Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 45
30 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Við furðum okkur á... ... Eggerti Magnússyni og öðrum forkólfum Knattspyrnusambands Íslands sem gerðu sér lítið fyrir og splæstu eins og einni Möltuferð á tíu forystumenn liðanna í Landsbankadeildinni. Formannafundur er á döfinni og hvaða staður er betri til að halda hann en Valetta á Möltu. Spyr sá sem ekki veit! „Það er venja að fara út fyrir borgina til skrafs og ráðagerða.“ Eggert Magnússon, formaður KSÍ, fer svo sannarlega út fyrir borgina til skrafs og ráðagerða með formönnum félaganna því það eru 3.979 km til Möltu. sport@frettabladid.is [ LEIKIR GÆRDAGSINS ] INTERSPORTDEILD KARLA 1. DEILD KVENNA Í KÖRFU HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Föstudagur OKTÓBER KÖRFUBOLTI „Það er algjör hneisa að svona nokkuð skuli viðgang- ast í efstu deild körfuboltans,“ sagði Reynir Kristjánsson, þjálfari körfuboltaliðs Hauka, eftir tap liðsins gegn nýliðum Fjölnis í Intersportdeildinni sem hófst í gær. Biluð leik- klukka varð til þess að lið hans tapaði leik sínum með einu stigi en liðið hafði komist yfir þegar ljóst varð að klukkan hafði aldrei farið af stað. Haukar lögðu fram kæru strax eftir leikinn. Leikhlé var tekið þegar átta sekúndur voru til leiksloka og Fjölnir leiddi með einu stigi. Haukarnir hófu sókn þegar leik- urinn hófst aftur og tókst að skora körfu en þá kom í ljós að leikklukkan hafði ekki farið af stað og því var engin karfa dæmd. Haukum tókst svo ekki að skora í síðara skiptið þegar klukkan hafði verið lagfærð. Allt varð vitlaust eftir leikinn og töldu Haukarnir að karfan ætti að gilda og þar með sigur í leiknum. Þjálfari Hauka segir þetta hafa ítrekað átt sér stað í Fjölnishúsinu. „Þetta er með ólíkindum að þeir geti ár eftir ár komist upp með þetta. Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem þeir vinna með þessum hætti. Við höfum ekki sagt okkar síðasta í málinu.“ Mesta syndin var að um hörkuspennandi rimmu var að ræða allan tímann og komu ný- liðar Fjölnis sannarlega á óvart með skipulögðum leik sínum en fyrirfram var búist við sigri Hauka. Komu baráttuglaðir Fjölnismenn Haukum í opna skjöldu frá fyrstu mínútu og leiddu allan fyrri hálfleik. Náðu þeir þegar best lét 19 stiga for- skoti og höfðu leikinn í hendi sér í hálfleik, 56 - 40. Haukarnir tóku sig hressi- lega á í síðari hálfleik og höfðu jafnað leikinn fimm mínútum síðar í þriðja leikhluta. Var útlit- ið orðið dökkt hjá nýliðunum sem virtust ekki vita hvernig taka ætti á Haukunum en með dugnaði og heppni tókst þeim aftur að komast yfir og munaði þremur stigum fyrir síðasta fjórðung. Allur sá fjórðungur var spennandi og munaði lengst- um tveimur til þremur stigum á liðunum. ■ SIGUR Í FYRSTA LEIK Fjölnir vann sinn fyrsta leik í úrvalsdeild þegar Grafarvogspiltar unnu eins stigs sigur á Haukum í gær. Hér sækir Fjölnismaðurinn Jeb Ivey að körfunni en Sigurður Þór Einarsson er til varnar. Fréttablaðið/Vilhelm Gæfan fylgdi Fjölni Biluð leikklukka varð til þess að nýliðar Fjölnis í Intersportdeildinni í körfubolta náðu sín- um fyrstu stigum með eins stigs sigri á Haukum. Dapurlegt þykir að slíkt skuli viðgangast í efstu deild körfuboltans.■ ■ LEIKIR  19.15 Grindavík og Snæfell mætast í Grindavík í Intersport- deildinni í körfuknattleik karla.  19.15 ÍR og Víkingur eigast við í Austurbergi í handknattleik karla.  19.15 ÍBV og Grótta KR eigast við í Vestmannaeyjum í handknattleik karla.  20.00 HK og Afturelding eigast við í Digranesi í handknattleik karla.  20.00 Selfoss og Stjarnan eigast við á Selfossi í handknattleik karla. ■ ■ SJÓNVARP  17.45 Olíssport á Sýn. Fjallað um helstu íþróttaviðburði heima og erlendis.  18.00 Upphitun á SkjáEinum. Breskir knattspyrnuspekingar spá í leikjum helgarinnar.  19.00 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.30 Motorworld á Sýn. Allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  20.00 Mótorsport 2004 á Sýn. Ítar- leg umfjöllun um íslenskar akstursíþróttir.  20.30 UEFA Champions League á Sýn. Fréttir af leikmönnum og liðum í Meistaradeild Evrópu.  21.00 World Series of Poker á Sýn. Sýnt frá HM í póker.  04.50 Formúla 1 á RÚV. Bein útsending frá tímatökum á Suzuka-brautinni í Japan. 8 .T B L . 1 6 Á R G . N R . 1 1 8 5 690691 220006 2004 899 kr. m/vsk 8.tbl. 16 árg. nr. 118 GÖMLU Í TREKANT SÆNGURKOMPLEXAR Í LEIT A‹ fiJÓ‹ARÍfiRÓTT RÁ‹UMST Á GAR‹INN fiAR SEM HANN ER LÆGSTUR SIGLINGAR – SANDSPYRNA – BÍLAR – TÓNLIST – BÆKUR - DVD blondiner.se DOBLA‹U AUMINGJA MILLJÓNAMÆRINGARNIR -fla› er d‡rt a› vera ríkur HVAR ERU fiEIR NÚ? -MJÚKI MA‹URINN TINNA ALAVISTælandi fögur Sandra eyjapæjan -Helgi er kominn me› píu á rúntinn! - SÆNSK SENDING bílar 30GRA‹JURTIR ÚR GAR‹INUM Íslenska U-21 landsliðið í knattspyrnu mætir Möltu í dag í undankeppni HM: Verðum að vera vel stemmdir FÓTBOLTI Íslenska landsliðið skipað leikmönnum yngri en 21 árs háir nú harða baráttu í undankeppni EM 2006. Liðið hefur nú þegar leikið gegn Búlgaríu á Víkings- velli, þar sem Íslendingar unnu 3- 1, og tapleik gegn Ungverjum á útivelli. Íslenska liðið var að vísu óheppið gegn Ungverjum þar sem bróðurpartur leikmanna varð fyrir matareitrun daginn fyrir leik og skoruðu Ungverjar sigur- markið á viðbótartíma leiksins. Íslendingar eru, ásamt fyrr- nefndum liðum, í sama riðli og Króatía, Svíþjóð, og Malta. Sigur- vegari riðilsins tryggir sér rétt til að leika á EM 2006 og standa Króatar best að vígi eftir að hafa unnið tvo fyrstu leiki sína. Landsliðið er nú statt á Möltu þar sem það etur kappi við heima- menn í kvöld. Það er þýðingar- mikið fyrir íslenska liðið að ná hagstæðum úrslitum, ætli það sér að eiga möguleika á sigri í riðlin- um. Eyjólfur Sverrisson, þjálfari liðsins, þreytir frumraun sína sem þjálfari á Íslandi. Sjálfur náði Eyjólfur langt á sínum knatt- spyrnuferli og segist reynslu sína nýtast vel í þjálfarastarfinu. „Maður veit hvað þarf til að ná ár- angri og það kemur liðinu til góða,“ segir Eyjólfur. „Hver og einn verður að vita hvað hann þarf að einblína á á vellinum og þar að auki eru margir þætti sem þarf að hafa í huga þegar lið spil- ar markvissan sóknar- og varnar- leik.“ Að sögn Eyjólfs eiga allir leik- menn liðsins góða möguleika á að ná langt í boltanum og hann segir liðið vera góðan vettvang fyrir menn til að sanna sig. „Þessir strákar búa yfir miklum styrk sem einstaklingar og það skiptir miklu máli. Ef þeir ná árangri með liðinu eiga þeir góða mögu- leika á að komast að hjá atvinnu- mannaliðum. En þetta er langur, strangur vegur og það skiptir miklu máli að menn séu tilbúnir að leggja mikið á sig. Þeir eru kannski ekki alveg tilbúnir í dag en ég vonast til að sjá eitthvað af þeim í atvinnumennsku og með A- landsliðinu,“ sagði Eyjólfur. Eyjólfur fullyrðir að Möltu- leikurinn verði erfiður, þó svo að liðið sé neðst í riðlinum það sem af er keppninni. „Ég sá Möltu spila gegn Svíþjóð þar sem liðið tapaði naumlega, 1-0. Það var jafnræði með liðunum þegar á heildina er litið og við verðum að vera mjög vel stemmdir ef við ætlum að ná sigri í leiknum. Það er reyndar þannig með alla leiki í þessum riðli og því engan veginn hægt að fullyrða að Malta sé með veikasta liðið. Í dag á ég eftir að skoða hvaða möguleika ég hef í stöðunni og svo tek ég ákvörðun um hverjir spila og hvað við leggj- um upp með,“ sagði Eyjólfur Sverrisson. smari@frettabladid.is FJÖLNIR–HAUKAR 87–86 Fjölnir: Darrell Flake 20, Jeb Ivey 18, Pálmar Ragnarsson 16 Aðrir skoruðu færri stig. Haukar: John H. Waller 22, Sævar I. Haraldsson 17, Kristinn Jónasson 13. Aðrir skoruðu færri. NJARÐVÍK–KFÍ 106–85 Njarðvík: Troy Wiley 29, Matt Seyman 19, Páll Kristinsson 15. Aðrir skoruðu færri. KFÍ: Joshua Helm 36, Pétur Sigurðsson 23. Aðrir skoruðu færri. HAMAR/SELFOSS–KR 77–90 Hamar: Chris Woods 34 Selfoss-KR: Skarphéðinn F. Ingason 17 SKALLAGRÍMUR–ÍR 103–100 Framlengdur leikur, staðan var 91–91 eftir venjulegan leiktíma. TINDASTÓLL–KEFLAVÍK 76–110 Engar upplýsingar fengust áður en blaðið fór í prentun. HAUKAR–ÍS 41–87 (36–38) Haukar: Helena Sverrisdóttir 23 (fékk sína 5. villu þegar 1:33 voru eftir af 3. leikhluta og staðan var 41–63), Kristrún Sigurjónsdóttir 6, Pálína Gunnlaugsdóttir 4. Aðrar minna. ÍS: Signý Hermannsdóttir 25 (9 fráköst, 4 varin, 4 stoðs.), Alda leif Jónsdóttir 24 (6 stoðsendingar., 5 stolnir), Lovísa Gðmundsdóttir 12 (8 fráköst), Hafdís Helgadóttir 9, Jófríður Halldórsdóttir 6, Þórunn Bjarnadóttir. Aðrar minna. EYJÓLFUR SVERRISSON Á von á erfiðum leik gegn Maltverjum í dag. Íslendingar á HM í sundi: Frá sínu besta SUND Hjörtur Már Reynisson og Ragnheiður Ragnarsdóttir kepptu bæði á fyrsta degi heimsmeistara- keppninnar í 25 metra sundlaug sem fram fer í Indianapolis í Bandaríkjunum. Hjörtur Már tók þátt í 50 metra flugsundi og end- aði í 22. sæti af 69 keppendum. Ragnheiður varð nítjánda í 50 metra bringusundi. Bæði voru talsvert frá sínu besta en eiga eft- ir að keppa í fleiri greinum næstu daga. ■ Þetta er ekki fyrsti leikurinn sem þeir vinna með þessum hætti. ,,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.