Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 39

Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 39
Krakkar á Siglufirði í hjólaferð - að sjálfsögðu allir með hjálm á höfðinu. SJÓNARHORN Í kúbanskri sveiflu Hólmfríður Ólafsdóttir, verkefnisstjóri í Gerðubergi, vildi dansa inn í draumahelgina sína. „Ég myndi vera í Havana á Kúbu í rauðum kjól og finna litla dansbúllu þar sem eru eingöngu innfæddir og allir dansa suðræna dansa nema þeir sem spila á hljóðfærin. Þar myndi ég dansa frá mér allt vit. Svo á eftir geng ég berfætt á ströndinni og skoða stjörnurnar, sem hljóta að sjást mjög vel í borg þar sem er svona lítil sjónmengun. Daginn eftir myndi ég svo vilja finna gamlan bleikan kadi- lakk og keyra um eyjuna og enda svo í kaffi hjá Castró.“ Hólmfríður hefur ekki komið til Kúbu en langar að komast þangað sem fyrst áður en kapitalisminn eyði- leggur eyjuna. „Ég var að spá í að bjóða einhverjum hávöxnum, myndarlegum manni með mér sem yrði að sjálfsögðu að kunna að dansa en ég held að það sé enginn skortur á þeim á Kúbu svo ég fer bara ein og sé hvað gerist.“ Hólmfríður hefur mjög gaman af því að dansa suðræna dansa. „Ég bjó á Spáni og þar lærði maður nú heldur betur mjaðmasveiflurnar. Ég sakna þess mikið að fá ekki sveiflu- þörfinni fullnægt hér.“ Hólmfríður vildi vera berfætt í rauðum kjól á dansbúllu með innfæddum. DRAUMAHELGIN 8. október 2004 FÖSTUDAGUR12 Láttu drauminn rætast í rúmi frá Stearns & Foster L a n g h o l t s v e g i 1 1 1 • 1 0 4 R e y k j a v í k • S í m i 5 6 8 7 9 0 0 A f g r e i ð s l u t í m i v i r k a d a g a k l . 1 1 – 1 8 . o g l a u g a r d a g a k l . 1 1 – 1 4 . Bandarísku hágæðarúmin frá Stearns & Foster eru heimsþekkt á meðal vandlátra kaupenda fyrir gæði og glæsileika. Rúmin eru hönnuð fyrir fólk sem vill aðeins hið besta. Þau veita réttan stuðning og tryggja vellíðan á hverri nóttu með sérhönnuðu gormakerfi, bólsturslögum og einstökum frágangi. Bandarísku neytendasamtökin hafa í mörg ár útnefnt rúmin frá Stearns & Foster sem „bestu kaupin“. Hágæðarúm frá Stearns & Foster Frá einu virtasta tískuhúsi Frakklands: Rúmteppi, sængurverasett, lök, handklæði, frottésloppar, ilmsápur, ilmkerti, ilmvatn o.fl. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.