Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 7

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 7
8 8. október 2004 FÖSTUDAGUR Írakar græddu hundruð milljarða á ólöglegri olíusölu: Tugir þáðu mútur BANDARÍKIN, AP Nokkur ríki og fjöl- di embættismanna högnuðust á því að láta Íraka komast upp með að selja meiri olíu en þeim var heimilt samkvæmt viðskiptabanni Sameinuðu þjóðanna. Féð sem Írakar fengu með þessu hætti not- uðu þeir meðal annars til að kaupa búnað til vopnaþróunar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu bandarísku vopnaeftir- litssveitanna í Írak. Charles Dulfer, yfirmaður vopnaeftirlitssveitanna, ályktar að ríkisstjórn Saddams Hussein hafi grætt andvirði um 800 milljarða króna með ólöglegri olíusölu á árunum 1990 til 2003. Hluta segir hann hafa farið í að borga embættismönnum mútur fyrir að láta þetta viðgangast. Meðal þeirra sem nefndir eru til sögunnar er Benon Sevan, fyrr- um yfirmaður áætlunar Samein- uðu þjóðanna sem sett var á fót til að heimila Írökum olíusölu gegn því að tekjur af henni færu í að kaupa lyf og matvæli. Tugir til viðbótar eru sakaðir um að þiggja mútur, flestir kínverskir, rússneskir og franskir embætt- ismenn. Talsmenn Sameinuðu þjóðanna neituðu að tjá sig um þetta og vís- uðu til þess að rannsókn fari fram innan samtakanna. ■ Skálmöldin í Írak breiðist út Á einum mánuði hafa vígamenn gert um 2.400 árásir í nær öllum landshlutum Íraks. Vart verður séð að orð Davíðs Oddssonar utanríkisráðherra um að átökin séu bundin við fimm sveitarfélög fái staðist. ÍRAK Ekkert lát virðist vera á of- beldinu í Írak. Sá dagur líður ekki að ekki látist einhverjir, hvort sem er í aðgerðum fjölþjóðahers- ins í Írak og íraskra öryggissveita eða af völdum árása vígamanna á óbreytta borgara, íraskar örygg- issveitir og erlenda hermenn. Tugir árása eru gerðar dag hvern víðs vegar í landinu. Davíð Oddsson utanríkisráð- herra sagði í umræðum um stefnuræðu forsætisráðherra á mánudag að friði hefði verið kom- ið á í 795 af 800 sveitarfélögum í Írak. Átök væru aðeins bundin við fimm sveitarfélög. Þegar litið er á kort sem sýnir hvaða árásir víga- menn gerðu í Írak á 30 daga tíma- bili, frá 30. ágúst til 28. septem- ber, sést að árásir hafa verið gerð- ar í nær öllum landshlutum, og voru þær 2.368 talsins. Vissulega má draga nokkrar borgir út úr fyrir sakir þess hver- su tíðar árásir eru þar á tímabil- inu sem úttektin tekur til. Tvær af hverjum fimm árásum voru gerð- ar í eða við höfuðborgina Bagdad. Mikið var um árásir í Mosul, Kirkuk og Tikrit. Ekki var minna um árásir í grennd Falluja sem er á valdi vígamanna. Þá má ekki gleyma tíðum árásum í og við Basra, fyrst og fremst á olíuleiðsl- ur. Rólegt hefur verið í Najaf í rúmlega mánuð en þar hefur tvis- var komið til stórfelldra átaka sem hafa staðið vikum saman og valdið miklu mannfalli. Því fer hins vegar fjarri að hægt sé að segja að aðrir landshlut- ar séu friðsamlegir. Árásir eru tíð- ar á þjóðvegum þar sem ráðist er á birgðalestir og herbílalestir. Árásir eru einnig gerðar í minni sveitarfé- lögum. Í gær lést einn bandarískur hermaður þegar ráðist var á hann í bænum Beji. Komið var í veg fyrir sprengjuárás í Tal Afar þar sem oft hefur komið til átaka síðasta mán- uðinn. Síðustu daga hafa banda- rískir og íraskir hermenn gengið hart fram gegn vígamönnum í Haswah og Iskandariyah sem hafa staðið fyrir árásum. brynjolfur@frettabladid.is Fangelsisdómur: Sviðsetti umferðarslys DÓMSMÁL Hæstiréttur staðfesti fimm mánaða fangelsisdóm Hér- aðsdóms Austurlands, yfir manni, fyrir að hafa sett á svið umferðar- slys í því skyni að svíkja út trygg- ingabætur. Umferðarslysið setti maðurinn á svið í Vattarnesskriðum á milli Fá- skrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar þar sem hann lét bifreið renna nið- ur bratta fjallshlíð. Ekki var talið að það ylli vanhæfi að annar hinna sérfróðu meðdómenda í héraðs- dómi hafi fyrir rúmum áratug, þeg- ar hann var skólastjóri í framhalds- skóla, rekið manninn úr skólanum sökum áfengisneyslu. ■ ■ ASÍA SVONA ERUM VIÐ FJÖLDI EINKASKÓLA OG NEMENDA Í ÞEIM: Ár Skólar Nemendur* 1998 5 655 1999 6 659 2000 6 677 2001 6 625 2002 6 562 2003 8 563 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS * FIMM ÁRA BÖRN ERU MEÐ Í TÖLUNUM Annþór fyrir dómi í gær – hefur þú séð DV í dag? Barði mann á sjúkrabeði með stálröri Jógakennari trylltist hjá sýslumanni 30 DAGAR - 2.368 ÁRÁSIR BIRT MEÐ LEYFI POLITIKEN Til hliðsjónar Kortið sýnir ekki árásir síðustu daga, til dæmis ekki árásirnar sem kostuðu 35 börn lífið í síðustu viku og nær tuttugu manns líf- ið á miðvikudag. Þjóðvegur Stór hluti árásanna á sér stað við þjóðveg- ina þar sem birgðalestir og ökutæki hersins eru viðkvæm fyrir heimatilbúnum sprengj- um sem er komið fyrir í vegkantinum. Upplýsingar sem öryggismálafyrirtæki safnaði saman um árásir þrjátíu daga fram til 28. sept- ember sýna að gerð var minnst ein árás í hverju einasta íraska héraði á tímabilinu. Þetta tímabil hefur hvorki verið það ófriðlegasta né friðsam- legasta síðasta árið. Öryggisfyrirtækið hefur aðgang að upplýsingum heryfirvalda og hefur auk þess notast við eigið net íraskra heimildarmanna. Falluja Árásir eru skráðar í nágrenni Falluja en ekki í borginni sjálfri. Hún er undir stjórn uppreisnarmanna og litið er á hana sem bannsvæði fyrir bandaríska og íraska hermenn. Najaf Ofbeldi braust síðast út í ágúst. Þá greip helsti trúarleiðtogi Íraka, Ali al-Sistani, inn í og tryggði vopnahlé. Bagdad Meira en 42 pró- sent allra árása áttu sér stað í eða við Bagdad. Hver punktur táknar eina árás uppreisnarmanna á því þrjátíu daga tímabili sem úttektin tekur til. Svæði þar sem súnní- múslimar búa Tegund árása Heimagerðar sprengjur ásamt sprengjuvörpu-, eldflauga- og handvopnaárásum eru notuð í stærsta hluta árásanna 2.368. Bílasprengjur eiga sér fyrst og fremst stað í borgum. Árásir í Bagdad 799 heimatilbúnar sprengjur 664 sprengjuvörpur og eldflaugar 527 handvopn 272 eldflaugar 40 bílasprengjur 39 handsprengjur 27 jarðsprengjur MOSUL IRBIL KIRKUK TIKRIT SAMARRA AL FAW UMM QASR BASRA AR RUTBAH TREBIL Tigris Eufrat DÓMSMÁL Hæstiréttur dæmdi tví- burabræðurna Jökul og Ægi Ísleifs- syni í tveggja ára fangelsi annars vegar og eins árs fangelsi hins veg- ar fyrir innflutning og vörslu fíkni- efna. Hæstiréttur mildaði dóm Héraðsdóms sem dæmdi bræðurna í tveggja og hálfs árs fangelsi og tuttugu mánaða fangelsi. Bræðurnir voru dæmdir fyrir smygl á fíkniefnum með Arnarfelli, skipi Samherja, þar sem Jökull var háseti. Fyrsta tilraun bræðranna til innflutnings fór út um þúfur því leitarhundur lögreglunnar fann rúmt kíló af amfetamíni í skipinu áður en bræðurnir komust til þess að sækja það. Þetta var í ágústbyrj- un árið 2003. Bræðurnir ákváðu að reyna fíkniefnasmygl á nýjan leik og var ætlunin að kaupa eitt kíló af amfetamíni í Hollandi. Í Amster- dam kom hins vegar babb í bátinn vegna þess að öðrum bræðranna og vitorðsmanni þeirra var selt am- fetamín sem síðar reyndist vera koffín. Efninu var ásamt kílói af hassi smyglað til landsins þar sem annar bróðirinn var handtekinn eft- ir að hann vitjaði efnanna. ■ STUÐNINGSMENN KERRY Fyrstu kappræður forsetaframbjóðendanna virðast geta skipt sköpum. Skoðanakannanir: Kerry bætir stöðu sína BANDARÍKIN, AP John Kerry, for- setaefni demókrata, hefur tvegg- ja til fjögurra prósenta forskot á George W. Bush Bandaríkjafor- seta samkvæmt tveimur könnun- um sem birtust í gær. Samkvæmt skoðanakönnun Ipsos fyrir AP-fréttastofuna fengi Kerry helming atkvæða líklegra kjósenda ef kosið yrði nú en Bush fengi 46 prósent. Skekkjumörkin eru þrjú prósent. Minna munar á þeim í skoðanakönnun ABC, sam- kvæmt henni fengi Kerry 49 pró- sent en Bush 47 prósent. Bush getur hins vegar glaðst því ný könnun í Flórída mælir hann með fjögurra prósenta for- skot á Kerry. ■ REIÐAR VÆNDISKONUR Tæplega þrjú þúsund vændiskonur og dólg- ar efndu til mótmæla fyrir fram- an þinghúsið í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu. Fólkið lýsti óánægju sinni með áform stjórnvalda um að skera upp herör gegn vændis- iðnaðinum þar sem mikill upp- gangur hefur átt sér stað. FUNDU OLÍULINDIR Olíufyrirtæki sem unnið hefur að rannsóknum nærri Brúnei hefur uppgötvað áður óþekktar olíulindir nærri fursta- dæminu auðuga. Að sögn tals- manns fyrirtækisins er hægt að dæla hundrað milljón fötum af olíu úr nýuppgötvuðu olíulindunum. SAKAÐUR UM MÚTUÞÆGNI Benon Sevan var yfirmaður áætlunar sem átti að gera Írökum kleift að kaupa lyf með fé af olíusölu. Hann er sakaður um að hafa látið Íraka komast upp með að selja olíu framhjá kerfinu og nota féð til hern- aðaruppbyggingar. Reyndu að smygla amfetamíni, hassi og koffíni: Dómur var mildaður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.