Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 25
Sætar kartöflur eru upprunnar í Suður-Ameríku og er getið í perúsk- um heimildum frá 750 fyrir Krist. Þær eru ólíkar venjulegum kartöfl- um í útliti og minna meira á ofvaxn- ar brúnar gulrætur en nokkuð ann- að. En látið útlitið ekki blekkja ykk- ur því sætar kartöflur eru einstak- lega bragðgóðar og næringarríkar og innihalda færri kolvetni en venjulegar kartöflur. Svo eru þær fullar af trefjum og bætiefnum, einkum þó A- og C-vítamínum. Bandaríkjamenn borða mikið af þessum gómsæta rótarávexti og geta til dæmis ekki haldið Þakkar- gjörðarhátíðina án þess að sætar kartöflur komi þar við sögu. Hér eru nokkur holl ráð við kaup, geymslu og neyslu á sætum kartöflum. -Kaupið þykkar og þéttar kart- öflur sem eru lausar við bletti eða önnur merki um ofþroska. -Geymið sætar kartöflur á svöl- um, dimmum og þurrum stað en varist að geyma þær í ísskáp þar sem kuldinn gæti skemmt þær. -Neytið þeirra innan tveggja vikna frá innkaupum. -Hreinsið sætar kartöflur vel og skrúbbið fyrir neyslu. -Hægt er að borða sætar kart- öflur soðnar eða í mús eins og venjulegar kartöflur en einnig er gott að rista þær og baka í ofni. Svo er líka gott að baða þær í hun- angi, kanil og engifer og borða þær sem eftirrétt. Sætar kartöflur með ristuðum fennel og tarragon 2 sætar kartöflur, afhýddar 1 fennelstilkur 1 matskeið fínt saxað tarragon 1 matskeið rauðvínsedik Ólífuolía salt og pipar Uppskriftin nægir fyrir tvo Hitið ofninn í 200˚C. Skerið fennelinn í litla bita og steikið í olí- unni og kryddið með salti og pipar. Ristið fennelinn síðan á bökunar- plötu inni í ofni í um 20 mínútur þar til hann tekur lit og ilmar vel. Takið fennelinn þá út. Skerið sætu kartöflurnar í teninga og ristið í ofninum í 40-50 mínútur eða þang- að til teningarnir eru orðnir mjúk- ir. Blandið svo saman sætu kart- öflunum, fennelnum, edikinu og fersku tarragoni og bjóðið sem óvenjulegt meðlæti. Sætar sætar kartöflur 1 kíló sætar kartöflur, flysjaðar og rifnar 1/3 bolli púðursykur 1/4 bolli bráðið smjör 1/4 bolli kókosmjöl 1/4 bolli ristaðar, brytjaðar pecanhnetur 1/4 teskeið kanill 1/4 teskeið kókosmjólk 1/4 teskeið vanilludropar Setjið saman í pott kartöflurn- ar, sykur, smjör, kókosmjöl, hnet- ur og kanil. Setjið þétt lok og látið malla við vægan hita í 6-8 klukku- stundir. Bætið svo í kókosmjólk og vanilludropum. ■ Þegar smákökur eru bakaðar er gott að hafa í huga að nota ekki hart og kalt smjörlíki. Kalt smjörlíki kremast ekki eins vel þegar sykri er bætt út í deigið og því verða kök- urnar frekar flatar. Notið smjörlíki við stofuhita. • Fyrir 25 árum keypti fólk ekki tún- fisk nema handa kettinum sínum. Þá kostaði hálft kíló nokkra aura. Nú borgar fólk 4.000 krónur fyrir hálft kíló af túnfiski og engum dytti lengur í hug að kaupa hann handa kettinum. • Túnfiskur er sneisafullur af próteinum, vítamínum og stein- efnum og vinnur gegn of háum blóðþrýstingi og of háu kólester- óli. • Fyrirtækið Snæfiskur hóf fyrst ís- lenskra fyrirtækja að flytja inn frystan túnfisk til Íslands. Fiskur- inn fæst í stórmörkuðum og er seldur í 180-200 gramma pakkn- ingum. • Túnfiskurinn frá Snæfiski er veiddur á Indlandshafi, en fiskur- inn veiðist líka í Atlantshafi og hefur veiðst úti fyrir suðurströnd Íslands. • Túnfiskurinn hefur heitt blóð. • Stærsti túnfiskur sem veiðst hefur var 1.496 pund og veiddist í Nova Scotia 26. október 1979. • Kílóið af túnfiski kostar milli 2.500 og 3.000 krónur út úr búð. • Fjölmargra tegundir eru til af tún- fiski. Guli túnfiskur er mjög al- gengur og sú tegund sem fæst á Íslandi. [ STAÐREYNDIR ] Til hnífs og skeiðar GUÐRÚN JÓHANNSDÓTTIR ELDAR HANDA MINNST FJÓRUM FYRIR 1000 KR. EÐA MINNA. Ýsa og kartöflur Ótrúlegt hvað hægt er að gera ólíka rétti úr sama hráefninu. Þessi réttur er formbylting. Hér er sem sagt kominn þjóðarréttur Íslend- inga, ýsa og kartöflur, framreiddur á afar ljúffengan en framandi hátt miðað við það sem við eigum að venjast. Afraksturinn er meiriháttar. Byrjið á því að rífa kartöflurnar með rifjárni (hýðið með) og þerra þær svo mjög vel með eldhúsbréfi eða hreinu stykki. Saxið laukinn smátt (ath.: Trixið til að losna við táraflóðið sem gjarnan fylgir lauk- skurði er að afhýða laukinn og láta hann liggja í köldu vatni um stund áður en hann er saxaður). Saxið hvítlaukinn og blandið því næst lauk, kartöflum og hvítlauk vel saman í skál. Skerið ýsuflakið í strimla. Hitið ólífuolíu á pönnu og takið helming- inn af kartöflublöndunni og þekið botn pönnunnar vel með henni og þjappið niður. Saltið og piprið. Setjið fiskinn ofan á kartöflulagið og stráið saxaðri steinselju og rifnum sítrónuberki yfir. Saltið og piprið og þekið síðan vel með afgangi kartöflublöndunnar. Lokið pönnunni vel með álpappír og látið réttinn malla á mjög lágum hita í um 25 til 30 mínútur. Að því búnu er álpappírinn tekinn af og pönnunni stungið undir grill í ofni og rétturinn grillaður þar til hann verður gullinn og girnilegur. Skerið bökuna í sneiðar og berið fram með sítrónufleyg, grænu salati og sósu úr sýrðum rjóma, sítrónusafa, salti og pipar. Kostnaður um 600 kr. 450 g kartöflur (rifnar með rifjárni, hráar) 100 kr. 450 g ýsa (flökuð,roðflett og skorin í strimla) 400 kr. 1 stór laukur (saxaður smátt) 2-3 hvítlauksgeirar (saxaðir smátt) rifinn börkur af 1/2 sítrónu 1 msk. söxuð steinselja salt og pipar ólífuolía til steikingar Víngerðarefni- verðlækkun Áman - víngerðarverslunin þín Afgreiðslutími: Bæjarlind 6: virka daga 11-18 Skeifunni 11: virka daga 10-18, laugardaga 10-15 Gríðarlegt úrval af ekta vínþrúgum. Undirbúðu jólin í tíma og lagaðu þitt eigið jólavín. Verð pr. flösku frá kr. 100 sími 568 6440 Allt í eldhúsið Borgartúni 24 Opið virka daga kl. 10–20 laugardaga kl. 10–16 Heilsuvörur og matstofa Túnfiskur Bragðgóður og næringarríkur kostur: Sætari kartöflur en við eigum að venjast Sætar kartöflur og fennel eru óvenjuleg en afar bragðgóð samsetning. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.