Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 10

Fréttablaðið - 08.10.2004, Side 10
11FÖSTUDAGUR 8. október 2004                       !"! #!! $%&%  !"! #!     !'! !# (    )*  ) EFTIRLIT Fyrirtækjum á Norður- landi eystra er gert að greiða 5.000 krónur fyrir sýni sem tekin eru til greiningar, t.d. á gerla- innihaldi, en fyrirtæki í Reykja- vík þurfa að reiða fram 12.200 krónur fyrir viðvikið. Heilbrigðisnefndir landshlut- anna annast eftirlit á borð við þetta, nyrðra heitir nefndin Heil- brigðiseftirlit Norðurlands eystra en syðra Umhverfis- og heilbrigðisstofa Reykjavíkur. Samtök atvinnulífsins vekja athygli á þessu á fréttavef sínum og skilja lítt í hví þjónustan er svo miklu dýrari í Reykjavík en á Akureyri og raunar annars staðar á landinu. Að sama skapi er lítill skilningur á mismunandi hækkunum á gjaldskrám vegna annars eftirlits nefndanna. Mest hefur það hækkað á Kjósar- og höfuðborgarsvæðinu frá því fyrir þremur árum eða um allt að 50 prósent en minnst á Suðurnesjum, um 8 prósent. Í frétt SA um málið er lögð áhersla á að ekki sé rukkað meira fyrir verk sem þessi en þau raunverulega kosta og von- ast um leið til að hlutaðeigandi nýti ekki upplýsingarnar til að hækka gjaldskrár sínar til sam- ræmis við það sem hæst gerist hér á landi. ■ SAMGÖNGUR Enn kemur fyrir að Ís- lendingar á leið til útlanda mæti á Hótel Loftleiði með sitt hafurtask í leit að Flugrútunni upp í Leifs- stöð en grípi þar í tómt. Þráinn Vigfússon, fram- kvæmdastjóri Kynnisferða ehf., segir þó að tilvikum sem slíkum hafi fækkað. „Við færðum starf- semina sem var á Loftleiðum yfir á BSÍ í Vatnsmýrinni 1. apríl síð- astliðinn,“ segir hann en engu að síður virðist íhaldsemi landans vera slík að þeir mæta enn á gamla upphafsreitinn á leið til útlanda „Þetta á einkum við um fólk sem ferðast sjaldan,“ bendir Þráinn á. ■ Gjaldskrár heilbrigðisnefnda misjafnar: 144 prósenta munur Seinheppnir ferðamenn: Grípa í tómt á Loftleiðum VIÐ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA Flugrútan í Leifsstöð hefur síðan í aprílbyrjun gengið frá Bifreiðastöð Íslands í Vatnsmýri í Reykjavík, en lagði áður upp frá Hótel Loftleiðum. Launin borin saman: Kennarar líta til VR KJARABARÁTTA Meðallaun kennara ásamt skólastjórum og leiðbein- endum í Reykjavík eru sögð um 250 þúsund á mánuði á heimasíðu Kennarasambands Íslands. Það sé mun lægra en viðmiðunarhópur þeirra hafi. Í samantekt kjararannsóknar- nefndar opinberra starfsmanna kemur fram að meðalheildarlaun kennara í desember í fyrra hafi verið um 295 en meðaldagvinnu- laun um 215 þúsund. Laun kennara eru borin saman við kjör einstaklings í VR. Sé hann 35 til 39 ára með BA, BS eða sam- bærilegt háskólapróf og 7 til 15 ára starfsreynslu séu heildarlaun- in að meðaltali 374.944 en um 311 sé reynslan tvö til fjögur ár. ■ Framhaldsskólakennarar: Samningar að losna KJARAMÁL Laun framhaldsskóla- kennara hafa dregist aftur úr launum viðmiðunarhópa. Við því verður brugðist í komandi kjara- samningum, segir Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Félags fram- haldsskólakennara, á vef Kenn- arasambandsins. Samningur framhaldsskóla- kennara við fjármálaráðuneytið rennur út 30. nóvember. Meðal- dagvinnulaun framhaldsskóla- kennara voru í desember á síðasta ári 231.662 krónur og heildarlaun að meðaltali 377.831 króna sam- kvæmt Kjararannsóknarnefnd opinberra starfsmanna. ■ ■ EYJAÁLFA LÖGREGLUMAÐUR HANDTEKINN Áströlskum lögreglumanni sem rannsakaði kynferðisbrot hefur verið vikið úr starfi eftir að upp komst að hann hafði barnaklám í fórum sínum. Hann er annar lög- reglumaðurinn til að vera hand- tekinn í herferð gegn barnaklámi en alls hafa um 200 verið hand- teknir í herferðinni. FERÐAMENN Á MORÐVETTVANG Breskur karlmaður vill breyta íbúðarhúsi í Sydney í Ástralíu í ferðamannastað. Húsið er vett- vangur hrottafengins morð þar sem ungur maður myrti foreldra sína og systur til að koma hönd- um yfir fjölskylduauðinn. FYLGST MEÐ ALÞINGI Kennarar hafa fyllt þingpallana síðustu daga og þrýsta á þingheim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.