Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 17
MENNTAMÁL Fyrirtæki og stofnanir leggja um 100 milljónir í rekstur Háskóla Íslands, ýmist með bein- um framlögum eða með kostun einstakra kennslugreina. Prófess- or við viðskipta- og hagfræðideild vill að fyrirtæki sem styrkja skóla- starf fái sérstakar skattaívilnanir. Nýlega gerðu Bakkavör Group og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands með sér sam- starfssamning þar sem fyrirtækið styrkir rannsóknir og kennslu í frumkvöðlafræðum við deildina. Samningurinn gildir í þrjú ár og á þeim tíma leggur Bakkavör deild- inni til 15 milljónir króna. Að sögn Ágústs Einarssonar, prófessors við viðskipta- og hagfræðideild, er um tímamótasamning að ræða en deildin hefur algerlega frjálsar hendur um ráðstöfun fjárins. Til viðbótar beinum fjárfram- lögum þekkist að fyrirtæki greiði laun kennara sem kenna fög sem þau hafa sérstakan áhuga á. Ágúst hafnar því að slíkir samningar geti mögulega skaðað sjálf- stæði skólans. „Um slíka styr- ki eru gerðir sérstakir samn- ingar þar sem er algjörlega tryggt að fyrir- tæki hafi engin áhrif hvað ver- ið er að gera í einstökum at- riðum með þessa peninga. Fyrirtækin gera þetta af hug- sjón,“ segir Ágúst en bætir þó við að þau geti jafnframt haft af þessu hag þar sem rannsóknir af ýmsu tagi geta nýst þeim. Hann telur á Háaskólinn sé að fá um 100 milljónir króna með þessum hætti inn í rekstur skólans. Erlendis er löng hefð fyrir því að háskólar og atvinnulíf hafi með sér samstarf en aðeins á síðustu árum hafa íslenskir háskólar tek- ið við sér í þessum efnum. Ágúst telur að stjórnvöld eigi að huga að því að veita fyrirtækjum og stofn- unum sem leggja fé til háskóla einhver konar skattaívilnanir en slíkt hefur víða gefið góða raun. sveinng@frettabladid.is Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn haldinn laugardaginn 9. október Þema dagsins er: Samhliða raskanir - Tengslin milli líkamlegrar og andlegrar heilsu. Dagskráratriði í Tjarnarsal Ráðhússins. Kynnir: Egill Helgason 1. Opnunarávarp; Frú Vigdís Finnbogadóttir verndari dagsins. 2. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra flytur ávarp. 3. Viðar H. Eiríksson flytur erindi um tilurð og tilgang Qi gong æfinga. 4. Daði Kjartansson trúbador. 5. Hulda Jeppesen sjúkraþjálfari: ,,Heilbrigð sál í hraustum líkama”. 6. Kór Fjölmenntar. 7. Lýðheilsustöð "Geðrækt": Hreyfingin eflir an- dann- gefðu þér tíma. Ingibjörg B. Jóhannesdóttir formaður Kvennahlaupsnefndar ÍSÍ afhendir formlega bækling sem gefin er út í krafti sam- starfs ÍSÍ og Lýðheilsustöðvar. 8. Hljómsveitin 101 Reykjavík. 9. “Daganna kvæðakver”. Guðmundur Haraldsson les ljóð úr nýútkominni ljóðabók Leifs Jóelssonar skálds. 10. Hjörleifur Valsson fiðluleikari og félagar. 11. Hljómsveitin Sinus. 12. Steindór Andersen kvæðamaður. Dagskrá í Reykjavík: 10.00-13:00: Þunglyndi: Sálfræðilegt sjónar- horn. Fræðsluerindi sérfræð- inga í klínískri sálfræði í sal 3 í Háskólabíói, aðgangseyrir kr. 1000.- 13.00: Geðhlaup í Nauthólsvík. 14.30: Upphitun göngu við Hlemm. 15.00: Gengið af stað niður Laugaveg. Gengið verður með áletraðar blöðrur ,,sleppum grímunni”. 15.45: Blöðrunum sleppt við Ráðhúsið 16.00-18.00: Dagskrá í Tjarnasal Ráðhús- sins. Styrktaraðilar dagsins eru: Til frekari upplýsinga um alþjóða geðheilbrigðisdag- inn bendum við á eftirfarandi vefslóðir: www.wmhday.net eða www.wfmh.org. FSKS Félag sálfræðinga í klínískri sálfræði 18 8. október 2004 FÖSTUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Case Van Kleef, al- þjóðaforseti Kiwanishreyfingar- innar, afhenti Jóni Kristjánssyni heilbrigðisráðherra K-lykilinn, barmmerki Landssöfnunar hreyf- ingarinnar, í Alþingishúsinu í gær. Afhendingin markaði upphaf fjögurra daga fjársöfnunar undir kjörorðunum Lykill að lífi. Ágóð- inn rennur annars vegar til Geð- hjálpar og hins vegar til Barna- og unglingageðdeildar Landspítalans (BUGL). K-lykillinn verður seldur um allt land dagana 7.-10. október. Markmiðið með söfnuninni er annars vegar að rjúfa einangrun geðsjúkra á landsbyggðinni og hins vegar að styðja við uppbygg- ingu göngudeildar BUGL. Tíðni geðraskana hefur hækkað á liðn- um árum og eru geðraskanir nú algengasta orsök örorku hér á landi. BUGL hefur búið við húsnæð- isskort undanfarin ár. Er að- kallandi að bæta úr þeim vanda og kemur fé sem safnast í góðar þarfir þar. Með sínum skerf söfn- unarfjárins hyggst Geðhjálp rjúfa einangrun geðsjúkra á lands- byggðinni, meðal annars með fræðslu- og tengslaneti. ■ Landlæknir: Gallað bólu- efni ekki hér HEILBRIGÐISMÁL Bóluefnið Fluvirin er ekki notað hér á landi, að sögn starfsmanna Landlæknis. Umrætt bóluefni hefur verið innkallað af markaði vegna ófull- nægjandi framleiðslu. Lyfjastofn- un upplýsir að það verði ekki á markaði hér fyrir árið 2004. Eng- in ástæða sé því til að hafa áhyggjur af þeim bóluefnum sem séu í notkun á Íslandi í haust. ■ BLAIR Í EÞÍÓPÍU Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, er í Eþíópíu til að kanna aðstæður þar. Hann hefur beitt sér fyrir því að ríki heims beini sjónum sínum í auknum mæli að Afríku og hjálpi til við uppbyggingu þar. K-LYKILLINN Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra tók við K-lyklinum úr hendi Case Van Kleef, alþjóða- forseta Kiwanishreyfingarinnar. HÁSKÓLI ÍSLANDS Sækir í vaxandi mæli í sjóði fyrirtækja og stofnana. Landssöfnun Kiwanishreyfingarinnar hafin: Stækkun húsnæðis fyrir geðsjúk börn ÁGÚST EINARSSON “Fyrirtækin gera þetta af hugsjón.” FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA DÆMI UM STYRKVEITINGAR Þjóðkirkjan: greiðir hluta af söng- námi guðfræðinema Rauði kross Íslands: greiðir laun kennara í sjálfboðastarfsfræðum inn- an félagsráðgjafar Ítalska ríkið: greiðir laun kennara í ítölsku Þjóðskjalasafnið: greiðir laun kenn- ara í skjalafræðum Happdrætti Háskóla Íslands: greiðir laun kennara í sálfræði Veðurstofa Íslands: greiðir laun kennara í veðurfræði Umhverfisráðuneytið: greiðir laun kennara í dýrafræði Hugbúnaðarfyrirtækið EMR: greiddi til ársins 2003 laun kennara í upp- lýsingatækni á heilbrigðissviði Orkuveita Reykjavíkur: greiddi til skamms tíma laun kennara í varma- fræðum Landsvirkjun: greiddi til ársins 2003 laun kennara í umhverfisverkfræði Hugsjónin færir Háskóla Íslands um 100 milljónir Fyrirtæki og stofnanir styrkja starfsemi Háskóla Íslands í æ ríkari mæli, bæði með launagreiðsl- um kennara og beinum fjárframlögum til deilda. Ljóst er að um talsverða fjármuni er að ræða þótt heildarupphæðin sé ekki ljós. BÓLUEFNI Fólk þarf ekki að hafa áhyggjur af inflú- ensubóluefnunum hér á landi í haust. DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Vesturlands yfir pilti sem dæmdur var í sex mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir tvö kynferðisbrot gegn þrettán ára stúlku. Pilturinn var sjálfur rúmum þremur árum eldri en stúlkan þegar brotin áttu sér stað. Þótti dómnum nægjanlega sann- að að pilturinn hefði gerst brotleg- ur gegn stúlkunni þar sem honum átti að hafa verið ljóst að stúlkan væri aðeins þrettán ára gömul. Bótakröfu var vísað frá í héraði þar sem kröfunni hefði átt að beina að lögráðamanni piltsins þar sem hann var sjálfur ólögráða. ■ Hæstiréttur: Skilorð fyrir kynferðisbrot
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.