Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 20
20
Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sam-
einuðu þjóðanna, er í nokkrum
vanda staddur eftir að bandarískir
þingmenn fóru að kalla eftir afsögn
hans vegna rannsóknar á spillingu í
tengslum við áætlun Sameinuðu
þjóðanna sem gerði Íraksstjórn kleift
að selja olíu til að fjármagna kaup á
mat og lyfjum meðan á viðskipta-
banni Sameinuðu þjóðanna stóð.
Einn þingmanna hefur gengið svo
langt að segja að sennilega væri rétt-
ast að fangelsa Annan.
Það sem gerir stöðu Annan ekki síst
erfiða er að Bandaríkin leggja til 22
prósent af fjárheimildum Sameinuðu
þjóðanna og stærri hluta af kostnaði
við friðargæslu. Í kjölfar ásakana um
að háttsettir embættismenn hjá
Sameinuðu þjóðunum hafi þegið
mútur frá Írökum og að Kojo, sonur
Kofi Annan, hafi verið á launaskrá
fyrirtækis sem vann við áætlunina
hafa bandarískir þingmenn hvatt til
þess að hluta af framlagi Bandaríkj-
anna verði haldið eftir þar til Sam-
einuðu þjóðirnar hafa sýnt meiri
samstarfsvilja en hingað til.
Önnur ríki hafa þó komið Annan til
hjálpar og lýst stuðningi við hann.
Þeirra á meðal má nefna Kína og
Filippseyjar, en ekki síður Bretland
og Ástralíu sem hafa verið meðal
helstu samstarfsríkja Bandaríkjanna í
alþjóðamálum. Í gær gerðist svo það
að fulltrúar í allsherjarþingi Samein-
uðu þjóðanna risu á fætur og klöpp-
uðu fyrir honum.
Abdallah Baali, sendiherra Alsír,
sagðist aðeins einu sinni áður orðið
vitni að slíkri stuðningsyfirlýsingu á
fimmtán ára ferli sínum hjá Samein-
uðu þjóðunum, það var þegar Bill
Clinton ávarpaði allsherjarþingið
1998 þegar hann var í hvað mestum
vanda vegna sambands síns við
Monicu Lewinsky.
Sennilega ræður það mestu um störf
Annan og aðstæður hans hvernig
Bandaríkjastjórn bregst við á endan-
um. Hingað til hefur hún ekki tekið
undir kröfur um afsögn en heldur
ekki komið honum til varnar heldur
krafist þess að Sameinuðu þjóðirnar
geri hreint fyrir sínum dyrum.
Taki Bandaríkjastjórn skýra afstöðu
með eða á móti Annan ræður það
sennilega meiru en flest annað um
hvernig hann getur starfað þar til
kjörtímabili hans lýkur 2006. ■
Í vanda vegna olíusöluhneykslis
FBL GREINING: STAÐA KOFI ANNAN, FRAMKVÆMDASTJÓRA SAMEINUÐU ÞJÓÐANNA
11. desember 2004 LAUGARDAGUR
MILTISBRANDUR Miltisbrandur hef-
ur aldrei náð mikilli útbreiðslu
hér á landi en hann hefur stungið
sér niður á einstöku bæjum og
valdið þar miklu tjóni. Í grein Páls
A. Pálssonar, Miltisbruni á íslandi,
sem birtist í bókinni Bók Davíðs,
segir að flestum heimildum beri
saman um að miltisbrands hafi
fyrst orðið vart hér á landi árið
1865 að Skarði á Skarðsströnd,
þar sem á annað hundrað fjár
drápust af völdum sjúkdómsins.
Síðan þá hefur fólk óttast þennan
búfjársjúkdóm meira en aðra
slíka sjúkdóma.
Upp úr 1870 fór að bera meira
á veikinni, einkum í Reykjavík og
nærsveitum, en síðar varð miltis-
brands vart hér og þar um landið
fram yfir aldamót, en þá fór til-
fellunum að fækka.
Ári áður en fyrst varð vart við
miltisbrand hófst innflutningnur
á ósútuðum hertum húðum. Þar
var um að ræða „verstu og ódýr-
ustu“ tegund af húðum, eins og
samtímamenn sögðu. Fljótlega
var farið að setja þessar húðir í
samband við miltisbrandstilfelli.
Hins vegar varð ekki komist af
án húðanna meðan nánast allir
landsmenn gengu á skinnskóm og
allir sjómenn á opnum bátum
klæddust skinnklæðum. Voru inn-
fluttu húðirnar helmingi ódýrari
en þær innlendu.
Húðirnar þurfti að leggja í
bleyti svo hægt væri að vinna úr
þeim og ef skepnur komust í vatn-
ið þar sem húðirnar voru bleyttar
upp var voðinn vís, að sögn Páls.
Áreiðanlegar sagnir herma að
klyfjahestar sem báru húðir úr
kaupstað hafi stundum nuddast
illa af þessum hertu húðum og
smitast á þann hátt. Stundum
veiktust þessir hestar á leiðinni
og náðu ekki á
áfangastað.
Árið 1891 var
flutt frumvarp á
Alþingi til að
sporna við hættu
af hertum innflutt-
um húðum og
skinnum. Í umræð-
um var rætt um hinn mikla verð-
mun á innlendum og erlendum húð-
um og því treystu alþingismenn sér
ekki til að banna innflutninginn
nema fátækur almenningur fengi
álíka góðan og ódýran
skófatnað í staðinn.
Magnús Einarson dýra-
læknir í Reykjavík sneri sér
til Alþingis nokkrum árum
síðar og lagði áherslu á að
banna yrði innflutninginn.
Hann taldi voðann sem staf-
aði af húðunum yfirgnæfa
nytsemi þeirra. Eftir langar
umræður á Alþingi voru lög
um innflutningsbann sam-
þykkt. Upp frá því fækkaði
tilfellum af
miltisbrandi.
Þau fáu miltis-
brandstilfelli sem
staðfest voru á
tuttugustu öld
voru oftast tengd
jarðraski í ein-
hverri mynd. Yfir-
leitt var lítið hirt um að auðkenna
staði þar sem skepnur haldnar
miltisbrandi voru dysjaðar eða
auðkennin hurfu í áranna rás og
staðirnir féllu þess vegna í
gleymsku. Þess
vegna er mjög erfitt
að átta sig á því hvar
hætta getur leynst.
Nokkur dæmi eru
um það hér á landi
að menn hafi látist
úr miltisbrandssýk-
ingu. Í Skýrslum um
heilsufar og heil-
brigðismál á Íslandi
sem komu út árið
1901 er getið um
dæmi af Reykvík-
ingi sem missti kú
úr miltisbrandi en
vildi ekki trúa því.
Honum leist vel á
kjötið og sýndi það
bæði landlækni og
héraðsdýralækni, en
hvorugur vildi leyfa
að kjötið yrði nýtt til manneldis.
Þrátt fyrir það át maðurinn það
ásamt öðrum manni. Eftir tvo
daga dó eigandinn úr miltis-
brandssýkingu. Hinn maðurinn
lifði.
Héraðslæknirinn á Eyrar-
bakka greindi frá því árið 1901 að
bóndi í Selvogi hefði fengið drep-
bólu á enni eftir að hafa gert til
miltisbrandssýktan hest. Bóndinn
stokkbólgnaði á höfði og hálsi og
lést vegna bólgu í barkaopi.
Jón Hjaltalín landlæknir
greindi frá því að sumarið 1871
hefði hross drepist snögglega á
Grímstunguheiði. Bóndinn á Marð-
arnúpi var kvaddur til og átti að
reyna að lækna annað hross en
hann taldi ráðlegast að fella það.
Blóð úr þessu hrossi slettist á
bóndann og um leið og hann þurrk-
aði af sér blóðið reif hann ofan af
bólu á kinninni. Drep hljóp í kinn-
ina, dreifðist um höfuð og háls og
dó maðurinn skömmu síðar.
Dýralæknar í Reykjavík og á
Akureyri töldu um 1930 að miltis-
brandur hér á landi væri því sem
næst horfinn. Síðan hefur hans að-
eins orðið vart á þremur stöðum
þar til hann kom upp á Vatns-
leysuströnd í vikunni.
ghg@frettabladid.is
Jólablað Gestgjafans er
komið í verslanir
Áskriftarsími: 5155500
164síður af frábæru
jóla- og áramótaefni
12. tbl. 2004, verð 899 kr. m. vsk.
5 690691 160005
G
estgjafinn 12. tbl.2004
Jólablað
jólablað
matur og vín
villibráð í veisluna-hreindýr, önd, gæs
meðlætið ogsósurnar
jólaveislan - áramótaveislan
150
uppskriftir
kalkúnakræsingar
Almar Örn Hilmarsson er fram-
kvæmdastjóri Iceland Express sem
hyggur nú á landvinninga á meginlandi
Evrópu.
Er ekki lítil gróðavon í flugrekstri?
Það er hægt að græða á þessu eins og
öllu öðru en samkeppnin er hörð. Ég á
von á því að hagnaður verði á rekstrin-
um í mánuðinum en við erum ekki á
hlutabréfamarkaði og höfum því lítinn
hug á að dæla út afkomufréttum.
Grundvöllur félagsins hefur aldrei verið
sterkari en nú.
Eru ekki erfiðleikar í fluginu á
alþjóðavísu?
Það verða ekki erfiðleikar hjá Iceland
Express en kannski hjá öðrum. Við
erum í sóknarhug. Okkar viðskiptahug-
mynd gengur út á lágan kostnað. Við
vinnum í því alla daga að lækka hann
enn frekar.
ALMAR ÖRN HILMARSSON
Við erum í
sóknarhug
SPURT & SVARAÐ
Á fræðimáli er miltisbrandur
nefndur anthrax, sem þýðir
kol. Nafnið er dregið af
dökksvörtu blóði sem sést við
krufningu á skepnum sem
hafa farist úr sýkingunni. Ann-
að íslenskt heiti er miltisbruni.
Miltisbrandur kom með húðum
sem fóru í skó og sjóklæði
EYÐIBÝLIÐ SJÓNARHÓLL
Lögregla girti jörðina af þegar miltisbrandur fannst í hrossum sem voru í bithaga. Miltisbrands varð fyrst vart hér á landi árið 1865 að Skarði
á Skarðsströnd, þar sem á annað hundrað fjár drápust. Síðan þá hefur fólk óttast þennan búfjársjúkdóm meira en aðra slíka sjúkdóma.
DREPBÓLA
Þessi bóla líkist sennilega þeirri sem dró íslenskan bónda til
dauða árið 1871. Hann var að fella miltisbrandssýkt hross
þegar blóð úr því slettist á hann. Um leið og hann þurrkaði
af sér blóðið reif hann ofan af bólu á kinninni. Drep hljóp í
kinnina, dreifðist um höfuð og háls og maðurinn dó
skömmu síðar.
HLEMMUR
Upp úr 1870 fór að bera meira á miltisbrandi hér á
landi, einkum í Reykjavík og nærsveitum. Miltis-
brandssýkt kýr var grafin þar sem Hlemmur er nú.
20-21 (360 gr) 10.12.2004 19:37 Page 2