Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 6
6 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra:
Innrás í Írak
rædd í stjórn
STJÓRNMÁL Halldór Ásgrímsson
forsætisráðherra upplýsti á Al-
þingi í gær að innrásin í Írak hefði
verið rædd á ríkisstjórnarfundi
18. mars, eða daginn sem Banda-
ríkin og Bretland gerðu innrás í
Írak. Steingrímur J. Sigfússon,
formaður Vinstri grænna segir
ráðherrann vera orðinn tvísaga
því hann hefði áður sagt í Kast-
ljósi ríkissjónvarpsins að hún
hefði ekki verið rædd í ríkis-
stjórn.
Halldór Ásgrímsson gagnrýndi
málflutning stjórnarandstöðunn-
ar og sagði að eini stuðningur við
innrásina í verki hefði verið að
leyfa afnot af Keflavíkurflugvelli.
„Hefði Samfylkingin verið á móti
því? Það hefði verið í fyrsta sinn
sem lýðræðisflokkarnir hefðu
hafnað slíkri bón.“
Steingrímur J. sagði með ólík-
indum að forsætisráðherra bæri
fyrir sig að ljóst hefði verið að
ekki hefði tekist að fá stuðning
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
við árásina á Írak. „Forsætisráð-
herra sniðgengur öryggisráðið og
reynir svo að berjast fyrir kjöri
Íslands í ráðið.“
- ás
Tjónið nemur
einni milljón
Tjónið sem varð í fjárhúsunum við bæinn Víðihlíð við Mývatn á
fimmtudaginn nemur líklega allt að einni milljón króna. Bóndinn telur
að tryggingarnar bæti ekki nema lítinn hluta tjónsins.
SLYS Fimmtugur maður var að
gefa á garðann þegar gólfið
hrundi og maðurinn og um 100
kindur féllu niður um rúmlega
einn metra í fjárhúsum við bæinn
Víðihlíð við Mývatn á fimmtudag-
inn. Féð var nýrúið og ruddist
að garðanum þegar maðurinn
byrjaði að gefa.
„Enginn veit hvað gerðist ann-
að en að gólfið hrundi og maður-
inn með. Kindurnar fóru á sund
innan um spýtnabrakið í kjallar-
anum. Það var mjög lítill skítur
þarna, þetta var aðallega vatn.
Það var nýbúið að hreinsa skítinn
út og dæla inn vatni svo að skítur-
inn legðist ekki á gólfið,“ segir
Héðinn Sverrisson, bóndi á Geit-
eyjarströnd í Mývatnssveit.
Maðurinn sem féll niður er um
fimmtugt. Hann bjargaði sér upp
úr kjallaranum með því að klifra
upp garðaenda sem hékk ofan í
vatnið en varð fyrir áfalli við slys-
ið. Hann varð að fara að næsta bæ
til að hringja á hjálp því að GSM-
síminn hans virkaði ekki eftir
að hafa lent í vatninu. Eiginkona
Héðins og þýsk vinnukona á bæn-
um hringdu á hjálp en sjálfur stökk
Héðinn strax upp í dráttarvél og
braut upp hurðina á kjallaranum.
„Það kom strax þó nokkur hóp-
ur syndandi út,“ segir Héðinn. Um
20 kindur drápust en heilsufarið á
hinum var þokkalegt og eru þær
nú komnar í hús á nágrannabæ.
„Það er ótrúlegt hvað kindur sem
manni fannst vera að gefa upp
öndina hresstust þegar þær
komust í hita og fengu rétt meðal.
Það leið stuttur tími þangað til
þær stóðu á fætur og fóru að éta,“
sagði Héðinn.
Maðurinn sem féll niður var
ekki búinn að jafna sig til fulls í
gær en þó nægilega til þess að
fara suður með systur sinni til að
sækja bíl sem Héðinn var að
kaupa en sú ferð hafði verið
skipulögð fyrir löngu. Héðinn og
konurnar tvær fengu ammoníaks-
bruna og voru böðuð af hjúkrun-
arfræðingi. Um 30 manns voru í
björgunarliðinu sem kom að fjár-
húsunum, þar á meðal félagar
í björgunarsveitinni í Mývatns-
sveit.
Tjónið er hátt í eina milljón
króna. Héðinn er vel tryggður en
segir að sér skiljist að trygging-
arnar borgi ekki nema tjón á
fatnaði og síma, ekki húsum eða
fénaði.
ghs@frettabladid.is
Mannfall á Gaza:
Skutu sjö
ára stúlku
GAZA, AFP Sjö ára palestínsk stúlka
lést þegar ísraelskir hermenn skutu
hana í höfuðið, en faðir hennar
særðist í skothríðinni. Yfirstjórn
hersins segir að hermenn á þessum
slóðum hafi skotið að svæði þaðan
sem skotið hafði verið úr sprengju-
vörpu að ísraelskri landtökubyggð á
Gaza en fólkið sem varð fyrir skot-
unum kom ekki nálægt þeirri árás.
Tveir Ísraelar særðust í
sprengjuvörpuárásinni, annar
þeirra barn að aldri. Félagar í Ham-
as stóðu að þeirri árás.
4.607 hafa látið lífið í átökum
Ísraela og Palestínumanna frá því í
september 2000. ■
MASTRIÐ VIÐ STRAUMSVÍK
Blasir við vegfarendum sem fara um
Reykjanesbraut.
Straumsvík:
Jólamastur
JÓL Mastur Landsvirkjunar við ál-
verið í Straumsvík hefur verið
sett í jólabúning. Rannveig Rist,
forstjóri ALCAN á Íslandi, kveikti
á lýsingu sem komið hafði verið
fyrir við mastrið. Það var gert í
tilefni þess að Landsvirkjun er að
verða 40 ára um þessar mundir.
Mastrið er það síðasta í röð raf-
magnsmastra áður en háspennu-
lína Landsvirkjunar fer inn í
tengivirki við álverið. Það stendur
við Reykjanesbrautina þar sem
það blasir við vegfarendum.
Mastrið sjálft er 35 ára.
- ghg
BARNARÆNINGJAR LÍFLÁTNIR
Tveir karlmenn og kona voru líf-
látin í Yunnanhéraði í Kína. Þau
voru fundin sek um að hafa stolið
og rænt ellefu drengjum á aldrin-
um tveggja til þriggja ára. Fjöl-
margir aðrir tengdust ránunum
og fengu þeir fangelsisdóma frá
sex árum til lífstíðarlanga.
TUGIR LÁTAST Í SPRENGINGU
33 létu lífið í enn einni spreng-
ingunni í kínverskri kolanámu.
28 námamenn og fimm björgun-
armenn létu lífið af völdum
sprengingar í kolanámu í
Shanxi-héraði í norðurhluta
Kína. Hátt í 5.000 kínverskir
kolanámumenn hafa látist í slys-
um það sem af er árinu.
VEISTU SVARIÐ?
1Hver er formaður framkvæmdastjórn-ar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar-
innar, WHO?
2Hvern kaus tímaritið Musical Amer-ica sem hljómsveitarstjóra ársins?
3Hver voru valin íþróttafólk ársins hjáfötluðum?
Svörin eru á bls. 74
Loksins, loksins!
Sannleikurinn um Ísland
/
ba
gg
al
ut
ur
.is
Viðeyjardóninn
afhjúpaður!
Allt um lesbíuna í Sandey!
Hvað gerist í F
élagi eldri bor
gara?
Hvaðan kom Brúðubíllinn?
* ósýnilega mannsins
30%
afsláttur
Alfræði
Baggalúts
Einskis er svifist til að
koma efninu á framfæri og
engum hlíft.
Brot úr
lærlegg* fylgir
hverri seldri
bók!
Ísland eins og það er í raun og veru!
Mjólkurframleiðsla:
Sameining
MS og MBF
LANDBÚNAÐUR Sameining Mjólkur-
bús Flóamanna (MBF) og Mjólk-
ursamsölunnar (MS) er komin á
dagskrá, að því er fram kemur í
fulltrúaráðum félaganna. „Stefnt
er að því að ákvörðun um samein-
ingu þessara tveggja samvinnu-
félaga mjólkurframleiðenda verði
til formlegrar umfjöllunar á aðal-
fundum félaganna í mars á næsta
ári,“ segir þar, en á fundum sínum
8. og 9. desember samþykktu full-
trúaráðin tillögu stjórna félag-
anna um umboð þeim til handa til
þess að vinna að sameiningu í
samræmi við gildandi lög um
samvinnufélög.
Áætlað er að ársvelta MBF og
MS í sameinuðum rekstri verði
7,6 til 8 milljarðar króna. - óká
Athvarfið Konukot formlega opnað:
Heimilislausar konur leita gistingar
FÉLAGSMÁL Heimilislausar konur
eru farnar að nýta sér næturat-
hvarfið Konukot, sem tekið var
formlega í notkun í gær, að sögn
Brynhildar Barðadóttur verkefn-
isstjóra hjá Reykjavíkurdeild
Rauða kross Íslands.
Athvarfið var raunar opnað
fyrir nokkrum dögum og reynslan
hefur þegar sýnt að full þörf var
fyrir það, að sögn Brynhildar.
„Þar hafa gist allt upp í fjórar
konur á nóttu,“ sagði hún. „Við
erum ekki í neinum vafa um að at-
hvarfið á eftir að verða fullnýtt
allan ársins hring. Það tekur bara
tíma að koma þessu af stað.“
Næturathvarfið Konukot er í
Eskihlíð 4. Félagsþjónustan lagði
húsnæðið til, en það er rekið af
Reykjavíkurdeild RKÍ. Þar eru
rúm fyrir átta konur auk hrein-
lætis- og þvottaaðstöðu. Sam-
kvæmt þarfagreiningu sem
Reykjavíkurdeildin hefur látið
gera eru allt að fjórir tugir
kvenna í Reykjavík heimilislaus-
ar. Flestar eru á aldrinum 20 - 50
ára, en nær allar eiga þessar
konur það sameiginlegt að vera í
fíkniefnaneyslu. - jss
■ ASÍA
KONUKOT
Brynhildur Barðadóttir verkefnisstjóri Reykjavíkurdeildar Rauða krossins fyrir utan næturat-
hvarfið Konukot.
BJÖRGUNARSVEITARMENN Í MÝVATNSSVEIT
Björgunarmenn komu að fjárhúsunum og aðstoðuðu við að bjarga kindunum. Hér sjást
tveir þeirra draga út kindur.
ÍRAK ENN Á DAGSKRÁ
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir
að innrásin í Írak hafi verið rædd 18. mars
á ríkisstjórnarfundi.
FLUTT MEÐ SJÚKRABÍL Kona, öku-
maður bíls, slasaðist við bílveltu á
Suðurlandsvegi á móts við bæinn
Mæri. Hún var flutt ásamt far-
þega með sjúkrabíl á heilsugæslu-
stöðina á Selfossi. Eftir skoðun
þar var hún send á slysadeild
Landsspítala - háskólasjúkrahús.
Farþeginn skarst lítilsháttar. Öku-
maður sat fastur í bílnum og var
klipptur út við komu lögreglunnar
á Selfossi á slysstað. Um tuttugu
mínútur tók að ná henni út úr
bílnum og í sjúkrabílinn.
■ LÖGREGLUFRÉTTIR
06-07 10.12.2004 20.52 Page 2