Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 54
39FÖSTUDAGUR 8. október 2004 ■ TÓNLEIKAR Hljómsveitin Jan Mayen ætlar að spila á þrennum tónleikum nú um helgina. Strax á mánudaginn kem- ur svo út fyrsta breiðskífa sveitarinnar, sem heitir Land of the Free Indeed. „Við gáfum út ep-plötu í fyrra og ákváðum í framhaldi af því að gefa út stóra plötu,“ segir Viðar Friðriksson trommuleikari. „Hún er svo loksins að líta dagsins ljós eftir mikla vinnu.“ Í kvöld ætlar Jan Mayen að spila á Jack Live kvöldi á Gaukn- um, en á morgun spila þeir á tvennum tónleikum. Þeir fyrri hefjast upp úr klukkan átján og verða í nýjum tónleikasal Tónlist- arþróunarmiðstöðvarinnar úti á Granda. „Við spilum þarna á styrktar- tónleikum fyrir TÞM, sem var að opna tónleikasal um daginn. Svo um kvöldið spilum við á Grand Rokk, þar sem við erum vanir að vera.“ Á Grand Rokk kemur einnig fram hljómsveitin Panil. Þetta verða því „tveir fyrir einn“ tón- leikar og kostar aðeins 500 krónur inn. „Við höfum spilað frekar lítið í sumar en verðum meira á ferðinni á næstunni.“ ■ Jan Mayen fer á skrið AN MAYEN Kemur fram á þrennum tón- leikum um helgina. Ný plata kemur svo í búðir á mánudaginn. „Við erum sirka tíu stelpur sem ætlum að sýna magadans í Iðnó,“ segir Rósalind Hansen, ein maga- dansmeyjanna úr Raks Sharky- hópnum sem stendur fyrir glæsi- legri magadanssýningu í kvöld. Þetta er önnur stóra sýning Raks Sharky-hópsins , en þær hafa komið fram á ýmsum menningarviðburðum „Raks Sharky er arabíska heitið á magadans. Þetta þýðir í rauninni „dansinn frá austri“ á arabísku,“ segir Rósalind. H ú n lofar fjöl- breyttri sýn- ingu, þar sem litríkir og glæsi- legir búningar eiga stóran þátt í umgjörð- inni. „Við ætlum meðal annars að sýna Bollywood-dans, það er nýjasti dansinn núna. Svo erum við með egypskan kertaljósadans þar sem maður dansar með kerta- ljósakrónu á höfðinu. Flestir dans- arnir eru frá Egyptalandi, sumir hálfgerðir þjóðdansar.“ Með þeim dansar Anna Barner, tvöfaldur Danmerkurmeistari og alþjóðlegur meistari í magadans. Hún er stödd hér á landi sem gestakennari í Kramhúsinu. En hvað skyldi heilla svona við magadansinn? „Það er svo margt sem heillar, bæði tón- listin og menningin, og hreyfingin auðvit- að. Svo erum við allar auðvitað athyglis- sjúkar og höfum gaman af því að sýna.“ ■ Bollywood er nýjasta æðið ■ MAGADANS SÝNA MAGADANS Í IÐNÓ Raks Sharky-hópurinn stendur fyrir skrautlegri magadans- sýningu í kvöld. Pósturinn býður fyrirtækjum á höfuðborgarsvæðinu að koma sendingum samdægurs til viðskiptavina. Ekki bíða að óþörfu. Fáðu sendinguna samdægurs með Póstinum Láttu ekki eins og þú getir beðið ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS P 23 96 1 1 0/ 20 04 www.postur.is Vefráðstefna „Þessi ráðstefna er í raun gífur- legur hvalreki fyrir alla þá aðila á Íslandi sem eru að reka vef- svæði,“ segir Jón Örn Guðbjarts- son, markaðsstjóri Íslenskra fyrirtækja ehf., um ráðstefnu sem haldin verður í dag frá klukkan 9 til 5 í Smárabíó. „Markmiðið með henni er að fólk fái innsýn í aðferðir og tækni til þess að einfalda leitarvélum að nálgast gögn inni á vefsvæðinu vegna þess að tæplega 90% allrar umferðar á netinu á sér upphaf í gegnum leitarvél.“ Heimsþekktir aðilar munu veita vefráðgjöf, meðal annars frá Microsoft. ■ JÓN ÖRN GUÐBJARTSSON Markaðs- stjóri Íslenskra fyrirtækja ehf. ■ RÁÐSTEFNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.