Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 6
6 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Veðurstofa Íslands: Umhleypingasamur nóvember VEÐURFAR Nóvember var nokkuð umhleypingasamur á landinu og hitasveiflur miklar, að því er fram kemur í stuttu tíðarfarsyfirliti Veðurstofunnar. Hiti var yfir meðallagi, þrátt fyrir að mikið kuldakast hafi gert 15. til 20. dags mánaðarins. Meðalhiti í Reykja- vík mældist 2,2 stig, en það er sagt 1,1 stigi ofan meðallags. „Frost í Reykjavík fór í 15,1 stig aðfaranótt 19. og hefur svo mikið frost ekki mælst þar síðan í janúar 1981 og hitinn er sá lægsti í Reykjavík í nóvember frá 1893, en þá mældist frostið 17,4 stig,“ segir í tilkynningu Veðurstofunn- ar. „Á Akureyri var meðalhiti í nóvember 0,0 stig og er það 0,4 stigum ofan meðallags. Frost fór mest í 15 stig á Akureyri. Í Akur- nesi var meðalhitinn 1,9 stig, en - 3,7 á Hveravöllum.“ Úrkoma í Reykjavík mældist 113 millimetrar, rúmlega helm- ingi yfir meðallagi, en á Akureyri mældist úrkoma 62 millimetrar, 15 af hundraði umfram meðallag. Að sögn Veðurstofunnar telst haustið (október og nóvember) hafa verið nokkuð umhleypinga- samt, þótt tíð hafi verið fremur hagstæð. „Hiti var í rétt rúmu meðallagi, úrkoma nokkuð yfir meðallagi, en sólskinsstundir ekki fjarri meðallagi.“ - óká DÓMSMÁL Deilt er um upphæð bóta vegna barnsláts sem varð á Land- spítala – háskólasjúkrahúsi í nóv- ember 2002. Er málið nú komið fyrir héraðsdóm og gert er ráð fyrir að það verði fyrst tekið fyrir í þessum mánuði, að sögn Sigríðar Rutar Júlíusdóttur lögmanns for- eldra barnsins. Ríkislögmaður hefur sam- þykkt bótaábyrgð ríkisins fyrir hönd Landspítala - háskólasjúkra- húss, sem er í raun viðurkenning á því að mistök hafi átt sér stað, að sögn lögmannsins. Upphaf þessa máls má rekja til þess er móðirin fór í legvatns- stungu á Landspítala - háskóla- sjúkarhúsi, að því er komið hefur fram í greinargerð lögmannsins. Var þá eftir því tekið að blóð kom í sprautuna. Gaf það til kynna að stungið hefði verið á æð í fylgj- unni. Eftir þetta var móðirin sett í sírita. Kvartaði hún ítrekað undan því að fóstrið hreyfði sig ekki. Eftir ítrekaðar athugasemdir þess efnis var læknir sóttur til þess að skoða konuna. Voru þá farin að sjást alvarleg merki á síritanum. Fljótlega var tekin ákvörðun um að taka barnið með bráðakeis- araskurði og var það gert að þremur stundarfjórðungum liðn- um. Hafði konan þá verið í sírita með hléi í um það bil fjórar klukkustundir. Það var þann 8. nóvember sem barnið var tekið með keisaraskurði, en aðeins fjór- um dögum síðar lést það. Foreldrarnir kærðu starfsfólk Landspítalans til Landlæknisemb- ættisins. Þá lagði lögmaður þeirra beiðni til Lögreglustjórans í Reykjavík þess efnis að lögreglan rannsakaði lát barnsins, þar á meðal hvort brotið hefði verið gegn lögum um skyldu lækna til að tilkynna óvænt dauðsfall sjúkl- inga til lögreglu. Lögreglustjóri synjaði beiðninni. Lögmaðurinn skaut þá málinu til ríkissaksókn- ara sem úrskurðaði að lögreglu- rannsókn skyldi fara fram. Ekki er vitað hvenær dómur verður kveðinn upp í þessu sér- stæða máli. jss@frettabladid.is Vinnumarkaður: Meiri bjartsýni REKSTUR Fyrirtæki hafa svipaðar afkomuvæntingar nú og fyrir ári síðan, samkvæmt könnun Samtaka atvinnulífsins. Rúmur helmingur, eða um 56 prósent, fyrirtækja reiknar með svipaðri afkomu á næstu mánuðum og verið hefur. Hlutfallið var 52 pró- sent fyrir ári. Bjartsýnin var meiri í fyrra en núna. Samkvæmt könnuninni reikna um 29 prósent fyrirtækja með batnandi afkomu en 30 pró- sent gerðu það í fyrra. Í fyrra gerðu 16 prósent ráð fyrir versn- andi afkomu en aðeins 12 prósent nú. Bjartsýnin er meiri á höfuð- borgarsvæðinu en á landsbyggð- inni. - ghs Kongó: Liggur við átökum RÚANDA, AFP Utanríkisráðherra Rúanda, sagði það verða á ábyrgð stjórnvalda í Kongó ef stríð brýst út milli ríkjanna tveggja. Hann staðfesti að rúandískir hermenn væru komnir til Kongó til að berj- ast við rúandíska uppreisnarmenn sem hafast þar við og tóku þátt í þjóðernishreinsununum í Rúanda 1994. Stjórnvöld í Kongó vilja Rú- andaher burt og ákváðu að senda hermenn sína á vettvang. Fá ár eru liðin síðan Rúanda var eitt margra ríkja sem tók þátt í mannskæðu stríði í Kongó. Rúandastjórn sakar Kongó um að skýla rúandískum uppreisnarmönnum. ■ 67 LÍFSTÍÐARDÓMAR Abdullah Barghouti, háttsettur meðlimur í Hamas, var fundinn sekur um að hafa staðið að fjölda sprengjutil- ræða í Ísrael og dæmdur til fang- elsisvistar sem samsvarar 67 lífs- tíðardómum. Hann stóð að sprengjuárásum sem kostuðu 66 Ísraela lífið árin 2001 og 2002. ÓVOPNAÐUR MAÐUR SKOTINN Ísraelskir hermenn skutu óvopn- aðan Palestínumann til bana við herstöð nærri Ramallah á Vestur- bakkanum. Talsmaður hersins sagði manninn hafa verið varað- an við þegar hann nálgaðist her- stöðina, en þegar hann svaraði hvorki því né viðvörunarskotum var hann skotinn. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ MIÐ-AUSTURLÖND VEISTU SVARIÐ? 1Hvað eru stýrivextir Seðlabanka Ís-lands háir? 2Starfsmenn hvaða olíufélags vöktuðusjálfsafgreiðslustöðvar Atlantsolíu í vikunni? 3Í hvaða skóla fékk fjöldi framhalds-skólanemenda magakveisu í vikunni? Svörin eru á bls. 74 edda.is Kristofer Boone er stærðfræðisnillingur en veit ekkert um tilfinningar. Þegar hann finnur dauðan hund nágrannans hefur hann rannsókn. Lausnin er stærri en nokkurn hefði órað fyrir ... hún breytir lífi hans. Trúið öllu hrósinu! „Trúið öllu hrósinu: Stórkostleg og hrífandi bók.“ - The Scotsman Frumútgáfa bæði í kilju og bandi. Þú velur! Ein mest selda og vinsælasta bók hins ensku- mælandi heims á árinu 2004! 1.500.000 eintök seld! Ein af þessum örfáu bókum sem allir verða að lesa. WHSmith Barnabók ársins 2004 WHSmith Skáldsaga ársins 2004 Whitbread verðlaunin 2004 LA Times- verðlaunin Guardian- verðlaunin 20034. sæti 8–80 ára Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 24. – 30. nóv. Fjarðarál: Óttast iðn- aðarnjósnir IÐNAÐUR Af ótta við iðnaðarnjósnir verða gerðar miklar öryggiskröf- ur á lóð Fjarðaráls á Reyðarfirði meðan bygging álvers stendur yfir og munu strangar reglur gilda um aðgengi fjölmiðla að henni. Byggingafyrirtækið Bechtel notar nýja tækni við verkið og ótt- ast að samkeppnisaðilar reyni að koma höndum yfir hana. Austur- glugginn greinir frá þessu. Inn á lóðina fær enginn að fara án leyfis og ljósmyndataka og kvik- myndun verðu takmörkuð, jafn- vel bönnuð. Hugsanlega ræður Bechtel ljósmyndara sem kemur myndum til fjölmiðla. Svæðið verður vaktað af öryggisvörðum, bæði við hlið og með eftirlitsferð- um. Í frétt Austurglugga segir að hvorki öryggisverðir né bændur í nágrenninu hafi orðið varir við grunsamlegar mannaferðir fram að þessu, enda verkið komið skammt á veg. - ghg VORU SAMFERÐA Á LÖGREGLU- STÖÐINA Minniháttar árekstur varð í Hvalfjarðargöngunum í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki og bílarnir skemmdust lítið. Ökumenn bílanna voru samferða á lögreglustöðina í Borgarnesi þar sem tekin var af þeim skýrsla. TÓNLEIKAHALD Hljómlistarmenn hafa rætt að setja verði upp verð- mat á framlag þeirra á styrktar- skemmtunum, segir Björn Th. Árnason formaður Félags ís- lenskra hljómlistarmanna. Lög- mál hins almenna markaðar gildi einnig um tónlistarmenn. Tími þeirra sé peningar. Alls ekki sé sjálfgefið að tónlistarmenn gefi vinnu sína. Ágúst Einarsson prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands segir algengt að tón- listarmenn gefi vinnu sína eða veiti verulegan afslátt. Það geri þeir af fúsum og frjálsum vilja en oft sé ætlast til að tónlistarmenn hafi sérstaklega lága reikninga þegar komi að góðgerðarmálum. „Víða erlendis koma styrkir fram í mjög háu miðaverði. Neyt- andinn gengur þá að því vísu að það sem hann greiðir sé fyrst og fremst út af málefninu. Menn hafa ekki farið þá leið hér heldur verið að leggja þetta á herðar og samvisku tónlistarmanna sem koma að málum.“ - gag Hljómlistarmenn vilja að framlag þeirra sé verðmetið: Lögmál markaða gildir einnig um tónlistarmenn BJÖRN TH. ÁRNASON Segir mátt vanans stjórna því að tónlistar- menn gefi gjarnan vinnu sína. Oft fái þeir ekki annað en þétt handtak og hlýhug fyr- ir. Ágúst Einarsson prófessor segir eftirtekt- arvert hve oft tónlistarmenn gefi vinnu sína. Það sé lofsvert og ekki sjálfgefið. Nýr forsætisráðherra: Grunaður um stríðsglæpi KOSOVO, AP Það að Ramush Harad- inaj kunni að verða ákærður fyrir stríðsglæpi kom ekki í veg fyrir að þingmenn á þingi Kosovo kusu hann forsætisráðherra. Haradinaj er 36 ára Kosovo- Albani sem stýrði uppreisnar- sveitum Kosovo-Albana í barátt- unni gegn serbneskum yfirvöld- um. Talið er að framganga hans á þeim vettvangi kunni að leiða til þess að hann verði ákærður fyrir stríðsglæpi og óttast margir að það kunni að grafa undan friðar- ferlinu á svæðinu. Hann var yfir- heyrður af rannsakendum Stríðs- glæpadómstólsins í Haag í síðasta mánuði en hefur ekki verið ákærður. ■ FJARÐARÁL Teikning af fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði. SNJÓKOMA Í REYKJAVÍK Í tíðarfarsyfirliti Veðurstofu Íslands kemur fram að sólskinsstundir í Reykjavík hafi mælst 27 í nóvember, en það sé 12 stund- um færra en í meðalári. Á Akureyri hafi mælst 23 sólskinsstundir, 8 stundum meira en að meðaltali í nóvember. Bótafjárhæð vegna barnsláts fyrir dóm Deilur um upphæð bóta ríkisins vegna barnsláts semvarð á Landspítala - háskólasjúkrahúsi eru nú komnar fyrir héraðsdóm. Ríkislögmaður hefur samþykkt bótaábyrgð ríkisins. MISTÖK VIÐURKENND Samþykki ríkislögmanns á bótaábyrgð ríkisins þýðir í raun að mistök hafi átt sér stað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.