Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 97

Fréttablaðið - 04.12.2004, Side 97
LAUGARDAGUR 4. desember 2004 ■ TÓNLEIKAR ■ TÓNLEIKAR Sannkölluð tónlistarveisla verður í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag þegar fjöldi kóra og sönghópa, með samtals mörg hundruð söngvara innanborðs, kemur fram þar á dagskrá sem heitir Syngj- andi jól Dagskráin hefst á hádegi þegar barnakórar frá Hvammi og Smáralundi hefja upp raust sína, og síðan kemur nýr kór á tuttugu mínútna fresti alveg fram undir klukkan 19 um kvöldið. Alls verða þetta tuttugu kórar og sönghópar sem syngja í röð hver á fætur öðrum. Þarna mæta jafnt karlakórar sem kvennakórar, barnakórar sem kórar eldri borgara. Meðal kóranna sem syngja má nefna Kórsmiðju Tónlistarskólans í Hafnarfirði, Karlakórinn Þresti, Óperukór Hafnarfjarðar undir stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur, að ógleymdum Englakór litlu barnanna sem Natalia Chow stjórnar. Jólalögin verða vitaskuld áber- andi á þessari söngdagskrá, enda styttist nú óðum í jólin. ■ Tobias Hume er ekki þekktasta tónskáld veraldar. Hann bjó í Englandi í byrjun sautjándu aldar og var kafteinn í hernum, en lét sig ekki muna um að semja allmörg tónverk í upphafi barokktímans. Dean Ferrel, kontrabassaleikari í Sin- fóníuhljómsveit Íslands, ætlar í dag að flytja nokkur verka Tobiasar Hume á tón- leikum í tónleikaröðinni 15.15, sem Caput- hópurinn hefur skipulagt í Borgarleikhús- inu. Dean flytur þar eigin útsetningar á bæði einleiksverkum og sönglögum, og syngur þau sjálfur við texta sem eignaðir eru Hume. Dean notar kontrabassa í staðinn fyrir níu strengja gömbu, og fer hreinlega á kostum við að koma til skila hinum fjöl- raddaða stíl snemmbarokksins. Tónleikarnir hefjast klukkan 15.15 og verða ekki haldnir á Nýja sviði leikhússins eins og venjan er í þessari tónleikaröð, heldur á Litla sviðinu. ■  Spilafíklarnir á Dubliner.  Hljómsveitin Sex volt spilar á Kaffi 59 í Grundarfirði.  Hljómsveitin Sólon ætlar að skemtma á Classic Rock, Ármúla 5.  Liz Gammon skemmtir gestum á Café Romance, Lækjargötu 10.  Rokksveit Rúnars Júlíussonar held- ur uppi dúndrandi stuði í Vél- smiðjunni á Akureyri.  Kari and the Clubmembers spila á Celtic Cross.  Mannakorn á Kringlukránni. ■ ■ FUNDIR  11.00 Jón B.K. Ransu, Ragna Sig- urðardóttir, Úlfhildur Dagsdóttir og Þóra Þórisdóttir taka þátt í pallborðsumræðum í Listasafni Ís- lands í tilefni sýningarinnar Ný ís- lensk myndlist, um veruleikann, manninn og ímyndina. Fundar- stjóri er dr. Ólafur Kvaran.  11.00 Framtíðarhópur Samfylking- arinnar boðar til opins fundar í Iðnó um framtíðarskólann. Fram- sögumenn verða Hafsteinn Karlsson skólastjóri Salaskóla í Kópavogi, Margrét Pála Ólafs- dóttir höfundur Hjallastefnunnar og Gerður G. Óskarsdóttir fræðslustjóri í Reykjavík. ■ ■ SAMKOMUR  11.00 Jólakompumarkaður íbúa í Langholtsvherfi, Vogahverfi og Laugarneshverfi verður haldinn undir stúku Laugardalsvallar. Tón- listarfólk, myndlistarmenn og annað listafólk er hvatt til að troða upp eða bara kíkja í heim- sókn og "æfa" sig. ■ ■ FÉLAGSLÍF  11.30 París, frjáls félagssamtök þeirra sem eru einir, halda félags- fund í Kringlukránni laugardaginn. Upplýsingar um viðburði og sýningar sendist á hvar@frettabladid.is ekki síðar en sólarhring fyrir birt- ingu. Tuttugu kórar syngja í röð ENGLAKÓRINN Englakórinn hennar Nataliu Chow er einn af tuttugu kórum sem syngja í Hafnarborg í dag. Syngjandi bassaleikari DEAN FERREL Kontrabassaleik- arinn Dean Ferrel flytur eigin út- setningar á snemmbarokktónlist eftir Tobias Hume í Borgarleikhús- inu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.