Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 20
21FÖSTUDAGUR 8. október 2004 Bleyjupakki eða utanlandsferð Núverandi ríkisstjórn hefur aukið álögur á almenning um 4 milljarða króna frá því hún tók við völdum í fyrra. Nú vill rík- isstjórnin hins vegar skila einhverju til baka í tekjuskattslækkunum en þó með afar ójöfnum hætti, þ.e. 1% lækkun á tekjuskatti og 2% lækkun á hátekju- skatti. Hvernig hagnast fólkið í landinu á þessari skattalækkun? Við í Samfylking- unni höfum bent á það. Á meðan kenn- arinn fær andvirði bleyjupakka fær millj- ónamaðurinn eina utanlandsferð á mánuði. Þessu óréttlæti höfnum við. Við viljum lækka matarskattinn sem kemur öllum til góða og afnema stimpilgjöld sem koma ungu fólki og skuldsettum fjölskyldum vel. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir á alt- hingi.is/arj Á yfirsprengdu verði Öll munum við eftir ævintýrinu um Línu.net sem á 5 ára tímabili tapaði rúmum 1 milljarði króna. Fjármuna- myndunin var neikvæð um tæpar 500 milljónir króna sem bendir til þess að reksturinn hafi ekki verið að skila neinu til Orkuveitunnar nema beiðnum um aukið hlutafé. Orkuveitan lét á þessu tímabili 1,1 milljarð í nýtt hlutafé til Línu.net sem síðar seldi hjartað sitt þ.e.a.s. ljósleiðarakerfið til Orkuveitunn- ar á yfirsprengdu verði til þess að forð- ast gjaldþrot. Birgir Örn Brynjólfsson á frelsi.is Full þörf á Íbúðalánasjóði Að sjálfsögðu ber að fagna framtaki bankanna [í húsnæðislánamálum]. Lán þeirra á 4.2% vöxtum eru góð kjarabót fyrir þá sem eiga kost á því að taka þau. En það er samt sem áður full þörf á þjónustu Íbúðalánasjóðs. Sjóðurinn lán- ar öllum landsmönnum án tillits til bú- setu sem bankarnir gera ekki. Lánum bankanna fylgja margvíslegar kvaðir en ekki lánum Íbúðalánasjóðs. Það er líka eftir að vita hvað bankarnir endast lengi til að bjóða þessi góðu kjör. Þá er ég ekki að tala um daga, vikur eða mánuði heldur ár. Það er því engin ástæða til annars en að halda áfram að undirbúa 90% húsnæðislán fyrir alla landsmenn. Sigurður Eyþórsson á timinn.is Halelúja um ágæti markaðarins Vart er hægt að opna íslenskt dagblað án þess að sjá greinar sem hefjast á rít- úelu halelúja um ágæti hins frjálsa markaðar. Halelúja þetta minnir ekki ei- lítið mansöngva rímnanna, má tala um „markaðsmansöngva“? Að mansöng loknum kemur einatt misdýrt kveðin rulla um efnahagsafrek Bandaríkjanna. Þar drjúpi smjör af hverju strái en at- vinnulaus lýðurinn í E.S. hafi hvorki til hnífs né skeiðar. Í sæluríki markaðsfrels- isins vestanhafs séu sköpuð miklu fleiri störf en í hinu sósíalíska Evrópusam- bandi. En svona einfalt er málið ekki. Í fyrsta lagi eru miklu fleiri Bandaríkja- menn en E.S.-búar á bak við lás og slá. Stór hluti þessa fólks væri atvinnulaus gengi það laust. Í öðru lagi er ekki ódrjúgur hluti þeirra starfa sem sköpuð eru í Ameríku svonefnd McStörf. Þeir sem vinna slík störf fá laun skömmtuð úr hnefa. Barbara Ehrenreich segir í bók sinni Nickled and Dimed að þetta fólk sé nánast þrælar almáttugra atvinnurek- enda. Stefán Snævarr á kistan.is AF NETINU Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýni- leg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Þrískipting valdsins er Flokknum ekki þóknanleg Umræðan um hæstarétt hefur að undanförnu snúist um einn mann, Jón Steinar Gunnlaugs- son, sem nú hefur verið skipaður hæstaréttardómari af félögum sínum úr Flokknum. Jón Steinar er skemmtilegur maður og skal hér óskað velfarnaðar í starfi sínu. Umræðan um hæstarétt gæti framvegis snúist um annan mann, hinn eina sem enn gegnir starfi hæstaréttardómara án þess að hafa verið skipaður af Flokknum. Þegar því hefur verið kippt í liðinn liggur beinast við að hefja gagngera endurskoðun á stjórn- arskránni, fyrst og fremst þó með afnámi 26. greinarinnar sem færir forseta íslenska lýð- veldisins vald til að synja lögum staðfestingar. Slík fyrirstaða er með öllu óþolandi eins og hæst- virtur forseti alþingis benti svo smekklega á í setningarræðu sl. f ö s t u d a g . F r a n s k i s t j ó r n - s p e k - ing- urinn Montesque var að líkind- um ekki með réttu ráði er hann hélt því fram fyrir löngu að til tryggingar lýðræðinu þyrfti valdið óhjákvæmilega að finna fyrir aðhaldi frá öðru valdi. Og þar sem stjórnarskráin verður á annað borð tekin til löngu tíma- bærrar endurskoðunar færi best á því að færa 2. grein hennar sömuleiðis nær raunveruleikan- um. Þar er að finna gamaldags fyrirmæli á borð við það sem Montesque boðaði, sumsé að löggjafarvald, framkvæmda- vald og dómsvald beri að að- greina. Þrískipting valdsins er alger tímaskekkja á Íslandi, reyndar álíka sýnileg og nýju fötin keisarans í ævintýri H.C. Andersen. Fram- kvæmdavaldið, þ.e. ráðherrar stjórnarráðsins, eru auðvitað beintengdur og óaðskiljanlegur hluti löggjafarvaldsins, alþingis. Öllu stýrt af sama Flokknum, sama Flokki og tilnefnt hefur, með einni undantekningu, alla dómara þriðja valdsins, dóms- valdsins, sem við nefnum hæsta- rétt Íslands. Þessar lagfæringar á stjórnarskránni verða vafalítið til þess fallnar, að mati Flokks- ins, að færa okkur nær heilbrigð- ara og nútímalegra lýðræðissam- félagi, þar sem gulltryggt er að Réttu mennirnir hafi vit fyrir villuráfandi sauðum annars flokks Íslendinga. ■ JAKOB FRÍMANN MAGNÚSSON TÓNLISTARMAÐUR UMRÆÐAN SKIPTING VALDSINS ,, d04080104_jakobfri_0-2.jpg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.