Fréttablaðið - 11.12.2004, Síða 16

Fréttablaðið - 11.12.2004, Síða 16
16 BÓKASAFNSSKÍRTEINI Á BORGARBÓKASAFNINU KOST- AR 1.000 KRÓNUR Skírteinið gildir í heilt ár en börn, eldri borgarar og öryrkjar fá það endurgjalds- laust. Hægt er að fá lánaðar þrjátíu bæk- ur út á hvert skírteini. Gjaldskrárhækkun hefur verið boðuð þannig að gott er að hafa hraðar hendur. HVAÐ KOSTAR ÞAÐ? Einelti á vinnustöðum hefur verið nokkuð til umræðu undanfarna daga í kjölfarið á rann- sókn sem sýnir að fimmtán pró- sent starfsmanna útibúa banka og sparisjóða telja sig hafa orðið fyr- ir áreitni í starfi. Þá hefur sérstök reglugerð um einelti einnig tek- ið gildi. Hannes Hákonarson bifreiðarstjóri seg- ist ekki hafa orðið var við einelti á þeim vinnustöðum sem hann hefur starfað á. „Ég veit ekki hversu mikið vandamál þetta er,“ segir Hannes. „Það er líka mjög erfitt að segja til um það hvað einelti er – erfitt að skilgreina það. Það má varla orðið snerta neinn án þess að það sé mögulega túlkað sem einelti. Fólk er orðið mjög viðkvæmt fyrir þessu. Flokkast það til dæmis sem áreiti að koma við öxlina á einhverjum á vinnustað?“ Hannes segist telja að gerandinn geri sér oft ekki grein fyrir því að hann sé að stunda einelti. Það end- urspegli kannski hversu ómeðvitaðir menn séu um málið. „Ég veit ekki alveg hvað er hægt að gera til að vekja fólk almennilega til umhugsunar um það hvað einelti er. Kannski þurfa yfirmenn á vinnustöðum að tala við starfsfólkið um þetta. Ef til vill er það einhver lausn – ég veit það samt ekki.“ Erfitt að skil- greina einelti EINELTI Á VINNUSTAÐ SJÓNARHÓLL Jákvæðara hugarfar og baráttuhugur, ekki síst meðal kvenna, er afrakstur funda framsóknarkvenna vegna mikillar óánægju sem spratt upp við uppstokk- un í ríkisstjórninni á haustmánuðum. Sigrún Magnúsdóttir, fyrrum borgarfulltrúi og nemi í þjóðfræði við Háskóla Ís- lands, segir eldhugann sem hafi ver- ið í sumar halda áfram að þróast: „Við erum þó ekki stöðugt með krepptan hnefann.“ Sigrún hélt baráttuávarp á fundi rúmlega 130 framsóknarkvenna þann 25. ágúst vegna óánægju þeirra með afturför jafnréttisstefnu flokksins. Á fundinum sagði Sigrún eftir- minnilega: „Við látum ekki strákshvolpa lít- ilsvirða Framsókn- arflokkinn og störf okkar. Né látum við þá vanvirða stefnu- málefni flokksins og grafa þannig undan fylgi flokksins.“ Sigrún segir að framsókn- arkonur hafi talið að unnið væri eftir jafnréttislögun- um: „Þess vegna var óánægjan svo mikil þegar síðan var hægt að taka ýmsa fram yfir þessa forystumenn okkar kvenkyns. Það á bæði við um Siv og það á líka við um Jónínu.“ Jafnréttisfulltrúi flokksins sagði í sumar kvennaframboð koma til greina héldi flokksforystan áfram að ganga fram hjá konum. Sigrún segir að það hafi alls ekki verið vilji flestra fram- sóknar- kvenna. Flokkur sé val- inn af hugsjón: „Kvennaframboð hefur aldrei reynst vel, enda er það ekki leng- ur til. Það kemur upp einhver gerjun að stofna nýtt og nýtt afl. Það endist sjald- an lengi.“ Félagskenndin hefur eflst innan Framsóknar EFTIRMÁL: FRAMSÓKNARKONUR STIGU JAFNRÉTTINU TIL VARNAR 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Býður bágstöddum að borða á aðfangadag Magnús Garðarsson, veitingamaður á Mangó grilli í Grafarvogi, opnar dyr sínar þeim sem minna mega sín og eiga um sárt að binda á aðfangadagskvöld. Hann ætlar að halda sannkölluð „Mangójól“ og láta öllum líða vel. „Hér verður boðið upp á hangikjöt og uppstúf og bayonneskinku og sykurbrúnaðar kartöflur að ótöldu öðru meðlæti,“ segir Magnús Garðarsson eða Maggi í Mangó grilli eins og hann er jafnan kallað- ur. Maggi býður alla velkomna til sín sem minna mega sín, eiga um sárt að binda og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Staðurinn hans, Mangó grill, var opnaður að Veg- húsum 1 í Grafarvogi fyrr á árinu og gengur vel. „Þetta er líka þakk- lætisvottur fyrir þær móttökur sem við höfum fengið,“ segir hann. Birgjar staðarins taka þátt í vel- gjörningnum og starfsfólkið sömu- leiðis, sem allt gefur vinnu sína þetta kvöld. Maggi segist alls stað- ar hafa fengið góð viðbrögð og lofar jólagjöfum fyrir þá sem koma. „Þetta verða alvöru jól. Sannkölluð Mangójól.“ Það var eiginkona Magga sem átti hugmyndina og öðrum þótti hún stórgóð. „Við höfum haldið jól um allan heim: í Mexíkó, Bandaríkjun- um, á Bahamaeyjum og Spáni, svo það var tilvalið að prófa eitthvað nýtt núna. Fjölskyldan verður nátt- úrlega saman því við erum öll í þessu. Svo setjumst við bara yfir kertaljósi heima daginn eftir.“ Maggi setti sig í samband við séra Vigfús Þór Árnason í Grafar- vogskirkju sem er í góðu sambandi við þá sem þarfnast aðstoðar. Hjá honum getur fólk fengið boðsmiða í jólaveisluna. „Svo er ég í sam- bandi við Hreyfil og ætla að reyna að fá leigubílstjóra til að aka fólki til og frá staðnum. Ef það gengur ekki á ég sjálfur tíu manna bíl og fæ einhvern til að skutlast með fólkið. Það verður ekki vandamál.“ Maggi er ævintýramaður, hefur búið víða um heim og fengist við margt. Hann stóð í byggingafram- kvæmdum á Bahamaeyjum árið 1999 en fellibylur eyðilagði allt saman. Hann lét það ekki á sig fá, kom sér til Bandaríkjanna og fór á puttanum til Miami þar sem hann safnaði hjálpargögnum fyrir eyjar- skeggja. „Ég hef verið í alls konar umsýslu, hótelskóla og bara lifað lífinu,“ segir Maggi í Mangó grilli, fullur tilhlökkunar eftir aðfanga- dagskvöldinu sem verður óneitan- lega sérstakt hjá honum í ár. bjorn@frettabladid.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N HANNES HÁKONARSON Jólasveinarnir: Deildar meiningar um tilvist þeirra JÓLASVEINAR Von er á jólasveinin- um Stekkjastaur til byggða í nótt og er viðbúið að gluggakistur víða um land verði þaktar skóm af ýmsu tagi. Engu að síður eru skiptar skoðanir um hvort jóla- sveinninn sé yfirhöfuð til. Vís- indavefur Háskólans hefur sett fram helstu rök með og á móti í málinu. Þeir sem telja jólasveininn til benda til dæmis á að sveinarnir sjást víða um jólaleytið, til dæm- is á jólaböllum og niðri í bæ. Krakkar fá gjafir í skóinn og þeim er sagt að jólasveinarnir setji þær þar. Hver annar ætti svo sem að setja gjafirnar í skó- inn? Ennfremur hefur heyrst að fólk verði stundum vart við ýmis ummerki eftir komu jólasveina. Til dæmis á Skyrgámur að hafa farið í ísskápinn hjá fólki og skilið eftir sig skyrslettur. Þeir sem telja að jólasveinar séu ekki til spyrja hvernig á því geti staðið að einn jólasveinn geti farið heim til allra barna á landinu og gefið þeim í skóinn á einni nóttu. Á landinu eru um 70.000 börn fimmtán ára og yngri. Ef við hugsum okkur að jólasveinninn hafi í mesta lagi tólf klukkustundir til að færa þeim öllum gjöf í skóinn á með- an þau sofa þarf hann að setja gjafir í 97 skó á hverri mínútu. Ennfremur eiga sumir erfitt með að skilja hvernig jóla- sveinninn getur borið allt dótið. Ef meðalþyngd gjafar er 200 grömm þá þarf jólasveinninn að burðast með fjórtán tonn af gjöf- um þegar hann leggur af stað. Jafnframt hefur verið dregið í efa að sveinki hafi efni á öllum þessum gjöfum. - shg STEKKJASTAUR Hvernig hefur hann efni á öllum þessum gjöfum? MAGNÚS GARÐARSSON VEITINGAMAÐUR „Þetta verða alvöru jól. Sannkölluð Mangójól,“ segir Maggi á Mangó grilli. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R 16-17 (24 klst) 10.12.2004 19:38 Page 2
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.