Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 63
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000
NÝTT HEIMILISFANG
NÝTT
Föndur og rit Þverholti 7 270 mosfellsbæ s. 5666166
FÖNDUR OG RIT
FLYTJA Í DAG Á NÝJAN STAÐ
Ýmis tilboð í gangi
Sjálfskaparvíti?
Margir Íslendingar eru svojafnréttissinnaðir að þeir
telja að konur séu líka menn, eða
eigi að minnsta kosti að njóta svo-
nefndra mannréttinda í einhverj-
um mæli. Að vísu virðist það ekki
talið heppilegt að konur í stórum
stíl gegni toppstöðum í þjóðfélag-
inu, þótt það tíðkist núorðið að
hafa kvenfólk með í ríkisstjórnum.
En auðvitað kemur ekki til greina
að neyða þær í þungaviktarráðu-
neyti að svo komnu máli, eins og
forsætisráðuneytið, utanríkisráðu-
neytið eða fjármálaráðuneytið.
SEM STARFSKRAFTAR hafa
konur kosti. Þær eru samviskusam-
ar og duglegar og rembast yfirleitt
við að standa sig að minnsta kosti
eins vel og karlmennirnir á vinnu-
staðnum. Þessi metnaður virðist þó
ekki duga til að skila kvenfólkinu
upp metorðastigann á sama hátt og
karlpeningnum. Félagsfræðingar
hafa velt því fyrir sér hvers vegna
konur eru svona seinfærar á
framabrautinni. Ef til vill er hluti
af skýringunni sú staðreynd að
grundvallarmunurinn á konum og
körlum er sá að konur geta eignast
börn, karlmenn ekki.
Í NOREGI hafa menn nýverið
fundið út að konur tapa stórfé á
barneignum sem hins vegar hafa
engin áhrif á framamöguleika eða
launakjör karlmanna. Um þetta má
lesa í norska blaðinu Aftenposten
þar sem Inés Hardoy hjá Institutt
for samfunnsforskning segir að
„þriggja barna móðir sem vinnur
hjá einkafyrirtæki hefur að meðal-
tali 17% lægri laun en barnlaus
kona í sambærilegri vinnu.“ Kona
sem á tvö börn þénar 11% minna
en sú barnlausa, og kona með eitt
barn 8% minna. Barnlausar konur
hafa næstum því jafngóð laun og
karlmenn.
VIÐHLÍTANDI SKÝRINGU á
þessu hafa Norðmennirnir ekki
fundið ennþá, en geta sér þess til
að ef til vill séu mæður ekki jafn-
metnaðargjarnar og barnlausar
konur, eða þá að óléttustandið og
barnsburðurinn og uppeldið kunni
að tefja fyrir þeim á framabraut-
inni. Hvað sem því líður þá virðist
það vera staðreynd – að minnsta
kosti í Noregi – að tilhneiging
kvenna til að eignast börn er þeim
til trafala í atvinnulífinu. Er þetta
sjálfskaparvíti? Eða eiga karlmenn
einhvern þátt í þessu?
BAKÞANKAR
ÞRÁINS BERTELSSONAR