Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 40
25FÖSTUDAGUR 8. október 2004 Óskar Magnússon hefur verið ráð- inn forstjóri Tryggingamiðstöðvar- innar. Hann tekur við starfinu 15. nóvember af Gunnari Felixsyni, sem gegnt hefur starfinu frá 1991. „Það er ánægjulegt að fá þetta tækifæri. Þetta er afar traust og gott fyrirtæki sem hefur verið í góðum höndum og þess vegna er það töluvert mikil áskorun að halda áfram því góða starfi sem þar hefur verið unnið,“ segir Óskar Magnússon. Hann segir þennan vettvang vera af öðrum toga en hann hafi áður fengist við. Óskar lét af störf- um sem forstjóri Og Vodafone nú um mánaðamótin en hann hafði stýrt uppbygginu þess eftir sam- einingu Tals og Íslandssíma. „Öll viðskipti eru frekar lík þegar upp er staðið,“ segir hann. Á það hefur verið bent að þetta sé í þriðja sinn sem Óskar skiptir um starfsvettvang eftir að Jón Ás- geir Jóhannesson og fyrirtæki hon- um tengd hafi komið að eignarhaldi á félögum þar sem Óskar hefur starfað. Óskar segir þetta vera spaugilega tilviljun en samskipti þeirra Jóns Ásgeirs hafi verið með miklum ágætum. „Þessi fyrirtæki eru öll keypt fyrir metfé þannig að ég hlýt að vera ánægður með það,“ segir Óskar. ■ Valdamest í viðskiptum Meg Whitman, forstjóri upp- boðsvefsins eBay, er nú talin valdamesta konan í bandarísku viðskiptalífi samkvæmt tímarit- inu Fortune. Whitman veltir úr sessi forstjóra tölvuframleið- andans HP. Fyrirtækið hefur vaxið hratt á undanförnum árum og skilaði tvöfalt meiri hagnaði á síðasta ársfjórðungi en sérfræðingar á markaði höfðu gert ráð fyrir. Í sjötta sæti á listanum var sjónvarpsstjarnan Oprah Win- frey en hún rekur viðamikið fyrirtæki í kringum sjónvarps- þættina sína vinsælu. Whitman varð forstjóri eBay árið 1998 eftir að hafa meðal annars starfað við markaðssetn- ingu hjá leikfangaframleið- andanum Hasbro og hjá Walt Disney. Whitman er 47 ára gömul og situr einnig í stjórn stórfyrir- tækisins Procter & Gamble. ■ VALDAMESTA KONAN Meg Whitman er að áliti tímaritsins Forbes valdamesta kon- an í bandarísku viðskiptalífi. Hún hefur stýrt uppboðsfyrirtækinu eBay frá árinu 1998 með miklum árangri. ÓSKAR MAGNÚSSON Tekur við sem forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar 15. nóvember. Tekur við sem forstjóri TM SAMSTILLTUR HÓPUR Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, lagði sitt af mörk- um við að koma fyrsta pakkanum í nýjar höfuðstöðvar Samskipa. Starfsmenn Samskipa mynduðu keðju frá Vöruhúsi A við Holta- bakka að nýbyggingu félagsins við Barkarvog og selfluttu þang- að pakka – til að sýna á táknræn- an hátt að flutningar séu nú formlega hafnir á allri starfsemi Samskipa í nýja húsið. Hratt og örugglega gekk pakkinn frá Pálmari Óla Magn- ússyni framkvæmdastjóra við Vöruhús A, um hendur starfs- mannanna í röðinni, þar á meðal stjórnarformannsins Ólafs Ólafssonar, og endaði svo í hönd- um Knúts G. Haukssonar for- stjóra. Þar var pakkinn skannað- ur inn í nýja vörustýringarkerf- ið, sem heldur utan um alla starf- semi Vörumiðstöðvar Samskipa, og því næst fluttur með lyftara á sinn rétta stað í húsinu. Svo mannfrek flutningaleið verður vart notuð í bráð, en með ný- byggingunni eykst hagræðið í flutningum félagsins. ■ Samskip í nýtt hús
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.