Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 11

Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 11
11LAUGARDAGUR 11. desember 2004 Tilkynningaskyldan: Góð sjósókn í desember SJÓSÓKN Alls voru 280 bátar á sjó í hádeginu í fyrradag. Það þykir gott en daginn áður voru einungis 98 bátar á sjó samkvæmt Tilkynn- ingaskyldu skipa. Vaktmaður segir veðrið hafa mikil áhrif á sjósókn smábáta sem útskýri helst sveiflurnar í sjó- sókninni. Hún sé með besta móti miðað við árstíma. Í september voru að meðaltali 260 bátar að veiðum um hádegisbilið. Flestir voru þeir 595 þann 28. september. Fyrsta desember var met mánað- arins slegið þegar bátarnir voru 458. - gag VIÐ UNDIRRITUN SAMNINGS Nemendur fimmtu bekkja grunnskóla Garðabæjar lyftu 0,5 lítra vatnsflösku með blöðrum í tilefni tímamótasamnings sem einkafyrirtæki gerði við grunnskóla sveitar- félagsins. Tímamótasamningur: Einkafyrir- tæki styrkir skóla SKÓLAMÁL Fyrirtækið Marel styrk- ir kennslu í nýsköpun og raun- greinum í grunnskólum Garða- bæjar um 3,9 milljónir á næstu þremur árum. Samkvæmt samningum sem undirritaðir voru í fyrradag legg- ur Marel fram 900 þúsund krónur til kaupa á tækjabúnaði sem nýt- ist við kennsluna. Þegar hafa tíu smásjár verið keyptar fyrir hálfa milljón króna auk þess sem fyrir- tækið færir skólunum sex rann- sóknarvogir og greiðir helming- inn af kostnaði við stöðu kennslu- ráðgjafa í nýsköpun og raungrein- um við grunnskóla bæjarins. - gag Eldur í kertaskreytingu: Vöknuðu við reykskynjara VOPNAFJÖRÐUR Reykskynjari vakti fimm manna fjölskyldu á Vopna- firði á fimmtudag. Eldur logaði í kertaskreytingu í stofunni. Fjöl- skyldan náði að slökkva eldinn með vatni. Húsmóðirin brenndist á fæti þegar hún steig á bráðið plast. Nokkrar skemmdir urðu á hús- gögnum, teppi og myndum í stof- unni af reyk, eldi og sóti, að sögn lögreglu. Fjölskyldan reykræsti og kallaði til forsvarsmenn slökkviliðs og tyggingarfélags eftir að eldurinn hafði verið slökktur. - gag LÍFEYRISMÁL Lífeyrisþegum fjölgar langt umfram mannfjölda, sam- kvæmt staðtölum frá Trygginga- stofnun ríkisins fyrir 2003. Frá árinu 1993 hefur þeim fjölg- að um 46% eða úr 46.937 í 68.542 árið 2003 að meðtöldum foreldrum sem fá greiðslur úr Fæðingar- orlofssjóði. Á sama tíma fjölgar landsmönnum um tæp 10%, úr tæpum 265 þúsund í rúmlega 290. Á árinu 1993 var hlutfall lífeyris- þega 17,7% af mannafla en 10 árum síðar var hlutfallið komið í 23,6%. Einnig má sjá að hlutfall ein- staklinga með greiðslur örorkulíf- eyris, endurhæfingarlífeyris eða örorkustyrks var í desember 2003 4,3% af mannfjölda á meðan hlut- fallið var 2,7% árið 1993. Þegar skoðaður er fjöldi bóta- þega lífeyristrygginga og félags- legrar aðstoðar og útgjöld á verð- lagi hvers árs sést að hlutfallslega mesta aukningin er í uppbótum vegna bifreiðakaupa. Á árinu 2003 fengu 823 einstaklingar greiddar samtals 368 m.kr. í uppbætur vegna bifreiðakaupa. Auk þess voru 163 m.kr. greiddar í bifreiðastyrki und- ir málaflokknum hjálpartæki. Til samanburðar fékk 421 einstakling- ur uppbætur vegna bifreiðakaupa á árinu 2002, samtals 157 m.kr. Útgjöld hins opinbera til heil- brigðismála voru rúmlega 76 millj- arðar á árinu 2003 þar af voru út- gjöld sjúkratrygginga tæpir 14 milljarðar. ■ TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS Útgjöld sjúkratrygginga á árinu 2003 voru tæpir 14 milljarðar af útgjöldum hins opinbera til heilbrigðismála, sem námu 76 milljörðum króna. Tölur Tryggingastofnunar um þróunina síðastliðin 10 ár: Lífeyrisþegum fjölgaði um 46 prósent KUNNA LÍTIÐ Í SKRIFT Meirihluti egypskra nemenda á aldrinum níu til þrettán ára á í vandræðum með að skrifa nafnið sitt og kann ekkert að skrifa sagði Ahmed Gamal Eddin Mussa, mennta- málaráðherra Egyptalands, þegar hann kynnti átak um bætta kennslu í skólum landsins. ■ EGYPTALAND 10-11 10.12.2004 19:53 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.