Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 47
HANDBOLTI Stjórn Handknattleiks- sambands Íslands réð í gær Viggó Sigurðsson, fyrrum þjálfara Hauka, sem landsliðsþjálfara fram yfir HM í Þýskalandi 2007. Viggó tekur við af Guðmundi Guð- mundssyni sem lét af störfum á dögunum í kjölfar lélegs gengis liðsins á Ólympíuleikunum í Aþ- enu og á Evrópumótinu í Slóveníu fyrr á þessu ári. Guðmundur Ingvarsson, for- maður HSÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri mjög ánægður með ráðningu Viggós sem hann teldi hafa sýnt og sannað með árangri sínum und- anfarin ár að hann væri þjálfari í fremstu röð. Aðspurður um það hvort það hefði verið erfitt að ráða mann eins og Viggó sem hef- ur gagnrýnt handknattleiksfor- ystuna hart sagði Guðmundur svo ekki vera. „Við erum ekki yfir gagnrýni hafnir og Viggó er mað- ur sem segir sínar skoðanir um- búðalaust. Það er yfirleitt kostur,“ sagði Guðmundur. Hann sagði að HSÍ hefði rætt við tvo menn, Viggó og Geir Sveinsson. Að því loknu var ákveðið að ganga til samninga við Viggó. Við Geir yrðum dúndurtvenna Guðmundur staðfesti það á fundinum að leitað hefði verið eft- ir því við Geir Sveinsson að hann yrði aðstoðarmaður Viggós með landsliðið. Hann sagði jafnframt að Geir hefði ekki gefið svar en sagðist vongóður um að það yrði jákvætt. Viggó sagðist leggja mikla áherslu á að fá Geir með sér í þetta verkefni enda hefði hann unnið með honum hjá þýska lið- inu Wuppertal. „Ég er viss um að við yrðum dúndurtvenna,“ sagði Viggó við blaðamann Frétta- blaðsins. Aðspurður sagði Viggó að brýnasta verkefni hans væri að breyta hugarfarinu hjá leikmönnum landsliðs- ins sem hefði ekki verið gott upp á síðkastið. „Þða verður bara að segjast eins og er að landsliðið hefur spilað h u n d l e i ð i n l e g a n handbolta að und- anförnu og því þarf að breyta. Leikmenn hafa ekki haft gaman að því sem þeir eru að gera og því ekki gert það sem þeir geta. Ef það breytist þá munum við sjá allt annað íslenskt landslið á næstu mánuðum.“ Byrjar á World Cup í Svíþjóð Fyrsta verkefni Viggós með landsliðið verður World Cup í Sví- þjóð í nóvember þar sem átta sterkustu þjóðir heims taka þátt. Hann sagðist aðspurður myndi setjast niður fljótlega og koma saman hóp fyrir það mót en hann vildi ekki gefa upp hvort íslenskir handknattleiksáhugamenn ættu eftir að sjá miklar breytingar á landsliðshópnum. „Það kemur í ljós þegar ég vel hópinn,“ sagði Viggó og glotti. Viggó sagði að árangur lands- liðsins á undanförnum tveimur mótum hefði ekki verið nógu góð- ur og það hafði gert það að verk- um að fyrrverandi landsliðsþjálf- ari hefði verið gagnrýndur fyrir sín störf. „Sem betur hafa Íslend- ingar mikinn áhuga á hand- boltalandsliðinu og það hafa allir skoðanir. Ég býst fastlega við því að verða gagnrýndur ef árangur næst ekki en ég tel íslenska lands- liðið eiga að vera á meðal sex bestu landsliða heims. Það er markmið okkar á HM í Túnis í janúar en ef það næst ekki veit ég að ég á ekki sjö dagana sæla.“ Það hefur mikið verið rætt um framtíð Ólafs Stefánssonar með landsliðinu en hann gaf það út eft- ir Ólympíuleikana að hann ætlaði sér að taka sér frí frá landsliðinu í óákveðinn tíma. Hann gaf þó í skyn í viðtali fyrir skömmu að hann væri að endurskoða þá ákvörðun sína og Viggó býst fast- lega við því að hann verði með í Túnis. „Ég geri ekki ráð fyrir öðru og vonast ennfremur eftir því að hann verði með í World Cup. Hann var langt niðri eftir Ólympíuleikana en hann er búinn að ná sér og á ekki að vera þreytt- ari en hver annar leikmaður í Þýskalandi eða á Spáni sem er í toppliði þar. Við þurfum á Ólafi að halda enda er hann einn af bestu handboltamönnum heims.“ Dagur er minn maður Aðspurður um framtíð Dags Sigurðssonar landsliðsfyrirliða hjá liðinu sagði Viggó: „Hann er minn maður. Ég ætla að koma honum á réttan kjöl aftur enda er hann topp- leikmaður og topp- karakter. Hann hefur spilað bandvitlausa stöðu með landsliðinu sem skytta og mitt fyrsta verk verður að gera hann aftur að leikstjórnanda. Ég þjálfaði Dag hjá Wuppertal og veit hvað hann getur,“ sagði Viggó. oskar@frettabladid.is VIGGÓ SIGURÐSSON ER NÝR LANDSLIÐSÞJÁLFARI Viggó Sigurðsson skrifaði í gær undir tveggja og hálfs árs samning sem landsliðsþjálfari í handbolta. Fréttablaðið/Pjetur 32 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Á að vera meðal sex bestu Viggó Sigurðsson, nýráðinn landsliðsþjálfari í handknattleik, stefnir hátt og segist ætla að byrja á því að breyta hugarfari leikmanna sem hafi verið slæmt að undanförnu. Viggó Sigurðsson erfjórði landsliðsþjálf- arinn í röð sem er fyrrverandi lærisveinn Pólverjans Bogdan Kowalczyk. Bogdan þjál- faði íslenska landsliðið frá 1983 til 1990 en enginn annar land- sliðsþjálfari hefur náð að stjórna liðinu í yfir 200 leikjum. Þorbergur Aðalsteinsson tók við af Bogdan, Þorbjörn Jensson þjálfaði síðan liðið frá 1995 til 2001 og Guðmundur Guðmundsson var síðan fyrirrennari Viggós. Þeir Þorbergur, Guðmundur og Viggó voru einnig undir stjórn Bogdans hjá Víkingi. Viggó lék á sínum ferlimeð Víkingi hér heima, Barcelona á Spáni 1978-80 og Bayer Lever- kusen í Þýskalandi á árunum 1980-82. Eftir það snéri Viggó aftur til Víkinga og kláraði þar ferilinn vorið 1985. Viggó varð fjórum sinnum Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari með Víkingsliðinu. Hann varð einnig spænskur meistari með Barcelona árið 1980. Viggó Sigurðssonhóf sinn þjálf- araferil sem þjálfari íslenska 21 árs land- sliðsins á árunum 1985 til 1986 en undir hans stjórn náði íslenska liðið sjötta sæti á HM á Ítalíu. Viggó þjálfaði síðan lið FH, Hauka og Stjörnunnar áður en hann fór til Þýskalands þar sem hann þjálfaði lið Wuppertal í fjögur ár. Viggó tók síðan við liði Hauka þegar hann kom heim haustið 2000 og þjálfaði liðið þar til í vor þegar hann lét af störfum fyrir úrvals- deildina. Undir stjórn Viggósurðu Haukar tvisv- ar sinnum Íslands- meistarar (2001 og 2003), tvisvar sinnum bikarmeistarar (2001 og 2002) og hann stjórnaði liðinu auk þess í tæplega 50 Evrópuleikjum. Einn þeirra var jafnteflisleikur liðsins í Barselóna sem var einn allra besti árangur íslen- sks félagsliðs enda Börsungar nánast óstöðvandi heima fyrir. Fyrsta verkefni Viggós verður aðfara með liðið á World Cup sem fer fram í Svíþjóð 15. til 21. nóvem- ber. Ísland mætir þar liðum Þýskalands, Frakklands og Ungverjalands en í hinum riðlinum eru lið Króata, Dana, Svía og Slóvena. Allir leikir íslenska liðsins verða sýndir beint hjá Sjónvarpsstöðinni Sýn sem eru gleðifréttir fyrir hand- boltaáhugafólk. VIGGÓ TEKINN VIÐ matur og vín 10. tbl. 2004, verð 899 kr. m. vsk. 5 690691 160005 vínbix - veitingahúsarýni - innlit í eldhús - krakkarnir í klúbbnum klúbbablað yfir uppskriftir að girnilegum klúbbaréttum 100 bökurnar, kökurnar og brauðréttirnir fljótlegu réttirnir flugfreyjuklúbbur sóttur heim Samningur enska úrvalsdeildarliðsins Arsenal við Emirates-flugfélagið: Verri en samningur Manchester United við Vodafone FÓTBOLTI Samningur sá er Arsenal gerði við Emirates-flugfélagið og gerir liðinu kleift að opna nýjan heimavöll sinn að tveimur árum liðnum er þegar smáa letrið er skoðað ekki jafn merkilegur og virðist við fyrstu sýn. Komið hefur í ljós að Emirates greiðir félaginu tæplega helmingi minna fyrir auglýsingar en Voda- fone greiðir helstu andstæðingum þess, Manchester United. Samkvæmt samningnum styrkir flugfélagið Arsenal á tvo vegu; greiðir helming alls kostn- aðar vegna nýja heimavallarins sem mun heita um ókomin ár Em- irates-völlurinn. Ljóst má vera að fyrir lítið fé- lag á borð við Arsenal er samning- urinn grundvöllur þess að nýi völlurinn verði tilbúinn 2006 en ekki mikið seinna. Á hinn bóginn snýr samningur- inn einnig að auglýsingum flugfé- lagsins á búningum Arsenal til átta ára frá árinu 2006 og hafa reiknimeistarar fundið út að með- an Manchester United fær 1,3 milljarða króna fyrir auglýsingar Vodafone á sínum búningum fær Arsenal aðeins 630 milljónir króna. albert@frettabladid.is STOLTUR WENGER Stjórn Arsenal hefur að líkindum farið aðeins of geyst í samninga- gerð við Emirates en talið er að hluti ástæðunnar sé að Arsene Wenger hafði lítinn hug á að vera áfram hjá liðinu nema liðið fengi völl á stærð við þann á Old Trafford.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.