Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 79

Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 79
LAUGARDAGUR 4. desember 2004 „Illsamræmanlegt lýðræðinu“ Reyndar bætti Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari og einn af helstu hugsuðum þýskra jafnað- armanna, um betur og talaði í blaðaviðtali um að fjölmenning- arsamfélagið væri illsamræman- legt lýðræðinu. Slíkt samfélag, þar sem ólíkir menningarhópar lifa hver innan um annan í sátt og samlyndi, virkaði aðeins í vald- stjórnarríkjum og nefndi hann Singapúr sem dæmi um þetta. Að sögn Schmidts bættist auk þess við að margir útlendingar sem þegið hefðu landvist í Þýskalandi, jafnvel ríkisborgararétt, kærðu sig alls ekkert um að aðlagast. Kanslarinn fyrrverandi gekk svo langt að segja að það hefðu verið mistök að hleypa „gestaverka- mönnum“ frá framandi menning- arsvæðum inn í landið í stórum stíl á sjöunda áratugnum. Þessi orð ollu hneykslan sumra; eink- um voru talsmenn Þýskalands- Tyrkja móðgaðir. Schmidt sagði enn fremur að blöndun evrópskr- ar og „utan-evrópskrar“ menn- ingar hefði hingað til hvergi tek- ist vel. Auk þess byggju áköfustu talsmenn fjölmenningarinnar sjálfir oft í villuhverfum og þekktu ekki vandamálin í inn- flytjendagettóunum. Gerhard Schröder, núverandi kanslari, lét heldur ekki sitt eftir liggja, þótt ekki tæki hans eins djúpt í árinni og Helmut Schmidt. „Við í Evrópu verðum að verja hugmyndir upplýsingarinnar sem leiðarljós stjórnmálanna,“ sagði Schröder í ræðu. Múslimar í land- inu yrðu að „lýsa sig ótvírætt holla réttarfari og lýðræðislegum leikreglum okkar.“ Hófsamir frysti öfgamennina úti Reyndar hafa múslimar í Þýska- landi að nokkru leyti orðið við þessari áskorun kanslarans. Eft- ir morðið á van Gogh og æsing- inn í kjölfar þess gerðist það í fyrsta sinn að múslimar í Þýska- landi fylktu sér að baki mótmæl- um gegn herskáum íslamistum. Bjartsýnismenn binda enda helst vonir við að hófsamir og aðlögunarviljugir múslimar snúi baki við öfgamönnunum í sínum röðum og hindri þar með frekari útbreiðslu herskás íslamisma, og bjargi jafnframt laskaðri ímynd íslamskra innflytjenda í augum þorra almennings í hin- um nýju heimalöndum þeirra. Hvort það dugar til að auka lífslíkur fjölmenningarsam- félagsins til lengri tíma litið er hins vegar önnur saga. ■ Ýmsir sérfræðingar og stefnu- mótendur, ekki síst vestan Atl- antsála, fagna því að Evrópumenn séu að vakna til ákveðnari vitundar um þörfina á að láta starfsemi rót- tækra múslima ekki viðgangast í löndum sínum. Bandarískir sérfræðingar hafa á liðnum misserum, fyrir og eftir lestarsprengjuárásirnar í Madríd í vor, reynt að vekja athygli á þeirri vaxandi hættu sem Vestur-Evrópu stafaði af herskáum íslamisma. Til dæmis sagði Francis Fukuyama (sem m.a. er þekktur fyrir bókina „The End of History and the Last Man“) á málþingi í Washington DC nýlega að Evrópubúum stæði mun meiri ógn af herskáum íslamisma innan frá en Bandaríkjunum stæði slík ógn af utan frá. Að mati Fuku- yama hafa Evrópumenn látið hjá líða að ræða þessa hættu af alvöru fram til þessa vegna „lamandi póli- tískrar rétthugsunar“, eftir því sem vikuritið Economist hefur eft- ir honum. Annar bandarískur sér- fræðingur, Steven Emerson (sem m.a. hefur skrifað bókina „Americ- an Jihad - The terrorists living am- ong us“), sagði í viðtali við þýska dagblaðið Die Welt að vestræn þjóðfélög „þyrftu blóð á eigin göt- um“ til að vakna til vitundar um hættuna og grípa til viðeigandi ráð- stafana til að bægja henni frá. Hann segir leyniþjónustur landa eins og Bretlands, Frakklands og Þýskalands vera vel meðvitaðar um hættuna, en stjórnmálamenn- ina vilja berja hausnum við stein- inn; þeir vonist til að geta leitt mál- ið hjá sér, eða trúi því jafnvel að hægt sé að leysa vandann með ein- hvers konar viðræðum við öfga- mennina. „En við þessa menn er ekki hægt að semja,“ segir Emer- son. Staðreyndin sé sú að hér er um að ræða menn sem trúa á of- beldi. „Evrópumenn hafa árum saman haldið að þessir íslömsku öfgahópar söfnuðu [í Evrópu] að- eins peningum, kræktu í nýja liðs- menn en fremdu hryðjuverk sín annars staðar. Þetta hefnir sín núna,“ segir Emerson. Spurður hvort fjölmenningarsamfélagið sé með þessu liðið undir lok, svarar Emerson: „Fjölmenningarhyggjan fólst upprunalega í því að viður- kenna ólíka menningu sem hluta hinnar frjálslyndu fjölhyggju. Í okkar skilningi verða vestræn gildi að hafa yfirhöndina í fjöl- menningarlegu samfélagi. (...) Hol- lendingar, sem eru frægir fyrir umbyrðarlyndi sitt gagnvart um- burðarleysinu, fá nú að kenna á því hvað hin samfélagslega samræða nær skammt. Fjölmenningar- hyggjan hefur beðið algert skip- brot. Ef öll önnur menning telst jafngild eigin menningu eru engin viðmið lengur gild.“ ■ Bandarískir sérfræðingar: Fagna vitundarvakningu Evrópumanna HRYÐJUVERK Hryðjuverkaárás var gerð á lestarstöðina í Madríd í vor. AYAAN HIRSI Hollenska þingkonan hyggst gera nýja kvikmynd þar sem íslömsk menning er harðlega gagnrýnd. Hirsi gerir myndina þrátt fyrir að samstarfsmaður hennar van Gogh hafi verið myrtur og hún hafi sjálf fengið morðhótanir.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.