Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 21
Þann 9. október verður haldið fyrsta íbúaþingið í Hafnarfirði undir yfirskriftinni „Undir Gafli“. Yfirskriftin er tilvísun til sögunnar en algengt var á kreppuárunum að atvinnulausir verkamenn söfnuðust saman skammt frá hafnarsvæðinu til að ræða málefni líðandi stundar og í þeim tilgangi var gjarnan brugðið sér í skjól undir næsta húsgafli. Oft var margt um manninn undir húsgöflunum og fór það ekki fram hjá utanbæj- armönnum sem hófu að kalla bæjarbúa Gaflara. Yfirskrift íbúaþingsins á því vel við því að markmið þingsins er að fá fram hugmyndir íbúa Hafnarfjarðar um málefni sveit- arfélagsins, afla upplýsinga um hvað brennur helst á íbúum og nýta þær til að móta framtíðar- sýn fyrir Hafnarfjörð. Íbúaþing felur í sér aukið samráð, af hálfu sveitarstjórnar, við íbúa og er til þess fallið að styrkja stjórnsýslu bæjarins. Leitað er eftir sjónar- miðum íbúa áður en ákvarðanir eru teknar og þekkingarbrunnur þeirra nýttur. Ef einhver er í vafa um tilgang íbúaþings þá er með einfaldri setningu hægt að lýsa honum: „Ef þú vilt vita hvernig skórinn passar, spurðu þá þann sem gengur í honum en ekki þann sem framleiddi hann“. Undirbúningur þingsins hef- ur staðið í nokkra mánuði en leitað var til ráðgjafafyrirtækis- ins Alta varðandi framkvæmd þingsins. Alta hefur verið leið- andi á sviði samráðs á Íslandi og hefur m.a. stýrt á annan tug íbúaþinga og samráðsfunda, nú síðast velheppnuðu íbúaþingi á Akureyri. Þingið verður haldið í Safnað- arheimili Hafnarfjarðarkirkju og Tónlistarskóla Hafnarfjarðar og hefst kl. 10 en þingslit verða kl. 18. Þingið fer þannig fram að fyrir hádegi verða að störfum tveir hópar sem vinna út frá til- teknum málaflokkum. Eftir há- degi verða fleiri hópar að störf- um og þá fara einnig fram kynn- ingar og niðurstöður hópastarfs- ins. Fyrirkomulagið byggist á því að fólk skrifar hugmyndir sínar á gula miða og síðan er rætt út frá þeim hugmyndum. Samantekt og greining á niður- stöðum verða síðan kynntar á al- mennum fundi á miðvikudags- kvöldinu eftir þingið. Rétt er að taka það fram að fólk getur komið og farið eins og því hent- ar og fólk þarf ekki að tjá sig frekar en það vill. Það er mjög mikilvægt að íbúar í Hafnarfirði taki virkan þátt í þessu fyrsta íbúaþingi í Hafnarfirði og því skora ég á bæjarbúa að mæta á þingið og hafa gaman af! Höfundur er lýðræðis- og jafn- réttisfulltrúi Hafnarfjarðar. 8. október 2004 FÖSTUDAGUR22 Fyrsta íbúaþingið í Hafnarfirði Blöskra skrif Guðmundar Andra Margrét Gestsdóttir skrifar: Mér blöskraði þegar ég las skrif Guð- mundar Andra Thorssonar í Fréttablað- inu á mánudag. Sem útivinnandi móðir tveggja grunnskólabarna er ég orðin jafn langþreytt á verkfalli kennara og hver annar. En samskipti mín við stéttina und- anfarin tíu ár gera það að verkum að ég styð kröfur þeirra heilshugar og get ekki annað en brugðist við þegar ég sé gert lítið úr baráttu þeirra á þann hátt sem þarna mátti lesa. „Á kjaradeilunni fá blessuð börnin helst þá skýringu að því fylgi svo ómennskt álag að vera samvist- um við þau að rausnarlega þurfi að borga slíkt starf ...“ Þetta er ómakleg útlegging enda snýr óánægja kennara síst að samverustund- um með nemendum eins og aftur og aftur hefur komið fram. Okkur foreldrum væri fremur sæmandi að fylkja okkur að baki þeirri stétt sem leggur talsvert meira af mörkum til uppeldis margra barna en ýmsir sem það hlutverk stendur nær. Kominn er tími til að sýna kennarastarf- inu virðingu í verki með því að meta það til launa í einhverju samræmi við mikil- vægi þess. Nú er tækifæri til að skapa varanlega sátt um starfið. Er skilgreiningin á vinnutíma úrelt? Í kjarabaráttu kennara hefur hvað eftir annað komið fram að ófrávíkj- anlegar kröfur þeirra séu breyting á verkstjórnarþættinum, lækkun kennsluskyldu og að svokallaður launapottur verði færður inn í grunnlaun. Ágreiningur um þessi mál hefur verið talsverður milli samningsaðila, en að vísu virðast þeir hafa náð saman um launapott- inn. Lækkun kennsluskyldu og verkstjórnarþátturinn veldur enn miklum ágreiningi. Lækkun kennsluskyldu hækkar ekki laun kennara en getur orðið til þess að bæta skólastarfið, nemend- um til hagsbóta. Með lægri kennsluskyldu hafa kennarar meiri tíma til allra þeirra starfa sem fylgja kennslunni og gæti stuðlað að því að þeir kæmu enn betur und- irbúnir undir kennslu, huguðu enn meir að þörfum sérhvers nemanda, gæfu sér enn meiri tíma til for- eldrasamstarfs svo eitthvað sé nefnt. Nemendur fengju sem sagt enn betri þjónustu en þeir fá nú. Lægri kennsluskylda gæti einnig bætt skólastarf að því leyti að það væri fullt starf að kenna einum bekk. Kennarar þyrftu ekki lengur að fylla upp í stöðu sína með því að kenna eina til tvær kennslustundir annars staðar í skólanum. Það kem- ur svolítið á óvart að lækkun kennsluskyldu skuli vera ein af ófrávíkjanlegum kröfum kennara, þar sem þetta er kostnaðarsöm að- gerð fyrir sveitarfélögin en þyngir ekki pyngju kennara. Vissulega eiga kennarar að benda á að bæta mætti skólastarf með lækkun kennsluskyldu en eðlilegra væri að sveitarfélög sem vilja efla skóla sína lækkuðu kennsluskylduna á sama hátt og þau hafa farið út í stórfelldar byggingaframkvæmdir til að einsetja skóla sína og bæta þar með skólastarf og aðbúnað nemenda. Kennarar hafa ævinlega í kjarabaráttu sinni sett fram kröf- ur sem stuðluðu að bættu skóla- starfi og betri aðbúnaði nemenda s.s. eins og einsetningu skóla, ef ég man rétt. Þetta hefur engu skilað í launaumslag kennara en engum dyljast góð áhrif þess á skólastarf. Um langa hríð hefur vinnutími kennara verið sérstaklega skil- greindur í kjarasamningum kenn- ara. Upphaflega var það líklega gert til að átta sig á því að kennsla í 8-9 mánuði á ári gæti verið fullt starf allt árið. Ýmsir þættir starfs- ins voru skilgreindir sérstaklega, s.s. undirbúningur undir kennslu, kennarafundir, samstarf við sér- fræðinga, foreldrasamstarf, nám- skeið og fleira. Skólastjóri gat bundið ákveðna þætti inn á vinnu- skýrslu, nokkrar klukkustundir á viku. Auk þess voru skólar tví- og jafnvel þrísetnir og aðstaða fyrir kennara til vinnu við undirbúning undir kennslu ekki fyrir hendi í skólunum. Þeir þurftu því að fara heim og undirbúa sig þar. Það var fyllilega eðlilegt að menn reyndu að glöggva sig á því hvernig kenn- arastarfið skiptist niður í ýmsa þætti. Í síðustu kjarasamningum var enn haldið áfram með skil- greiningu vinnutímans, m.a. kom inn nýtt hugtak – verkstjórnarþátt- ur skólastjóra í 9,14 klukkustundir á viku. Það er sá tími sem skóla- stjóri getur bundið á vinnuskýrslu kennara í fundi af ýmsu tagi, um- sjónarstörf og fleira. Þetta hefur verið útfært með ýmsum hætti í skólum landsins en ég hygg þó að víðast hvar hafi hvorki kennarar né skólastjórnendur verið í mín- útutalningu þeirri sem kjarasamn- ingurinn mælir fyrir um, heldur látið skólastarfið ganga áfram með eðlilegum þætti þar sem þau verk hafa verið unnin sem þarf að vinna hverju sinni. Vinnutímaskilgreiningin er arf- ur frá gamalli tíð og er illskiljanleg bæði kennurum og almenningi, auk þess hamlar hún eðlilegri þróun í skólastarfi á 21. öld. Í nútímaskóla- starfi, þar sem vinnuaðstaða kenn- ara er góð og kennarar mættir til vinnu í skólunum frá miðjum ágúst og eru þar fram í miðjan júní er óþarfi að skilgreina vinnutíma kennara sérstaklega. Samninganefndir kennara og sveitarfélaga hafa verið fastar í keldu úreltrar vinnutímaskilgrein- ingar. Brýnt er að þær rífi sig upp úr smásmugulegri mínútuumræðu fortíðarinnar og snúi sér að því að ræða það sem mestu máli skiptir fyrir kennara nú, þ.e. hvað kemur í launaumslagið. Ég hygg að nú sé tímabært að varpa burt sérstakri vinnutímaskilgreiningu kennara og þess í stað verði kennurum treyst til þess að sinna þeirri vinnu sem þeir hafa ráðið sig til af sam- viskusemi og alúð. Þá verði skóla- stjórum einnig treyst til þess að skipuleggja störf í skólum sínum þannig að sanngjarnt geti talist. Ég er þess fullviss að kennarar munu áfram sinna ýmsu þróunarstarfi sem nú er í gangi í skólunum þó að vinnutími þeirra sé ekki nákvæm- lega skilgreindur. Ég hef reyndar þá trú að takist okkur að losna úr klóm þessa fyrirbæris þá muni það létta andrúmsloftið í skólunum og gera starfið þar enn frjórra. Höfundur er skólastjóri Sala- skóla í Kópavogi. Á þingi Neytendasamtakanna, sem haldið var dagana 24. og 25. september sl., lagði ég fram eftir- farandi tilögu að áskorun á ríkis- stjórnina og var hún einróma samþykkt: „Gerð verði vönduð áætlun um fækkun alvarlega slas- aðra og dáinna í umferðarslysum á Íslandi. Þessi áætlun innihaldi fjárhags- og framkvæmdaáætlun og verði sambærileg við þær bestu á þessu sviði á Norðurlönd- unum og í V-Evrópu. Unnið verði eftir áætluninni á árunum 2001-2003. Hið sama verði einnig látið gilda um fækk- un alvarlega slasaðra í umferðar- slysum á Íslandi“. Tillögunni fylgdi eftirfarandi greinargerð: „Á vegum dóms- málaráðuneytisins var í gildi áætlun um 20% fækkun alvarlega slasaðra og dáinna í umferðinni fyrir aldamót. Það takmark náðist ekki að fullu vegna þess að sú áætlun innihélt enga fjárhags ñ og framkvæmdaáætlun. Með nágrannalöndin og Reykjavíkurborg sem fyrirmynd ætti ríkisvaldið að gera svona áætlun og vinna eftir henni, enda yrði það mjög þjóðhagslega arð- bært, fyrir utan að hún myndi fækka verulega þeim mannlegu harmleikjum sem umferðarslysin valda“. Nú kynni einhver að spyrja: „Hefur borgin staðið sig eitthvað betur í þessu efni?“ Svarið er já og það er auðvelt að sýna fram á það, sbr. eftirfarandi útreikning, þar sem gengið er út frá því að þjóðhagslegur kostnaður vegna eins dáins sé 60 milljónir króna, vegna eins alvarlega slasaðs sé 30 milljónir króna og vegna eins minni háttar slasaðs sé 6 milljónir króna. Heildarmeðalkostnaður á ári (K) fyrir þjóðarbúið vegna um- ferðarslysa í Reykjavík annars vegar og utan höfuðborgarinnar hins vegar á fjögurra ára tímabili, þ.e. 1996-1999 og 2000-2003, er eftirfarandi: Fyrir fyrri fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykja- vík)= 6350 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) = 9560 millj- ónir króna. Fyrir seinni fjögur árin að meðaltali á ári: K (Reykja- vík ) = 4150 milljónir króna og K (utan Reykjavíkur) =9510 milljón- ir króna. Minnkun umferðarslysa- kostnaðar á ofangreindu tímabili er í Reykjavík (6350 mínus 4150) = 2200 milljónir króna, en einung- is (9560 mínus 9510 ) = 50 milljón- ir króna utan Reykjavíkur. Ástæð- an fyrir þessum gífurlega mun er alveg ljós, unnið hefur verið skipulega að þessum málum í Reykjavík, í upp undir áratug og sett árlega fjárveiting í þau, upp á hér um bil 200 milljónir króna á meðan ríkið hefur ekki unnið skipulega að þeim og veitt í þau litlu fé. Höfundur er deildarverkfræð- ingur á Umferðardeild borgar- verkfræðings. Þörf á áætlun um fækkun slysa UMRÆÐAN GUNNAR H. GUNNARSSON VERK- FRÆÐINGUR SKRIFAR UM SLYSAVARNIR Í UMFERÐINNI Með nágranna- löndin og Reykjavík- urborg sem fyrirmynd ætti ríkisvaldið að gera svona áætlun og vinna eftir henni, enda yrði það mjög þjóðhags- lega arðbært, fyrir utan að hún myndi fækka verulega þeim mannlegu harmleikjum sem umferðarslysin valda ,, ANNA JÖRGENSDÓTTIR UMRÆÐAN ÍBÚAÞING Í HAFNARFIRÐI Samninganefndir kennara og sveitar- félaga hafa verið fastar í keldu úreltrar vinnutíma- skilgreiningar. Brýnt er að þær rífi sig upp úr smá- smugulegri mínútuumræðu fortíðarinnar og snúi sér að því að ræða það sem mestu máli skiptir fyrir kennara. HAFSTEINN KARLSSON SKÓLASTJÓRI UMRÆÐAN KJARABARÁTTA KENNARA ,, BRÉF TIL BLAÐSINS ÆVINTÝRI GRIMS F07071004 annajörg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.