Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 61

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 61
46 8. október 2004 FÖSTUDAGUR 1 5 6 87 9 12 15 10 13 16 17 11 14 18 2 3 4 HRÓSIÐ Fókus fylgir DV í dag 01 7.10.2004 13:37 Page 3 Igore Bubbasonur Maríus Lífið eftir vinnu og miklu meira til - - - ...fær Viggó Sigurðsson fyrir að taka íslenska landsliðið að sér. Vonandi nær hann að rífa það upp fyrir næsta stórmót. Blindsker er ný heimildarmynd um tónlistarmanninn Bubba Morthens sem frumsýnd verður í kvöld. Um er að ræða stærstu opnun á heimildarmynd á Íslandi en hún er sýnd í Smárabíói, Regn- boganum og Borgarbíói Akureyri. Kvikmyndafélagið Poppoli fram- leiðir þetta umfangsmikla verk- efni sem rekur sögu Bubba frá æskuárum til dagsins í dag. Leikstjóri myndarinnar er Ólafur Jóhannesson, Ólafur Páll Gunnarsson hafði umsjón með handritsgerð, Ragnar Santos sá um kvikmyndatöku og Benedikt Jóhannesson um klippingu. „Okkur langaði að gera mynd um þetta risafyrirbæri sem Bubbi er og skapa sterkt og fallegt verk fyrir íslensku þjóð- ina, sem hann hefur svo oft vakið upp af værum svefni,“ segir Ólafur Jóhannesson. Okkur hefur líka fundist þörf á að kynna Utan- garðsmenn, Egó og Das Kapital betur fyrir yngri kynslóðinni sem virðist þekkja þá lítið sem ekkert.“ Myndin hefur tekið þrjú ár í framleiðslu og endaði sem 100 mínútna löng heimildar- mynd. Í myndinni segir Bubbi sjálfur frá lífshlaupi sínu og var sonur hans, Brynjar Úlfar Morthens, fenginn til að leika hann í myndskeiðum sem sýna frá æsku hans. „Á þessum langa framleiðslu- tíma tókst okkur að grafa upp mjög mikið af efni úr öllum átt- um. Við fengum til dæmis efni frá Grænlandsferð hans frá ár- inu 1990 sem ekki hefur sést áður. Einnig var Bárður Örn Bárðarson okkur ómetanleg stoð og stytta varðandi vinnslu safna- efnis.Í myndinni er hvergi dauð stund og upphaflegt markmið var að hún væri skemmtun út í gegn,“ segir Ólafur. „Óli Palli var leiðsögumaður okkar um skerja- garð Bubba. Hann sá til þess að næmni mín, Ragnars og Bene- dikts væri með hæsta móti þegar kom að útfærslunni, enda veit Óli Palli allt um Bubba. Hann andar, sefur og mígur sem goðið sjálft,“ segir Ólafur. Ólafur og Ragnar eru svo að fara til Taílands að klára að vinna mynd um buddhamunk. Sú mynd hefur tekið um átta ár í fram- leiðslu, fjallar um mann sem kastaði kuflinum eftir 16 ár sem munkur, giftist svo og var venju- legur maður í 4 ár en hefur nú gerst munkur aftur. hilda@frettabladid.is Ari Þór Arnbjörnsson, nemandi í Iðnskólanum í Reykjavík, fram- kvæmdi heldur óvenjulegan hrekk á dögunum. Gerði hann sér lítið fyrir og límdi 5.000 gula post-it minnismiða vítt og breitt um íbúð vinar síns, Stefáns. Verk- ið tók þrjú kvöld, tvær til tvær og hálfa klukkustund í senn. „Ég var að hefna mín,“ segir Ari um hrekkinn sinn. „Hann sendi strákunum í útvarpsþætt- inum Ding Dong bréf fyrir einu og hálfu ári síðan. Þeir hringdu í mig og gerðu at í mér. Þeir spil- uðu það fjórum sinnum og settu mig síðan í auglýsingu segjandi einhverja heimska setningu.“ Að sögn Ara rann stund hefnd- arinnar upp þegar vinur hans lán- aði honum lyklana að íbúðinni sinni og bað hann um að gera sér greiða. „Ég sá gullið tækifæri og gerði afrit af lyklunum. Síðan fór hann í frí til Bolungarvíkur og þá datt mér í hug að post-it-a íbúð- ina.“ Ari telur að svona hrekkur hafi aldrei áður verið gerður á Íslandi en hefur hins vegar heyrt af honum í Bandaríkjun- um. Sá hann meðal annars eitt- hvað þessu líkt í Jim Carrey- myndinni Bruce Almighty. „Hann tók þessu mjög vel. Hann sagði að ég ætti mér voðalega lítið líf,“ segir Ari hlæjandi um viðbrögð vinar síns. „Nú er bolt- inn hjá honum.“ ■ Lárétt: 1 truntu, 5 óhreinka, 6 skóli, 7 tónn, 8 for, 9 listi, 10 á fæti, 12 rétt - s, 13 ný- sprottið gras, 15 bardagi, 16 litlaus, 18 ná- komin. Lóðrétt: 1 jafnoki, 2 svif, 3 tónn, 4 stríðið, 6 fiskur, 8 keyra, 11 kassi, 14 hamingja, 17 slá. Lausn. Lárétt: 1jálk,5ata,6ma,7fa,8aur, 9skrá, 10il,12att,13nál,15at,16grár, 18náin. Lóðrétt:1jafningi, 2áta,3la,4baráttan,6 murta, 8aka,11 lár, 14lán,17rá. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 88. sæti. Tæplega 70 milljarðar króna. Vínveitingamálinu í Egilshöll. Fimm þúsund miða hrekkur MENNIRNIR Á BAK VIÐ MYNDINA Óli Palli, Ragnar Santos, Benedikt Jóhannesson og Ólafur Jóhannesson unnu hörðum höndum við að koma myndinni á tjaldið. BUBBI MORTHENS Gríðarmikið af efni er til um þennan mikla tónlistarmann og höfðu þeir hjá Poppoli því úr nógu að moða. Risafyrirbærið Bubbi Morthens Aftur uppselt Miðasala á aukatónleika Lisu Ek- dahl sem verða 29. október hófust í gær. Það tók aðeins lengri tíma í þetta skiptið að selja alla miðana en eftir þrjá klukkutíma var orðið uppselt. Mið- ar á fyrstu sýning- una urðu uppseld- ir á korteri og komast því færri að en vilja. Ef ekki stæði á söng- konunni sjálfri ættu þriðju tónleik- arnir einnig að standa undir sér miðað við þessar viðtökur. ■ Björk Jakobsdóttir: Ja, það eru til margar græjurnar sem hjálpa en samt stendur hand- iðnin alltaf fyrir sínu. Uppþvottavél er stór- kostleg uppfinning en maður þvær betur upp í höndunum. Matvinnsluvélin er ágæt en það er unaðslegt að slíta upp sitt eigið heimagerða krydd og rífa niður með höndunum og kreista svo dass af sítrónu yfir ....Handprjónuð flík er ein- stök gæðavara...og þannig mætti lengi telja þannig að ég myndi segja..sjálf er höndin hollasta hjálpartækið ef vanda á til verka. Guðrún Ásmundsdóttir: Ögrandi undurfagur náttkjóll. Unnur Ösp Stefánsdóttir: Án karlmanna værum við afar snauðar. Vel gefinn og góð- hjartaður karlmaður er langnauðsynlegasta hjálpartækið okkar. Eins get ég nefnt góðar bækur, kvikmyndir og fallega tónlist... hár- blásara, maskara og gloss (getur bjargað manni á ögurstundu!) Eins er mikil hjálp í góðu trúnói og hvítvínsdrykkju með vinkonunum. Edda Björgvinsdóttir: Besta hjálpartæki kvenna er auðvitað uppþvottavélin! Mat- vinnsluvélin er náttúr- lega dásamleg – en kannski ekki eins nauð- synleg og önnur tæki. Rifjárnið er svo sem þarfaþing – ef maður er mikið fyr- ir salat – en ég myndi segja að rjóma- sprautan slagaði hátt upp í kaffivélina, sem er auðvitað alveg ómissandi þegar ég fer að hugsa um það. Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir: Það er ekki spurning að vel innréttaður og fallega hannaður karl- maður er besta hjálp- artæki sem nokkur kona getur komist yfir. Vandinn er hins vegar sá að græjusjúk- lingar eiga til að vilja alltaf skipta um tæki og fá sér það nýjasta á markaðn- um. Ef vel er farið með getur sami karl- maður enst einni konu allt lífið og veitt ómælda hjálp og jafnvel hamingju á góðum dögum. | 5STELPUR SPURÐAR | Hvað er besta hjálpartæki kvenna? FYRIR Svona leit íbúðin út áður en Ari ákvað að hefna sín á vini sínum. EFTIR Gulir límmiðar út um alla íbúð. Hvergi sést í auðan blett.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.