Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FÖSTUDAGUR LEIKIÐ Í HANDBOLTANUM Fjórir leikir verða í Íslandsmótinu í hand- bolta karla í kvöld. Klukkan 19.15 tekur ÍR á móti Víkingi og Grótta KR sækir ÍBV heim. Klukkan 20 leika HK og Afturelding og Selfoss tekur á móti Stjörnunni. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 8. október 2004 – 275. tölublað – 4. árgangur FORSETAEMBÆTTIÐ LAGT NIÐUR Pétur H. Blöndal, alþingismaður Sjálfstæð- isflokksins, hefur lagt fram frumvarp á Al- þingi um að embætti forseta Íslands verði lagt niður. Sjá síðu 2 BOTNVÖRPUVEIÐAR BANNAÐAR Hópur líffræðinga og umhverfisverndar- sinna vill að Sameinuðu þjóðirnar banni veiðar með botnvörpu. Landssamband ís- lenska útvegsmanna vill að stjórnvöld bregðist við. Sjá síðu 2 BREYTT ÚTGERÐARMYNSTUR Stjórnarformaður LÍÚ segist ekki telja að útgerðir hlaupi til og stofni sérstök eignar- haldsfélög um skip með sérsamningum við áhöfn. Sjá síðu 6 RANGT HJÁ DAVÍÐ Barist er í nær öll- um landshlutum Íraks þveröfugt við það sem Davíð Oddsson utanríkisráðherra hef- ur haldið fram. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 BORGARMÁL Borgaryfirvöld hafa ákveðið að hefja viðræður við Knattspyrnusamband Íslands og ríkið um stækkun Laugardalsvall- ar. Stefnt er að því að hefja fram- kvæmdir strax á næsta ári. Þórólfur Árnason segir að gert sé ráð fyrir því að stækka þjóðar- leikvanginn um þrjú þúsund sæti, en hann tekur um sjö þúsund manns í sæti í dag. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina og ýmsar endurbætur á vellinum er um 750 milljónir króna. Ríkið hefur þegar samþykkt að veita 200 milljónum króna í verk- ið og segist Þórólfur fagna því. Hann segir að borgin leggi til aðr- ar 200 milljónir en Knattspyrnu- sambandið fjármagni afganginn með fé frá Knattspyrnusambandi Evrópu og Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu. Samkvæmt þeim hugmyndum sem nú liggja á borðinu verður völlurinn stækkaður út frá gömlu stúkunni vestan megin við völlinn. „Þar með er haldið opnum möguleikum á tveimur stefnum í framtíðaruppbyggingu vallarins,“ segir Þórólfur. „Annars vegar að loka vellinum og nýta hann ein- göngu fyrir knattspyrnu eða þá að hafa stúkuna hringlaga og nýta völlinn áfram bæði fyrir frjálsar íþróttir og knattspyrnu.“ ■ Hugmyndir eru um að Laugardalsvöllurinn verði eingöngu notaður fyrir knattspyrnu: Byrjað að stækka völlinn á næsta ári ● matur ● tilboð Óð í sushi Guðmundur og Þórdís: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS STJÓRNMÁL Gert er ráð fyrir að rekstur NATO-flugvallarins í Kabúl í Afganistan kosti íslensku friðargæsluna 110 milljónum meira á næsta ári en í ár og 130 milljónum meira en sagt var frá í upphafi. Þetta þýðir 65% hækkun frá því að flugvöllurinn var af- hentur íslensku friðargæslunni í byrjun júní. Upphaflega var sagt að kostnaðurinn yrði 200 milljónir en rekstraráætlun fyrir 2004 mið- ast við að reksturinn kosti nokkru meira eða 220 milljónir. Hann hækki síðan í 330 milljónir á næsta ári. Gunnar Snorri Gunn- arsson, ráðuneytisstjóri utanríkis- ráðuneytisins, segir að til greina komi að framlengja rekstur Ís- lendinga á flugvellinum. Þorbjörn Jónsson, sendiráðu- nautur í utanríkisráðuneytinu, seg- ir að samkvæmt fjárlögum 2005 fái íslenska friðargæslan 125 millj- óna hækkun í samræmi við yfirlýs- ingu ríkisstjórnarinnar um hækk- andi útgjöld til hennar frá 2002. Í rekstraráætlun árið 2005 eru auk Kabúl, verkefni á Balkanskaga og Srí Lanka sem kosta samtals 70 milljónir króna. Á yfirstandandi ári kosta þessir tveir liðir 125 milljónir en fyrsta ársfjórðung þessa árs tók friðar- gæslan þátt í stjórn flugvallarins í Pristina í Kosovo og tók þátt í ýmsum verkefnum í Kosovo og Bosníu sem nú hefur verið hætt. Kosningaeftirlit erlendis eykst stórlega á næsta ári en verja á 15 milljónum til þess samkvæmt rekstraráætlun en aðeins tveimur milljónum á árinu sem er að líða. Starf friðargæslunnar reyndist talsvert kostnaðarsamara 2004 en fjárlög ársins gerðu ráð fyrir. Ís- lenska friðargæslan fékk 84,4 milljónir króna hækkun á fjárlög- um 2004 frá árinu áður og heildar- útgjöldin áttu að vera 330 milljón- ir. Þetta dugði ekki til og óskað er eftir 70 milljónum króna aukalega á fjáraukalögum sem nú eru rædd á Alþingi eða 21% meira en í fjár- lögum 2004. a.snaevarr@frettabladid.is Kostnaður Íslands í Kabúl eykst um 65% Kostnaður við rekstur flugvallarins sem Íslendingar reka fyrir NATO í Kabúl eykst um 130 millj- ónir á næsta ári. Kostnaðurinn átti að vera 200 milljónir 2004 en verður 330 milljónir á næsta ári. STOPP Á GRÆNU LJÓSI Mislæg gatnamót Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar hafa verið mikið í umræðunni undanfarið. Sérstaklega eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fresta framkvæmdum við gatnamótin. Á myndinni, sem var tekin í hádeginu í gær, má sjá bíla á leið í austurátt stopp á grænu ljósi meðan aðrir bílar fara yfir á rauðu. nr. 40 2004 ALLTAF Í STUÐI + Bubbi Morthens Gömlu barnaplöturnar Nemendaleikhúsið CERES 4 KENNARI Á DAGINN & PÖNKARI Á KVÖLDIN SJÓ NV AR PS DA GS KR ÁI N 8. ok t. - 1 4. ok t. Tvöfaldur í roðinu Ceres 4: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag ● lomo myndir ● tíska BJARTVIÐRI FYRIR AUSTAN Skýjað vestan til og hætt við súldardropum. Hlýnandi veður og hiti 7-13 stig svalast til landsins norðaustan til. Sjá síðu 6 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 Og Vodafone: Nýr forstjóri ráðinn VIÐSKIPTI Eiríkur S. Jóhannsson, fráfarandi forstjóri Kaldbaks og fyrrverandi forstjóri KEA, hefur verið ráðinn nýr forstjóri Og Vodafone, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Óskar Magnússon hefur verið ráðinn forstjóri Tryggingamið- stöðvarinnar en hann lét af störf- um hjá Og Vodafone í kjölfar þess að nýir kjölfestufjárfestar réðu för hjá félaginu. Viðar Þor- kelsson, framkvæmdastjóri fjár- mála- og rekstrarsviðs, tók við starfi Óskars tímabundið á með- an verið var að ráða nýjan for- stjóra. Skarphéðinn Berg Steinars- son, stjórnarformaður Og Voda- fone, vildi ekki staðfesta að Ei- ríkur hefði verið ráðinn. Skarphéðinn Berg sagði að starfsmönnum félagsins yrði til- kynnt um nýjan forstjóra í dag. ■F RÉ TT AB LA Ð IÐ /P JE TU R
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.