Fréttablaðið - 04.12.2004, Blaðsíða 97
LAUGARDAGUR 4. desember 2004
■ TÓNLEIKAR
■ TÓNLEIKAR
Sannkölluð tónlistarveisla verður
í Hafnarborg í Hafnarfirði í dag
þegar fjöldi kóra og sönghópa,
með samtals mörg hundruð
söngvara innanborðs, kemur fram
þar á dagskrá sem heitir Syngj-
andi jól
Dagskráin hefst á hádegi þegar
barnakórar frá Hvammi og
Smáralundi hefja upp raust sína,
og síðan kemur nýr kór á tuttugu
mínútna fresti alveg fram undir
klukkan 19 um kvöldið. Alls verða
þetta tuttugu kórar og sönghópar
sem syngja í röð hver á fætur
öðrum.
Þarna mæta jafnt karlakórar
sem kvennakórar, barnakórar
sem kórar eldri borgara.
Meðal kóranna sem syngja má
nefna Kórsmiðju Tónlistarskólans
í Hafnarfirði, Karlakórinn Þresti,
Óperukór Hafnarfjarðar undir
stjórn Elínar Óskar Óskarsdóttur,
að ógleymdum Englakór litlu
barnanna sem Natalia Chow
stjórnar.
Jólalögin verða vitaskuld áber-
andi á þessari söngdagskrá, enda
styttist nú óðum í jólin. ■
Tobias Hume er ekki þekktasta tónskáld
veraldar. Hann bjó í Englandi í byrjun
sautjándu aldar og var kafteinn í hernum,
en lét sig ekki muna um að semja allmörg
tónverk í upphafi barokktímans.
Dean Ferrel, kontrabassaleikari í Sin-
fóníuhljómsveit Íslands, ætlar í dag að
flytja nokkur verka Tobiasar Hume á tón-
leikum í tónleikaröðinni 15.15, sem Caput-
hópurinn hefur skipulagt í Borgarleikhús-
inu. Dean flytur þar eigin útsetningar á
bæði einleiksverkum og sönglögum, og
syngur þau sjálfur við texta sem eignaðir
eru Hume.
Dean notar kontrabassa í staðinn fyrir
níu strengja gömbu, og fer hreinlega á
kostum við að koma til skila hinum fjöl-
raddaða stíl snemmbarokksins.
Tónleikarnir hefjast klukkan 15.15 og
verða ekki haldnir á Nýja sviði leikhússins
eins og venjan er í þessari tónleikaröð,
heldur á Litla sviðinu. ■
Spilafíklarnir á Dubliner.
Hljómsveitin Sex volt spilar á Kaffi
59 í Grundarfirði.
Hljómsveitin Sólon ætlar að
skemtma á Classic Rock, Ármúla
5.
Liz Gammon skemmtir gestum á
Café Romance, Lækjargötu 10.
Rokksveit Rúnars Júlíussonar held-
ur uppi dúndrandi stuði í Vél-
smiðjunni á Akureyri.
Kari and the Clubmembers spila á
Celtic Cross.
Mannakorn á Kringlukránni.
■ ■ FUNDIR
11.00 Jón B.K. Ransu, Ragna Sig-
urðardóttir, Úlfhildur Dagsdóttir
og Þóra Þórisdóttir taka þátt í
pallborðsumræðum í Listasafni Ís-
lands í tilefni sýningarinnar Ný ís-
lensk myndlist, um veruleikann,
manninn og ímyndina. Fundar-
stjóri er dr. Ólafur Kvaran.
11.00 Framtíðarhópur Samfylking-
arinnar boðar til opins fundar í
Iðnó um framtíðarskólann. Fram-
sögumenn verða Hafsteinn
Karlsson skólastjóri Salaskóla í
Kópavogi, Margrét Pála Ólafs-
dóttir höfundur Hjallastefnunnar
og Gerður G. Óskarsdóttir
fræðslustjóri í Reykjavík.
■ ■ SAMKOMUR
11.00 Jólakompumarkaður íbúa í
Langholtsvherfi, Vogahverfi og
Laugarneshverfi verður haldinn
undir stúku Laugardalsvallar. Tón-
listarfólk, myndlistarmenn og
annað listafólk er hvatt til að
troða upp eða bara kíkja í heim-
sókn og "æfa" sig.
■ ■ FÉLAGSLÍF
11.30 París, frjáls félagssamtök
þeirra sem eru einir, halda félags-
fund í Kringlukránni laugardaginn.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is
ekki síðar en sólarhring fyrir birt-
ingu.
Tuttugu kórar syngja í röð
ENGLAKÓRINN Englakórinn hennar
Nataliu Chow er einn af tuttugu kórum
sem syngja í Hafnarborg í dag.
Syngjandi bassaleikari
DEAN FERREL Kontrabassaleik-
arinn Dean Ferrel flytur eigin út-
setningar á snemmbarokktónlist
eftir Tobias Hume í Borgarleikhús-
inu.