570.000 krónur. Fleygði hann
þýfinu inn um glugga á bifreiðinni
og hljóp svo burt en lögreglan
handtók hann skammt frá bankan-
um. Vitorðsmennirnir komust und-
an með ránsfenginn og er ekki vit-
að hvað varð um peningana. Talið
er líklegast að þeim hafi verið
komið til fíkniefnasala sem axar-
maðurinn skuldaði mikið fé en að
eigin sögn var hann í mikilli neyslu
á þessum tíma..
Gjaldkeri sem bar vitni fyrir
réttinum sagðist hafa orðið einskis
var fyrr en hún heyrði mikinn
skarkala og glerbrotum rigndi yfir
hana. Skarst hún á andliti og hand-
leggjum við atganginn. Varð hún
skelfingu lostin því ræninginn
sveiflaði öxinni aðeins fáeina
þumlunga frá henni. Situr atburð-
urinn enn í gjaldkeranum sem leit-
aði sálfræðiaðstoðar í kjölfar hans.
Aðalmeðferð verður haldið
áfram 13. október en þá er vonast
til að sakborningum heilsist betur
eða séu komnir í land.
sveinng@frettabladid.is
FÍKNIEFNI Ásgeir Karlsson, yfirmað-
ur fíkniefnadeildarinnar í Reykja-
vík, segir ráðast í dag hvort farið
verði fram á áframhaldandi gæslu-
varðhald yfir fjórum Íslendingum
sem handteknir voru hér á landi í
september í tengslum við eitt
stærsta fíkniefnamál síðari ára.
Rannsókn málsins er enn í fullum
gangi að sögn Ásgeirs.
Tveir Íslendingar voru hand-
teknir í Hollandi um svipað leyti og
handtökurnar fóru fram hér á
landi. Annar þeirra hefur verið
framseldur til Íslands og kom hann
í lögreglufylgd til landsins á
þriðjudag. Hann var síðan úrskurð-
aður í þriggja vikna gæsluvarðhald
á miðvikudag. Hinn var handtekinn
á heimili sínu í Hollandi og er enn í
haldi lögreglunnar þar. Á heimili
hans fannst talsvert af fíkniefnum.
Í fyrstu var talið að um kókaín
væri að ræða en það reyndist síðar
vera um eitt kíló af amfetamíni auk
tuttugu kílóa af maríjúana. Ásgeir
Karlsson segir ekkert ákveðið um
að fá hinn manninn framseldan frá
Hollandi, eins og staðan er nú sé
ekkert sem bendi til þess.
Þrír menn og ein kona voru
handtekin föstudaginn sautjánda
september í tengslum við málið og
voru þrjú þeirra úrskurðuð í þrigg-
ja vikna gæsluvarðhald daginn eft-
ir. Gæsluvarðhaldið rennur út á
laugardag. Þeim fjórða var gert að
sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi
sem var framlengt, í síðustu viku,
til dagsins í dag. Í síðustu viku var
sjöundi maðurinn handtekinn í
Reykjavík og var þá úrskurðaður í
tveggja vikna gæsluvarðhald eða
til þrettánda október.
Upphaf málsins var þegar tæp-
lega þrjú kíló af amfetamíni og
nokkuð af kókaíni fannst í vöru-
sendingu í Dettifossi, skipi Eim-
skipafélagsins. Lögreglan og toll-
gæslan í Reykjavík hófu rannsókn í
framhaldinu sem leiddi til að mikið
magn af amfetamíni fannst í vöru-
sendingu í Dettifossi. Heimildir
blaðsins herma að það hafi verið
um átta kíló en lögreglan hefur
ekki viljað staðfesta það. Í þriðju
sendingunni voru 2.000 skammtar
af LSD sem komu með pósti í sept-
ember.
hrs@frettabladid.is
INNBROT Í HRAUNBÆ Brotist var
inn í bíl í Hraunbæ. Þjófurinn
notaði stein til að brjóta rúðu og
stela GPS-tæki staðsetningartæki
að verðmæti 25 þúsund krónur.
Þjófurinn reyndu að losa geisla-
spilarann í bílnum en tókst ekki
það ætlunarverk sitt.
KONA FÉLL Á BLAUTU GÓLFI Í
Perlunni féll kona á gólfi sem var
blautt vegna þrifa og var flutt á
slysadeild. Hún er ekki talin
mikið slösuð.
NÚMER KLIPPT VEGNA TRYGG-
INGA Númer voru tekin af
nokkrum bílum í Hafnarfirði og
Garðabæ vegna vangoldinna
trygginga í fyrrinótt. Farið var
vítt og breitt um svæðið og
kroppað í nokkur númer. Búast
má við því að áframhald verði á
og lögreglan hvetur því fólk til að
ganga frá tryggingum sínum eins
fljótt og auðið er.
ÞRÍR TEKNIR FYRIR OF HRAÐAN
AKSTUR Dalvíkurlögreglan tók
þrjá ökumenn fyrir of hraðan
akstur á þjóðveginum í fyrradag.
Sá sem hraðast ók mældist á 134
kílómetra hraða.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
Bókmenntaverðlaun:
Nóbelinn til
Austurríkis
SVÍÞJÓÐ, AP Austurríska skáldkon-
an og leikskáldið Elfriede Jelinek
hlaut í gær nóbelsverðlaunin í
bókmenntum. Hún er fyrsta kon-
an frá 1996 til að hljóta verðlaun-
in og aðeins tíunda konan í sög-
unni sem verður þessa heiðurs að-
njótandi.
Meginþemað í verkum Jelinek
er kvenfrelsisbarátta og átök í
samskiptum karla og kvenna. Hún
hefur vakið miklar deilur í heima-
landi sínu þar sem umfjöllunar-
efni síðustu leikrita hennar hafa
vakið reiði margra áhorfenda. Í
nýjasta leikriti sínu, Bambiland,
réðst hún gegn innrásinni í Írak af
mikilli hörku. ■
Háskólinn á Akureyri:
Heiðrar
friðarsinna
FÓLK Íranski mannréttindafröm-
uðurinn Shirin Ebadi, núverandi
handhafi friðarverðlauna Nóbels,
verður í næsta mánuði sæmd
heiðursdoktorsnafnbót við félags-
vísinda- og lagadeild Háskólans á
Akureyri. Að sögn Ágústs Þórs
Árnasonar, hjá HA, þá þótti skól-
anum það vel við hæfi að fá Ebadi
til að setja svip sinn á deildina
fyrst mannréttindi og mannúðar-
mál eru þar í öndvegi. Mannrétt-
indaskrifstofa Noregs, norska
sendiráðið í Teheran og íslenska
utanríkisráðuneytið veittu hjálp
við að koma á tengslum við Edabi
en mikil samkeppni er á meðal há-
skóla um slíkt. ■
ÞRÍR SÆRÐIR EFTIR SPRENGINGU
Þrír særðust, þar af einn alvar-
lega, þegar sprengja frá tímum
seinni heimsstyrjaldar sprakk í
austurrísku borginni Linz.
Sprengingin átti sér stað í raf-
orkuveri og skildi eftir sig
þriggja metra djúpan gíg.
ELFRIEDE JELINEK
Í níunda skipti á áratug falla verðlaunin
Evrópubúa í skaut.
■ EVRÓPA
ATHAFNASVÆÐI EIMSKIPS
Tvær af þremur sendingum komu með
Dettifossi frá Hollandi. 2000 skammtar af
LSD komu í pósti.
SVEINN ANDRI SVEINSSON LÖGMAÐUR OG SKJÓLSTÆÐINGUR HANS
Öxinni hafði sakborningurinn stolið í versluninni Ellingsen viku áður og var hún tekin með í gleðskap nóttina fyrir ránið.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
Í dag skýrist hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í einu stærsta
fíkniefnamáli síðari ára:
Sex manns í gæsluvarðhaldi
Ránið var eins óskipu-
lagt og hægt var
Ungur maður játaði fyrir héraðsdómi í gær að hafa rænt Landsbankaútibúið við Gullinbrú,
vopnaður öxi. Gjaldkeri í bankanum sagðist hafa verið miður sín í langan tíma á eftir.
EFNAHAGSMÁL Í fyrsta skipti á ár-
inu hefur vöruinnflutningur
dregist saman þegar miðað er
við tölur í hverjum mánuði og
þær bornar saman við sama
mánuð árið áður. Þetta kemur
fram í Vefriti fjármálaráðuneyt-
isins sem kom út í gær.
Vöruinnflutningur í septem-
ber nam um 19 milljörðum
króna án skipa og flugvéla sam-
kvæmt bráðabirgðatölum um
innheimtu virðisaukaskatts.
Þetta er mun minni innflutning-
ur en í síðasta mánuði en þá
voru fluttar inn vörur fyrir tæp-
lega 21 milljarð króna. Ef þrigg-
ja mánaða meðaltal er borið
saman milli ára er aftur á móti
um 7 prósenta aukningu að
ræða.
Vöruskiptajöfnuður fyrstu
átta mánuði ársins var neikvæð-
ur um 27 milljarða króna en var
á sama tíma í fyrra óhagstæður
um tæpa 7 milljarða króna.
Meiri afli af verðmætari fisk-
tegundum í ágúst og september
og minni innflutningur gæti leitt
til minni halla á vöruskiptajöfn-
uði í september en verið hefur
undanfarna mánuði. Telur fjár-
málaráðuneytið að hallinn geti
jafnvel náð jafnvægi. ■
VERÐMÆTARI AFLI
Fjármálaráðuneytið segir að verðmætari afli í ágúst og september geti leitt til minni halla
á vöruskiptajöfnuði í september.
Vöruskiptajöfnuður neikvæður um 27 milljarða króna:
Vöruinnflutningur
dregst saman