Tíminn - 20.09.1973, Page 20

Tíminn - 20.09.1973, Page 20
20 TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 sumir hafa þrjá. Þá er venjulega höfö bringugjörö á öörum lausa hestinum. A gjörðinni er hringur, og i hann er festur taumurinn á hinum lausa hestinum. Hestarnir venjast þessu strax að hlaupa svona hliö viö hlið, en fyrir mann- inn er það geysimikiö hagræöi aö þurfa ekki aö teyma lausan hest nema við aðra hlið þess hests, sem hann riður. Þetta hafa mjög margir reynt og það hefur gefizt ágætlega. Aukin hestamenska, hestarækt og áhugi ungs fólks á hestum er sjálfsagt orsök þess, að nú vill miklu fleira ungt fólk fara á af- réttinn en áður var. Erfiður rekstur — Áburðardreifing — Er ekki miklum erfiðleikum bundið að láta feit haustlömb ganga alla þessa leið? Og hvað um hundana? Uppgefast þeir ekki allir? — Eftir siðasta Heklugos gekk þetta mjög illa. Vikurinn var svo sár og stingandi, aö mjög erfitt var að reka fé um afréttinn. Það varð strax sárfætt og fljótlega fór aö blæöa úr klaufunum á þvi. Og enn finnst mér bera á þvi að verra sé aö reka fé þarna innfrá en áður. Það hleypur ekki og þvi sið- ur stekkur, eins og alltaf áður fyrr, og þetta stafar ekki af neinu öðru en þvi, að gangurinn er þvi sár. Það sækir á að stanza, eftir að það er komið af stað, og maöur þarf alltaf að fylgjast með þvi. Það er mjög áberandi, hvað af- réttarféð rennur miklu verr en fyrr á árum. — Svona langar og erfiðar smalanir hljóta að krefjast mikilla og góðra fjárhunda? — Það eru nokkuð margir með hunda, en þeir eru litið vandir. Niðri á láglendinu eru hundar ákaflega litið notaðir, nema þá á haustin, svo að hvort tveggja verður litið, tamning og þjálfun. Og auðvitað verða þeir ekki siður sárfættir i vikrinum en féð. — Við erum staddir hér i Skeiðaréttum i votviðri, féð er blautt og slæpt, og kannski ekki alveg að marka útlit þess. Hvað heldur þú um vænleik kinda i haust, Hermann? — Ég held, að vænleikinn sé góður. Féð var ákaflega rólegt á afréttinum, bæði núna og i fyrra- sumar. Ef við viljum aftur rekja orsakir þess, þá held ég að þeirra sé meðal annars að leita þar, að það var vel rúmt um féð á af- réttinum, það var ekki fleira en það. Svo var borið á afréttinn, bæði i fyrra og núna, og það átti sinn þátt i þvi að gera hann góðan til beitar, enda var engin kind við afréttargirðingarnar, þegar við komum inneftir. Þetta er næsta ólikt þvi sem var, þegar ég fór fyrst að fara á fjall, þvi að þá var féð oft við girðingarnar hundruð- um saman. F'yrir - innan girðingarnar var alv. svart af ó- breinindum oe j>pr lá féð á algerri hagleysu. Þá var tekinn upp sá háttur að sækja það fé, sem lá við girðingarnar, áður en leitir hóf- ust, og nú eru réttirnar alltaf Kvenleg fcgurð I kindastappi. — Hvern langar nú ekki á réttarbail? hafðar viku fyrr en þær voru áður. Það er fyrst og fremst gert til þess að féö liggi ekki viö girðingarnar. Bg held að óhætt sé að slá þvi föstu.að sú áburðargjöf, sem afrétturinn hefur fengiö siðast liðin tvö ár, hafi haft þau áhrif, að féð hefur tollað þar miklu betur. Það sækir vitanlega i áburðarrandirnar og er ýmist i þeim sjálfum eða i kringum þær, en hópast ekki að girðingunum. — Fer þessi áburðardreifing fram i samráði við Land- græðsluna? — Já. 1 siðasta Heklugosi, þeg- ar gosið varð i Skjólkvium, féll mjög mikil aska og vikur yfir Þjórsárdalinn. Þá skemmdist fram-afréttur Flóamanna mjög mikið, einkum Skriðufells- hagarnir. Þá varð það að sam- komulagi, að Landgræðslan bæri á, til þess að reyna að græða upp, en bændur ráku ekki á fjall eitt ár, en höfðu fé sitt i heimahögum. Höfð var varzla á afrétti Gnúp- verja og reynt að verja hann fyrir búfé. Nú bar Landgræðslan á i fyrra, og það varð samkomulag um það, að hún tæki einnig þátt i áburðargjöfinni i vor. — Nú er að sjálfsögðu of snemmt að spá um meðalfall- þunga i ár, en hver hefur meðal- vigtin verið hér i sveitunum undan farin ár? — Hjá sláturhúsum Slátur- félags Suðurlands held ég að meðalvigtin hafi verið mjög ná- lægt þrettán kilógrömmum i fyrra. — Menn eiga auðvitað fjölda fjár, með þessi gifurlegu af- réttarlönd? — Yfirl. eru fjárbúin ekkert mjög stór, en flestir eiga ein- hverjar kindur, jafnvel þótt aðal- búskapurinn sé nautgriparækt, til dæmis i Flóa og á Skeiðum. En uppi við fjallgarðinn, i Gnúp- verjahreppi og Hrunamanna- hreppi, eru stór fjárbú, og jafnveí eftir að kemur neðarlega i þá hreppa. Þó eru flestir með ein- hverja nautgriparækt lika. Lang- flestir bændur hafa blandaðan búskap. Þannig gekk þaö i þessari leit — En svo að við snúum okkur að liðandi stund: Hvernig gaf i þessa leit núna? ■ — Eins og ég gat um áðan, þá fórum við á sunnudagsmorgun og fengum ljómandi veður þann dag. Við fórum inn undir Klett, en þar er braggi — kofi — i austanverð- um afréttinum. Þar vorum við fyrstu nóttina. Annan daginn fór- um við innúr, að upptökum Fossár, þar er sæluhús. Siðari hluta þess dags smölum við niður að húsinu. Þennan dag var bliðuveður, þegar við vorum að smala Fossárdrögin, en Vestur- leitin smalar þá Laxárdrögin. Það fólk, sem farið hefur i Norðurleit og Sandleit með Gnúp- verjum, kemur til okkar þetta kvöld. Þá erum við sextán, sem erum saman komin i Austurleit- inni. En i Vesturleit koma saman tiu manns þetta sama kvöld. Morguninn eftir var komin þoka. Við ákv. þá að leggja af stað klukkan hálfátta, það er að segja að vera þá komin á leitar- mörk. Það þurfti að fara snemma á fætur um morguninn til þess að gefa hestunum, en mikil bót var i máli að þurfa ekki að standa i miklum frágangi. Dráttarvélin var til taks með stóra kerru aftan i, til þess að taka allt dótið. Þenn- an dag, sem er þriöjudagur, eig- um við að komast undir Klett aft- ur. Veður var iskyggilegt. Hann spáði þoku, þegar liði á daginn, en okkur fannst hún orðin alveg nóg strax um morguninn. Samt var skipað i leitir, og þarf ekki að orð- lengja það, að við fengum mikla þoku framyfir miöjan dag, og þá riðluðust leitir, sem eðlilegt var, þvi að það er engin leið að halda réttum leitum i svartamyrkri. Þess ber lika að gæta, að sjö af þessum sextán manneskjum höfðu aldrei komið i þessa leit áður, en meirihlutinn einu sinni eða tvisvar. Samt fór þetta allt vel. Fólkið skilaði sér allt um kvöldið, og við hittumst heil viö braggann og komum fénu i áfangastaö. Ahugasamir unglingar ganga rösklega til verka. Þaö er gaman aö horfa á, jafnvel þótt maður hafi ekki tök á þvi aö leggja hönd að verki. :

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.