Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.09.1973, Blaðsíða 7
Fimintudagur 20. september 1973 TÍMINN 7 Enn sem fyrr eru þaö mest konur sem þræla á ökrunum. Hefðum við tök á að kanna or- sakir hins félagslega misræmis samfélags okkar, gætum við ráð- iö bót á þvi og þar með gert að engu tilraunir fjandmanna okkar til þess að færa sér það i nyt. Nú þegar er samt hægt að benda á nokkra þverbresti i samfélagi okkar. Byltingaröflin gera allt sem i þeirra valdi er til þess að etja al- þýðu manna af afrikönskum upp- runa gegn þeim hvitum mönnum sem búsettir eru úti á lands- byggðinni. Þetta er gert með þvi að halda uppi áróðri meðal al- mennings og reyna að koma i veg fyrir samskipti við Evrópumenn og efla kynþáttaóvild meðal svertingja og telja þeim trú um, að þeirra biði farsæld og hamingja i framtiðinni. Eftirfarandi atriðum er beitt i þessum áróðri, enda ekki annars að vænta: a) Sú grimmd sem stjórn okkar hefurgert sig seka um og þau af- brot sem hún hefur framið allt fram til þessa. Þrælahaldið, hernaður i friðunar skyni, mis- beiting valds, ofbeldi, nauðungar- vinna (og allt sem af henni hlýzt, en það er svo hörmulegt, að mér býður við að gera grein fyrir þvi), eignarnám lands, sem i fornum landslögum er i eigu þorpsbúa á iandsbyggðinni, nauðungarflutn- ingar á fólki, nauðungarræktun, ótal brot gegn fornum lögum og venjum Afrikumanna, og þannig mættilengitelja,eru án efa ivafið I mörgum sögusögnum og þjóð- sögum, sem sagðar eru, þegar svertingjar koma saman eins og þeirra er vandi. Vegna þess sem miður hefur farið fyrr á tið imyndar svertinginn sér hvita manninn alltaf sem maurapúka og illmenni og óhjákvæmilegan óvin. Af þessu leiðir að meiri hluti ibúanna er móttækilegur fyrir byltingarkenningunum. Tillaga: Við þurfum sem allra fyrst að skýra fyrir fólki hvað olli mistökunum áður fyrr og reyna að gera litið úr afleiðingunum. Við verðum að herða á starfi okk- ar og bæta það og gera sem mest úr þvi i augum fólks. b) Hinn geysimikli m.unur á lifskjörum Afrfkumanna og fólks af evrópskum uppruna. Þessi munur er svo augljós, að ekki tekur þvi að fara fleiri orð- um um hann. Þetta kemur fjand- mönnum okkar trúlega að notum, þvi að þeir munu nota þetta sem sönnun þess, að hvitir menn arö- ræni hina svörtu enn sem fyrr. Tillaga: Við verðum að læða þeirri hugmynd inn hjá fólki að þessi munur stafi af menntunar- skorti Afrikumanna, óvild þeirra á vinnu og framtaksleysi. Sýna þarf með ýmsum dæmum, að svartir menn hafi sömu tækifæri oghvitir —ef þeiraðeins vilji. Við þurfum lika að reka áróöur fyrir þvi, að ibúar landsins einbeiti sér aö þvi sameiginlega að efla landið efnahagslega. c) Embættismenn hafa æ ofan I æ misnotað vald sitt og valdniðsla og tortryggni gagnvart svertingj- um er almenn meðal hvitra manna i landinu. Þetta á rót sina að rekja til þess að sérstakar reglugerðir gilda fyrir svertingja. Á meðan svo er og þessi afstaða rikir, geta óvinirnir ætiö látið lita svo út sem þeir vinni að þvi að frelsa hina innfæddu undan okinu. Tillaga: Við verðum að knýja embættismenn og þá einkum lög- regluna til þess að meðhöndla Afrikumenn sem portúgalska borgara, virða þá sem mannlegar verur og taka fullt tillit til rétt- inda þeirra og hjálpa þeim, ef þeir þurfa á þvi að halda. Yfir- völdin mega ekki færast á kaf i skriffinnsku og fela sig að baki formsatriða og reglugerða. Þau verða að haga sér á þann veg að þau öðlist samúð hinna svörlu ibúa. d) Aukin jarðrækt og búfjár- rækt hefur alla tið leitt til þess að Afrikumenn hafa verið hraktir frá þeim landsvæðum, sem þeir hafa talið eign sina eða sameigin- lega eign þorpsins. Þeim finnst þá, sem þeir séu miklum órétti Mönnum reiknaðist svo til 1960, að 95,2% af ibúum Angóla væru Afrikanar, 3,5% af evrópskum uppruna og 1,1% kynblendingar. A áratugnum 1950-60 fjölgaði Afrikönum um rúmlega hálfa milljón og Evrópumönnum um tæplega hundraö þúsund. Evrópumönnum fjölgaöi ekki eins mikið og við hefðum kosið vegna þess öryggisleysis, sem af hermdarverkunum leiddi. Þannig er mikill meirihluti Ibú- anna af afrikönskum uppruna eins og sjá má.og þeim mun f jölga enn meir eftir þvi sem heilsu- gæzla batnar og félagslegar um- bætur aukast. Engu aö siður er þvi svo farið, að það er nær ein- vörðungu hinn evrópski minnihl., sem býr við velmegun, og hann ræður lögum og lofum i landinu. Allur landbúnaður og iðnrekstur er eftir sem áður i höndum hans sem og verzlun og stjórnsýsla öll. Hið augljósa efnahagslega mis- rétti og hið félagslega og menn- ingarlega misræmi leiðir óhjá- kvæmilega til kynþáttastefnu og hennar gætir meira meðal Afrikumanna en hvitra manna. Byltingarsinnar notfæra sér þá sundrung seamfélagsins, sem af þessu félagslega misræmi hlýzt. Hlutverk þeirra er að efla óánægju og vinna fylgi þeirra, sem telja sig bera skarðan hlut frá borði. Það er ekki ósennilegt, að meira en níu tiundu hlutar ibúa Angóla séu óánægðir með ástand mála! Skæruliöar frelsishreyfingarinnar meö sprengjuvörpu. ,;r«- Að heræfingum i frumskóginum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.