Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 39

Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 39
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 6 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 272 stk. Keypt & selt 49 stk. Þjónusta 37 stk. Heilsa 14 stk. Skólar & námskeið 2 stk. Heimilið 35 stk. Tómstundir & ferðir 6 stk. Húsnæði 35 stk. Atvinna 15 stk. Tilkynningar 7 stk. Góðan dag! Í dag er laugardagurinn 4. desemb., 339. dagur ársins 2004. Reykjavík 10.54 13.18 15.42 Akureyri 11.04 13.03 15.01 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Páll Óskar Hjálmtýsson er ekki í vafa þegar hann er spurður um hvaða bíó- mynd verði að horfa á um jólin. „Það er ein sem er algjört möst – It´s a Wonderful Life eftir Frank Capra, frá 1946. Þessa mynd ættu allir að eiga og horfa á minnst einu sinni á ári og jólin eru góður tími til þess, því myndin gerist einmitt um jólaleytið. Hún er um mann sem er í sjálfs- morðshugleiðingum. Þá fær hann heimsókn frá engli, sem er kominn til jarðar til að vinna sér inn fyrir vængjunum. Upphafsatriðið er geggjað; tvær stjörn- ur skína á himni, svo hrapar önnur þeirra til jarðar og roskinn maður í jakkafötum birtist. Og já, þeir sem hafa séð Himininn yfir Berlín eru þegar búnir að fatta hvaðan Wim Wenders stal sínum englum! Engillinn fer með George Bailey, leikinn af Jimmy Stewart, í ferð um lífið og sýnir honum hvernig heimurinn og fólkið í kring- um hann hefði orðið ef hans hefði aldrei notið við - og hann sér að hann hefur ekki lifað til einskis,“ segir Páll Óskar. „Við eigum líka að fara svona ferð á hverju ári. Það sem er svo frábært við þessa mynd er að hún fær mann til að fara í svipaða ferð og Bailey, velta fyrir sér líf- inu og hvað við höfum gert vel og hverju við höfum klúðrað. Það er rosalega hollt.“ Páll Óskar segir Capra hafa verið snill- ing í að gera mannlegar myndir. „Þær eru alls ekki væmnar en ná bara einhverju hreðjataki á manni, kannski var það þess vegna að margar myndanna hans floppuðu, og það gerði It’s a Wonderful Life líka þeg- ar hún var sýnd í bíó, svo illa að kvikmynda- verið fór næstum á hausinn. Nokkrum árum síðar varð sjónvarpsbyltingin og einhverri stöðinni datt í hug að sýna þessa mynd um jólin. Þar með fékk hún algera endurreisn og í dag finnst Bandaríkjamönnum barasta engin jól nema þeir hafi séð þessa mynd. Og mér ekki heldur,“ segir Páll Óskar, sem er kominn í jólaskap enda á þeysireið um land- ið með Moniku Abendroth. Þau Monika ætla að halda jólatónleika um land allt á aðvent- unni, meðal annars í Háteigskirkju á sunnu- daginn kl. 20.30. ■ Engill heimsækir James Stewart bilar@frettabladid.is Volkswagen Touareg fékk fimm Euro NCAP-stjörnur í ör- yggisprófunum á dögunum. Touareg fékk hæstu mögulegu einkunn í öryggisprófunum Euro NCAP; fimm stjörn- ur alls fyrir árekstr- arvarnir að framan, á hlið og við veltu. Euro NCAP mat einnig öryggi barna í bílnum sem gott og gaf því fjórar stjörnur. Euro NCAP-sam- tökin voru stofnuð um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Að þeim standa meðal annars Evr- ópuráðið, Alþjóðlega bifreiða- sambandið (FIA), Félag þýskra bifreiðaeigenda (ADAC), þýska flutninga-, bygginga- og hús- næðismálaráðuneytið og fleiri evrópsk flutningamálaráðu- neyti. Fyrirtækið ND á Ís- landi hlaut heið- ursviðurkenning- una Umferðar- ljósið á nýaf- stöðnu umferðar- þingi. Umferðarljós- ið hljóta þeir aðilar sem unnið hafa framúrskarandi starf í þágu umferðaröryggis á Íslandi hverju sinni. ND á Íslandi fékk viðurkenninguna fyrir hinn svo- kallaða Saga-búnað, upplýs- ingakerfi um aksturslag öku- manna. Frumgerð búnaðarins hefur verið í þjónustubílum FÍB-aðstoðar undanfarin tvö ár. Íslandspóstur setti búnaðinn í alla bíla sína og skilaði það um helmings fækkun tjóna á fyrsta ári og meira en fimmtíu pró- sentum minni tjónakostnað. Heilbrigðiseftirlit Vestfjarða hefur sent umhverfisnefnd Ísa- fjarðarbæjar til um- sagnar og af- greiðslu umsókn um starfrækslu bílapartasölu við Stekkjargötu 21 í Hnífsdal eins og kemur fram á vefsíðu Bæjarins besta á Ísafirði, bb.is. Til þess að af starfrækslu parta- sölunnar verði þarf umhverfis- nefnd að samþykkja breytta nýtingu lóðarinnar og fyrir- komulag innan hennar. Um- hverfisnefnd hefur fundað um málin en afgreiðslu málsins hefur verið frestað. Björgunarsveitin Strákar á Siglufirði hefur endurnýjað bíla- kost sinn og keypt tvo verulega breytta Defender-jeppa frá Land Rover. Áður átti björgun- arsveitin breyttan Land Cruiser-jeppa en mun auðveldara er að koma sjúkra- börum fyrir í Defend- er. Hann tekur ein- nig fleira fólk, samtals níu manns að bíl- stjóranum meðtöldum. Nýju jepparnir eru báðir með 38 tommu breytingum og loftlæs- ingum á drifbúnaði auk annars búnaðar sem er nauðsynlegur við björgunar- og leitarstörf. Til dæmis má nefna GPS-stað- setningartæki, CB-talstöðvar og langdrægar VHF-talstöðvar. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is LIGGUR Í LOFTINU í bílum JÓLIN KOMA HEILSA MATUR BÍLAR NEYTENDUR O.FL. Þú getur pantað smáauglýsingar á www.visir.is KRÍLIN Ég þarf víst að fara í bað. Bíddu bara í símanum þangað til ég kem aftur upp úr. SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Jólasveinar og gamlir siðir Jólasýning Árbæjarsafns opnuð Á sunnudaginn hefst jólasýn- ing Árbæjarsafns og verður hún frá kl. 13-17, einnig sunnudaginn 12. desember. Gestum gefst kostur á að rölta á milli húsa og fylgjast með undirbún- ingi jólanna eins og hann var í gamla daga. Hrekkj- óttir jólasveinar gægjast á glugga og kíkja í potta og börn og fullorðnir fá að föndra, syngja jólalög og ferðast um á hestvagni. Í hverju húsi er skemmtileg dagskrá og getur fólk tekið þátt með föndri og fleira auk þess sem því býðst að smak- ka nýsoðið hangikjöt. Kl. 14 verður messa í safn- kirkjunni og kl. 15 hefst jóla- trésskemmtun. Börn úr Ártúns- skóla syngja nokkur jólalög og síðan verður dansað í kring- um jólatréð. Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið frá kl. 14.00 til 16.30. Aðgangseyrir er kr. 500 fyrir fullorðna en ókeypis er fyrir börn, ellilíf- eyrisþega og öryrkja. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M Audi Sportback BLS. 2 ][ Páll Óskar með veggspjald úr eftirlætisjólamyndinni. Rúllugardínur. Sparið og komið með gömlu rúllugardínukeflin og fáið nýj- an dúk á keflin. Gluggakappar sf. Reyðarkvísl 12, Ártúnsholti, s. 567 1086.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.