Fréttablaðið


Fréttablaðið - 08.10.2004, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 08.10.2004, Qupperneq 63
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 NÝTT HEIMILISFANG NÝTT Föndur og rit Þverholti 7 270 mosfellsbæ s. 5666166 FÖNDUR OG RIT FLYTJA Í DAG Á NÝJAN STAÐ Ýmis tilboð í gangi Sjálfskaparvíti? Margir Íslendingar eru svojafnréttissinnaðir að þeir telja að konur séu líka menn, eða eigi að minnsta kosti að njóta svo- nefndra mannréttinda í einhverj- um mæli. Að vísu virðist það ekki talið heppilegt að konur í stórum stíl gegni toppstöðum í þjóðfélag- inu, þótt það tíðkist núorðið að hafa kvenfólk með í ríkisstjórnum. En auðvitað kemur ekki til greina að neyða þær í þungaviktarráðu- neyti að svo komnu máli, eins og forsætisráðuneytið, utanríkisráðu- neytið eða fjármálaráðuneytið. SEM STARFSKRAFTAR hafa konur kosti. Þær eru samviskusam- ar og duglegar og rembast yfirleitt við að standa sig að minnsta kosti eins vel og karlmennirnir á vinnu- staðnum. Þessi metnaður virðist þó ekki duga til að skila kvenfólkinu upp metorðastigann á sama hátt og karlpeningnum. Félagsfræðingar hafa velt því fyrir sér hvers vegna konur eru svona seinfærar á framabrautinni. Ef til vill er hluti af skýringunni sú staðreynd að grundvallarmunurinn á konum og körlum er sá að konur geta eignast börn, karlmenn ekki. Í NOREGI hafa menn nýverið fundið út að konur tapa stórfé á barneignum sem hins vegar hafa engin áhrif á framamöguleika eða launakjör karlmanna. Um þetta má lesa í norska blaðinu Aftenposten þar sem Inés Hardoy hjá Institutt for samfunnsforskning segir að „þriggja barna móðir sem vinnur hjá einkafyrirtæki hefur að meðal- tali 17% lægri laun en barnlaus kona í sambærilegri vinnu.“ Kona sem á tvö börn þénar 11% minna en sú barnlausa, og kona með eitt barn 8% minna. Barnlausar konur hafa næstum því jafngóð laun og karlmenn. VIÐHLÍTANDI SKÝRINGU á þessu hafa Norðmennirnir ekki fundið ennþá, en geta sér þess til að ef til vill séu mæður ekki jafn- metnaðargjarnar og barnlausar konur, eða þá að óléttustandið og barnsburðurinn og uppeldið kunni að tefja fyrir þeim á framabraut- inni. Hvað sem því líður þá virðist það vera staðreynd – að minnsta kosti í Noregi – að tilhneiging kvenna til að eignast börn er þeim til trafala í atvinnulífinu. Er þetta sjálfskaparvíti? Eða eiga karlmenn einhvern þátt í þessu? BAKÞANKAR ÞRÁINS BERTELSSONAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.