Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 08.10.2004, Blaðsíða 10
11FÖSTUDAGUR 8. október 2004                       !"! #!! $%&%  !"! #!     !'! !# (    )*  ) EFTIRLIT Fyrirtækjum á Norður- landi eystra er gert að greiða 5.000 krónur fyrir sýni sem tekin eru til greiningar, t.d. á gerla- innihaldi, en fyrirtæki í Reykja- vík þurfa að reiða fram 12.200 krónur fyrir viðvikið. Heilbrigðisnefndir landshlut- anna annast eftirlit á borð við þetta, nyrðra heitir nefndin Heil- brigðiseftirlit Norðurlands eystra en syðra Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Samtök atvinnulífsins vekja athygli á þessu á fréttavef sínum og skilja lítt í hví þjónustan er svo miklu dýrari í Reykjavík en á Akureyri og raunar annars staðar á landinu. Að sama skapi er lítill skilningur á mismunandi hækkunum á gjaldskrám vegna annars eftirlits nefndanna. Mest hefur það hækkað á Kjósar- og höfuðborgarsvæðinu frá því fyrir þremur árum eða um allt að 50 prósent en minnst á Suðurnesjum, um 8 prósent. Í frétt SA um málið er lögð áhersla á að ekki sé rukkað meira fyrir verk sem þessi en þau raunverulega kosta og von- ast um leið til að hlutaðeigandi nýti ekki upplýsingarnar til að hækka gjaldskrár sínar til sam- ræmis við það sem hæst gerist hér á landi. ■ SAMGÖNGUR Enn kemur fyrir að Ís- lendingar á leið til útlanda mæti á Hótel Loftleiði með sitt hafurtask í leit að Flugrútunni upp í Leifs- stöð en grípi þar í tómt. Þráinn Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða ehf., segir þó að tilvikum sem slíkum hafi fækkað. „Við færðum starf- semina sem var á Loftleiðum yfir á BSÍ í Vatnsmýrinni 1. apríl síð- astliðinn,“ segir hann en engu að síður virðist íhaldsemi landans vera slík að þeir mæta enn á gamla upphafsreitinn á leið til útlanda „Þetta á einkum við um fólk sem ferðast sjaldan,“ bendir Þráinn á. ■ Gjaldskrár heilbrigðisnefnda misjafnar: 144 prósenta munur Seinheppnir ferðamenn: Grípa í tómt á Loftleiðum VIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA Flugrútan í Leifsstöð hefur síðan í aprílbyrjun gengið frá Bifreiðastöð Íslands í Vatnsmýri í Reykjavík, en lagði áður upp frá Hótel Loftleiðum. Launin borin saman: Kennarar líta til VR KJARABARÁTTA Meðallaun kennara ásamt skólastjórum og leiðbein- endum í Reykjavík eru sögð um 250 þúsund á mánuði á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Það sé mun lægra en viðmiðunarhópur þeirra hafi. Í samantekt kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna kemur fram að meðalheildarlaun kennara í desember í fyrra hafi verið um 295 en meðaldagvinnu- laun um 215 þúsund. Laun kennara eru borin saman við kjör einstaklings í VR. Sé hann 35 til 39 ára með BA, BS eða sam- bærilegt háskólapróf og 7 til 15 ára starfsreynslu séu heildarlaun- in að meðaltali 374.944 en um 311 sé reynslan tvö til fjögur ár. ■ Framhaldsskólakennarar: Samningar að losna KJARAMÁL Laun framhaldsskóla- kennara hafa dregist aftur úr launum viðmiðunarhópa. Við því verður brugðist í komandi kjara- samningum, segir Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, á vef Kenn- arasambandsins. Samningur framhaldsskóla- kennara við fjármálaráðuneytið rennur út 30. nóvember. Meðal- dagvinnulaun framhaldsskóla- kennara voru í desember á síðasta ári 231.662 krónur og heildarlaun að meðaltali 377.831 króna sam- kvæmt Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. ■ ■ EYJAÁLFA LÖGREGLUMAÐUR HANDTEKINN Áströlskum lögreglumanni sem rannsakaði kynferðisbrot hefur verið vikið úr starfi eftir að upp komst að hann hafði barnaklám í fórum sínum. Hann er annar lög- reglumaðurinn til að vera hand- tekinn í herferð gegn barnaklámi en alls hafa um 200 verið hand- teknir í herferðinni. FERÐAMENN Á MORÐVETTVANG Breskur karlmaður vill breyta íbúðarhúsi í Sydney í Ástralíu í ferðamannastað. Húsið er vett- vangur hrottafengins morð þar sem ungur maður myrti foreldra sína og systur til að koma hönd- um yfir fjölskylduauðinn. FYLGST MEÐ ALÞINGI Kennarar hafa fyllt þingpallana síðustu daga og þrýsta á þingheim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.