Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 54

Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 54
39FÖSTUDAGUR 8. október 2004 ■ TÓNLEIKAR Hljómsveitin Jan Mayen ætlar að spila á þrennum tónleikum nú um helgina. Strax á mánudaginn kem- ur svo út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, sem heitir Land of the Free Indeed. „Við gáfum út ep-plötu í fyrra og ákváðum í framhaldi af því að gefa út stóra plötu,“ segir Viðar Friðriksson trommuleikari. „Hún er svo loksins að líta dagsins ljós eftir mikla vinnu.“ Í kvöld ætlar Jan Mayen að spila á Jack Live kvöldi á Gaukn- um, en á morgun spila þeir á tvennum tónleikum. Þeir fyrri hefjast upp úr klukkan átján og verða í nýjum tónleikasal Tónlist- arþróunarmiðstöðvarinnar úti á Granda. „Við spilum þarna á styrktar- tónleikum fyrir TÞM, sem var að opna tónleikasal um daginn. Svo um kvöldið spilum við á Grand Rokk, þar sem við erum vanir að vera.“ Á Grand Rokk kemur einnig fram hljómsveitin Panil. Þetta verða því „tveir fyrir einn“ tón- leikar og kostar aðeins 500 krónur inn. „Við höfum spilað frekar lítið í sumar en verðum meira á ferðinni á næstunni.“ ■ Jan Mayen fer á skrið AN MAYEN Kemur fram á þrennum tón- leikum um helgina. Ný plata kemur svo í búðir á mánudaginn. „Við erum sirka tíu stelpur sem ætlum að sýna magadans í Iðnó,“ segir Rósalind Hansen, ein maga- dansmeyjanna úr Raks Sharky- hópnum sem stendur fyrir glæsi- legri magadanssýningu í kvöld. Þetta er önnur stóra sýning Raks Sharky-hópsins , en þær hafa komið fram á ýmsum menningarviðburðum „Raks Sharky er arabíska heitið á magadans. Þetta þýðir í rauninni „dansinn frá austri“ á arabísku,“ segir Rósalind. H ú n lofar fjöl- breyttri sýn- ingu, þar sem litríkir og glæsi- legir búningar eiga stóran þátt í umgjörð- inni. „Við ætlum meðal annars að sýna Bollywood-dans, það er nýjasti dansinn núna. Svo erum við með egypskan kertaljósadans þar sem maður dansar með kerta- ljósakrónu á höfðinu. Flestir dans- arnir eru frá Egyptalandi, sumir hálfgerðir þjóðdansar.“ Með þeim dansar Anna Barner, tvöfaldur Danmerkurmeistari og alþjóðlegur meistari í magadans. Hún er stödd hér á landi sem gestakennari í Kramhúsinu. En hvað skyldi heilla svona við magadansinn? „Það er svo margt sem heillar, bæði tón- listin og menningin, og hreyfingin auðvit- að. Svo erum við allar auðvitað athyglis- sjúkar og höfum gaman af því að sýna.“ ■ Bollywood er nýjasta æðið ■ MAGADANS SÝNA MAGADANS Í IÐNÓ Raks Sharky-hópurinn stendur fyrir skrautlegri magadans- sýningu í kvöld. Pósturinn býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu að koma sendingum samdægurs til viðskiptavina. Ekki bíða að óþörfu. Fáðu sendinguna samdægurs með Póstinum Láttu ekki eins og þú getir beðið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 www.postur.is Vefráðstefna „Þessi ráðstefna er í raun gífur- legur hvalreki fyrir alla þá aðila á Íslandi sem eru að reka vef- svæði,“ segir Jón Örn Guðbjarts- son, markaðsstjóri Íslenskra fyrirtækja ehf., um ráðstefnu sem haldin verður í dag frá klukkan 9 til 5 í Smárabíó. „Markmiðið með henni er að fólk fái innsýn í aðferðir og tækni til þess að einfalda leitarvélum að nálgast gögn inni á vefsvæðinu vegna þess að tæplega 90% allrar umferðar á netinu á sér upphaf í gegnum leitarvél.“ Heimsþekktir aðilar munu veita vefráðgjöf, meðal annars frá Microsoft. ■ JÓN ÖRN GUÐBJARTSSON Markaðs- stjóri Íslenskra fyrirtækja ehf. ■ RÁÐSTEFNA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.