Tíminn - 20.09.1973, Qupperneq 30

Tíminn - 20.09.1973, Qupperneq 30
30 TÍMINN Fimmtudagur 20. september 1973 kintjur. A morgnana kom kúa- samlinn, hann tók kúna og kvigurra með i kúafylkinguna, siðan hélt öll hersingin af stað út fyrir þorpið.og á kvöldin skilaði kúasmalinn kúnni og kvigunni. Eitt sumar varö ég skotin i kúa- smalanum, en þar sem ég var feiminmeðafbrigðum, tók ég það til bragðs að opna hliðið fyrir kúnni og kvigunni nokkru áður en kúahersingin kom, siðan hljóp ég niður i kjallara og faldi mig. Þegar kúasamalinn var kominn i jfarlægð kom ég út úr kjallaran- um, lokaði hliðinu og rak kýrnar inn i fjósið. Amma átti lika hænur, stór- kostlegar hænur og allavega litar. Ég annaðist hænur ömmu með stakri umhyggju, en eina tók ég fram yfir allar hinar, hún var brún og geysilega spök. Þar sem hænan var i miklu uppáhaldi hjá mér, þá reyndi ég eftir mætti að hygla he.nni með ýmsum góðgerð- um umfram þær sem hún fékk úr sama trogi og hinar hænurnar. Um það leyti, sem ég tók ástfóstri við brúnu hænuna, unnu afi og amma i frystihúsinu, svo ég var sjálfráð megnið af deginúm. I matarbúrinu, sem var inni i húsinu, var fullur sekkur af hænsnamais. Einn daginn hugsaði ég mér að gera virkilega vel við brúnu hænuna, svo ég gekk út til hænsnanna, bauð þeim góðan daginn og gaf þeim i' trogið uppbleytt rúgbrauð, eggjaskurn, hafragraut og örlitinn mais til hátiðabrigða. Þegar hænurnar voru orðnar niðursokknar i matinn, læddist ég að þeirri brúnu þar sem hún sinnti ekki kalli minu, greip hana i fangið og arkaði með hana inn i búr. Þar hlassaði ég henni niður á fullan maispokann og sagði hænunni að éta fylli sina. En hænan var ein- staklega vanþakklátt kvikindi, hún leit ekki við maisnum, en hafðiþeim mun meiri áhuga á að prila upp á borð og hillur i búrinu. Það leizt mér ekki á, svo ég tók hænuna og við fórum inn i eldhús, ég fékk mér mjólk og brauð meðan hænan vappaði um húsið. Amma komst að þessu uppátæki minu og bannaði mér að koma með hænurnar inn. Eftir það lokaði ég vandlega gang- hurðinni að ibúðinni þegai* ég fór með brúnu hænuna inn i búrið. Núna fjórtán árum seinna eru engar hænur i hænskakofanum bak við hús, það er heldur ekkert f jós,engin hlaða og ekkert fjárhús. Það vék fyrir menning- unni. Fjaran varð lika fyrir barð- inu á menningunni, hún var fyllt af grjóti og mold, það þurfti breiðari veg. Hér áður var fjaran hreinasti fjársjóður. Þangað fór ég i skoðunarferðir og tróð alla vasa fulla af skeljum, steinum, brotnum bollum og diskum og HÓLMAVÍ K er víst eitt af þessum sjávarþorpum, sem kallast að vera i uppgangi. Eftir því sém mér skilst, er þessi uppgangur fólginn í byggingu þreytandi, óper- sónulegra steinkassa fyrir húSy sem stinga i stúf við umhverfi og önnur hús þorpsins. Vegafram- kvæmdir eru í fullum gangi, þarsem bílaf jöldinn eykst ár frá ári og vegir tæplega i vegatölu, ef ekki er hægt að mætast, án þess að hægja ferðina og vikja vel til hægri. Sjónvarp og útvarp er þar daglegt brauð, unglingarnir ganga um í denim-gallabuxum, en félagsstarfsemi virðist vera í algjöru lágmarki. Kúasamlar sjást ekki leng- ur i þorpinu, þeir tilheyra horfinni tíð,og landbúnað- urinn hefur látið undan síga fyrir sjávarútvegin- um. Vettvangur atvinnu- lífsins á Hólmavík er í frystihúsinu. Löngu áður en þessi hama- gangur hófst á Hólmavik, var ég sumarlangt i sex ár hjá ömmu og afa. Þau voru ein af þeim, sem voru með búskap inni á Hólma- vik, höfu eina kú og kvigu, og HOLMA- VÍK

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.