Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 74

Fréttablaðið - 04.12.2004, Page 74
46 4. desember 2004 LAUGARDAGUR Eitt sinn skulu allir menn deyja. Sumir ungir. Aðrir gamlir. Þeir sem eldri eru hafa sumir sett niður á blað hvernig þeir óska að síðasti spölurinn ofan jarðar verði í út- færslu, en oftast lendir það á þeim sem eftir lifa að ákveða. Útfarar- þjónustur koma ástvinum hins látna til hjálpar við skipulagningu útfararinnar. Arnór L. Pálsson, framkvæmdastjóri Útfararstofu kirkjugarðanna, segir mörg hand- tök fylgja því að koma látnum í sína hinstu hvílu. „Það þarf að velja kistu, kirkju og prest, útvega organista, kór, blóm, kross og skilti og láta prenta sálmaskrár. Í útfararþjónustu er bakvakt vegna líkflutninga á nótt- unni í líkhús. Þá þarf að aka líki í krufningu og sækja það daginn eft- ir og koma fyrir í líkhúsinu. Drjúg- ur tími fer í umbúnað líksins; að koma því í líkklæði og kistu, lík- snyrtingu, kistulagningu og jarðar- för. Ferlinu lýkur þegar líkkistan er komin í gröfina.“ Útfararstofa kirkjugarðanna er elsta starfandi útfararstofan á höf- uðborgarsvæðinu og hefur um 55 prósent hlutdeild jarðarfara. Arnór segir Íslendinga sér á báti þegar kemur að dauðanum. „Útför er stund sem verður ekki endurtekin og fólk vill hafa hana hátíðlega. Hér er ekki óalgengt að í jarðarför mæti um 200 manns, en í samanburði mæta fjörutíu manns í Danmörku. Hvergi finnst heldur dagblað fullt af minningargreinum dag eftir dag, en okkur finnst þetta eðlilegt og það er auðvitað besta mál.“ Jarðarförin kostar 300 þúsund Arnór segir grunngjald útfarar- þjónustu á Íslandi svipað og í lönd- unum í kring: „Venjuleg útför með ódýrustu kistunni, sæng, kodda, blæju og líkfötum, ásamt okkar þjónustu; kistulagningu og útför er um 140 þúsund. Síðan ráða aðstand- endur hvað gert er í framhaldi og bætist þá umtalsverður kostnaður ofan á. Flestir velja organista við kistulagningu og útför, tíu manna kór, sálmaskrár, blómaskreytingar, kross og skilti. Þá er kostnaður orð- inn um 300 þúsund krónur og auð- velt að fara upp fyrir það panti fólk einsöngvara, einleikara eða annað. Kistuskreyting, krans og blóm á altari kosta um 46 þúsund og ekki er óalgengt að sjá tónlistarþáttinn kosta um 100 þúsund, en þessir þættir, blóm og tónlist, hafa farið talsvert hækkandi.“ Að sögn Arnórs borgar Félags- þjónustan útfarir þeirra sem eru eignalausir, að hámarki 160 þúsund krónur. Hann segir boðið upp á alla venjulega greiðsluþjónustu fyrir útfararþjónustu en reikningur sé sendur tveimur vikum eftir jarðar- för. Áttatíu prósent reikninga eru greidd út í hönd. Þegar Arnór er spurður hvort hann sé farinn að finna fyrir auknu ummáli og þyngd íslensku þjóðar- innar segir hann alltaf einn og einn þurfa sérsmíðaða kistu. Algeng- asta stærð líkkistu er 190x60 senti- metrar en hún er til upp í 210x70 sentimetra. Þá kostar aukalega að flytja lík út á land, hafi lands- byggðarfólk dáið í Reykjavík. „Kostnaður fer eftir vegalengd hjá okkur, en flutningabílar sjá einnig um að flytja lík um langan veg, svo og innanlandsflug. Þetta fer allt eftir óskum aðstandenda, sem reyndar koma margir sjálfir að sækja líkin til að fylgja þeim í heimahagana.“ Líkamsleifar í kirkjugörðum Þeir sem eru heiðnir og vilja ekki hvíla í vígðri mold hafa þann kost að hvíla í óvígðum grafreit í Gufu- neskirkjugarði. Á þeim átta árum sem reiturinn hefur staðið til boða hefur aðeins ein gröf verið tekin. Sigurjón Jónasson, rekstrar- stjóri Kirkjugarða Reykjavíkur- prófastsdæma, segir bannað með lögum að grafa lík utan kirkju- garðs á Íslandi. „Um líkamsleifar gilda lög, en ekki þarf nauðsynlega prest við út- förina. Íslendingar vilja búa vel um ástvini sína í fallegum líkkistum og kosta vel til þeirra hluta, en kistur eru til úr pappa, járni, áli og plasti í útlöndum þótt hér séu ekki grafn- ar kistur úr efnum sem ekki eyðast í náttúrunni. Duftker má heldur ekki jarða utan kirkjugarðs en ösk- unni er hægt að dreifa á ákveðnum stöðum. Leyfi þarf að sækja um hjá kirkju- og dómsmálaráðuneytinu og í sjálfu sér engu tapað fyrir til dæmis KR-ing að sækja um dreif- ingu á KR-vellinum en hæpið að slíkt yrði leyft og bannað er að geyma duftker á arinhillunni árum saman, eins og stundum sést í bíó- myndunum.“ Sigurjón segir siðferði mikil- vægt þegar kemur að andláti og út- fararsiðum. „Reglugerðir kveða á um hvað má brenna og grafa en við gætum vel að því að dæla ekki út í and- rúmsloftið eitruðum þungamálm- um. Við reyndar ráðum ekki við kvikasilfur í tönnum þeirra látnu því förgunarbúnaður er svo dýr. Mannfólkið er líka margt með inn- vortis, til dæmis hjálpartæki eins og gangráð, en þeir geta orsakað sprengingu sem eyðileggur ofninn. Ónáttúrulegir liðir brenna heldur ekki og silíkon getur sömuleiðis skapað þenslu í ofni og sprungið. Þá verður líkamsbreyting við alls konar lyfjagjöf og margt sem fólk tekur inn sér til heilsubótar sem kemur fram í líkamanum þegar verið er að brenna. Þannig gengur alltaf verr að brenna suma einstak- linga en aðra. Vanalega tekur um einn og hálfan til tvo tíma að brenna lík og er það gert snemma á morgnana áður en umferð kemst í hámæli til að forðast sjónmengun og lykt.“ Þess má geta að líkbrennsluofn- ar kirkjugarðanna eru frá 1946. Heilbrigðiseftirlitið hefur gefið út starfsleyfi til 2008. Sigurjón segir nýja ofna mikla fjárfestingu enda tölvustýrða og afar fullkomna, og bætir við að nú séu menn upptekn- ir af að nýta orku frá bálstofum, en sem dæmi má nefna barnaskóla í Danmörku sem hitaður er upp af líkbrennslunni við hlið skólans. Bálförum fjölgar Enn eru örfáar fráteknar fjöl- skyldugrafir í Hólavallagarði og Fossvogi, og áætlað er að Gufu- neskirkjugarður fyllist 2020, en það fer eftir umfangi bálfara. Til stóð að nýjasti kirkjugarður Reykjavíkurprófastsdæma yrði við ána Korpu en þegar til kom brást landið. Í stað þess var kirkjugörðunum úthlutað landi neðan við Úlfarsfell og á næsta ári verður tekinn í notkun Kópa- vogskirkjugarður í Leirdal. Sigur- jón segir þörf fyrir nýja kirkju- garða ráðast af hækkandi hlutfalli bálfara, því duftker taki minna pláss í görðunum, og svo hækk- andi aldri Íslendinga. Nú sé líka tveimur gröfum úthlutað í stað þriggja áður. „Bálfarir eru í kringum 17 pró- sent útfara. Þetta er hægfara vöxt- ur en þó er í honum stígandi. Það hefur örlað á að nýjar kynslóðir horfi öðruvísi á þessi mál þar sem yngri Íslendingar hafa orðið uppi ósk um bálför í meira mæli.“ Nýlega fór fram samkeppni um duftreit í nánd við Fossvogs- kirkjugarð, þar sem heitir Leyni- mýrarblettir, en Teiknistofan Tröð fékk fyrstu verðlaun fyrir hönnun hans. Í þann reit verður hægt að dreifa ösku, um leið og svæðið verður hluti af útivistarsvæði borgarinnar. Sigurjón segir duftreiti af þeirri tegund algenga ytra, en borið hafi á bakþönkum aðstandenda sem hafa dreift ösku ástvina nafnlaust á opinbert svæði. „Minnisvarði og legstæði skipta máli. Það sjáum við glöggt á minnismerki drukknaðra sjó- manna og við fósturreitinn í Foss- vogi. Nýjasta minnismerkið er eftir Rúrí og staðsett í Gufunes- kirkjugarði, en það er eins konar hof með steinum í kring þar sem fólk getur látið grafa nöfn þeirra sem horfið hafa sporlaust og eru týndir. Það hjálpar nefnilega fólki í eymd sinni að hafa stað til að koma á og minnast hins látna.“ ■ Þegar dauðinn drepur á dyr SIGURJÓN JÓNASSON HJÁ KIRKJU- GÖRÐUM REYKJAVÍKURPRÓFASTS- DÆMA Líkbrennsla er hægt og bítandi að verða kostur æ fleiri Íslendinga en nú er hlutfall bálfara 20 prósent á höfuðborgar- svæðinu. ARNÓR L. PÁLSSON HJÁ ÚTFARARSTOFU KIRKJUGARÐANNA Segir algengasta verð fyrir útför vera um og yfir 300 þúsund krónur. Blóm og tónlist hækki fljótt grunngjald útfara. Minnisvarði og legstæði skipta máli. Það sjáum við glöggt á minnismerki drukknaðra sjómanna og við fósturreit- inn í Fossvogi. ,, Eitt sinn verða allir menn að deyja en fæstir hafa þó skipulagt útför sína þegar kallið kemur. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir ræddi við fólk sem tekur við þegar lífinu lýkur. Dánarfregnir og jarðarfarir Hvað kostar dánarfregnin í blöðum og útvarpi? Engum finnst gott að missa af andláti eða jarðarför nákomins vinar eða ættingja en hættan er alltaf fyrir hendi í hraða samfélagsins að einhver verði útundan þegar andlát er tilkynnt. Þá koma í staðinn dánarfregnir og jarðarfaraauglýsingar í dagblöðum og ríkisútvarpi landsmanna. Upplestur á rás eitt Ríkisútvarpsins: Hvert orð kostar 137 krónur. 25 orð er algeng lengd. Miðað við það kostar hver upplestur 3.425 krónur. Miðað við tvo upplestra í hádegi og að kvöldi á dánarfregn og síðar jarðarför; alls 8 lestrar: samtals 27.400 krónur. Þrjár birtingar í Morgunblaðinu; andlát, jarðarför og þakkir: Með mynd: 8.156 krónur. Þrjár birtingar samtals: 24.468. Án myndar: 4.486 krónur. Þrjár birtingar samtals: 13.458. Þrjár birtingar í Fréttablaðinu; andlát, jarðarför og þakkir: Með mynd: 6.223 krónur. Þrjár birtingar samtals: 18.669. Án myndar: 5.978 krónur. Þrjár birtingar samtals: 17.934. Það er dýrt að deyja og ekki eins og maður sé laus allra peningamála þegar hjartað hættir að slá. Margir vita ekki að flest stéttarfélög í land- inu veita útfararstyrk vegna sinna félagsmanna. Stéttarfélög leita fæst uppi aðstandendur þegar félagsmaður deyr til að upplýsa um styrkinn og því mikilvægt að vera meðvitaður um réttindi sín. Hér fyrir neðan má sjá dæmi um útfarar- styrki nokkurra stéttarfélaga. Útfararstyrkir stéttarfélaganna VR Deyi VR-félagi á vinnumarkaði fær maki greiddar út 400 þúsund krónur í útfararstyrk, sem VR kallar dánarbætur. Hvert barn undir 21 árs fær 800.000 kr. Þannig fær ekkja með fjögur börn á framfæri 3,6 milljónir í eingreiðslu dán- arbóta. Fyrir einhleypa eru greiddar út 240.000 kr. og eftirlifandi maki ellilíf- eyrisþega fær 350.000 kr. SFR Útfararstyrkur er krónur 50.000, burtséð frá hjúskaparstöðu eða barna- fjölda. BSRB Útfararstyrkur er krónur 50.000, burtséð frá hjúskaparstöðu eða barna- fjölda. Efling Deyi félagi Eflingar í starfi eru greiddar út 300.000 kr. í útfararstyrk. Hafi félaginn unnið skemur en fimm ár fær hann borgaðan einn fimmta af upphæðinni fyrir hvert unnið ár. Vegna andláts ellilífeyrisþega sem var í Eflingu eru greiddar 67.500 kr. til maka. Eining-Iðja (Akureyri) Útfarar- styrkur er 80.000 krónur. Hlutfall útfar- arstyrks lækkar ef menn hafa unnið skemur en sjö ár. Verkalýðsfélagið Hlíf (Hafnar- firði) Útfararstyrkur er 160.000 kr. Styrkur rýrnar um einn fimmta á hverju ári undir fimm. Rafiðnaðarsambandið Styrkur er 304.400 vegna útfararkostnaðar fyrir sjóðfélaga og ellilífeyrisþega. Greiddar eru 547.985 fyrir eitt barn undir átján ára aldri og 273.992 krónur með hverju barni eftir það. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur Útfararstyrkur er 147.000 fyr- ir starfandi félagsmenn og ellilífeyrisþega. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.