Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 32

Fréttablaðið - 11.12.2004, Qupperneq 32
Aparnir ódýrari en sérfræðingar þrifalegri Nýjasta tölublað tímaritsins Vísbendingar er í senn fróðlegt og skemmtilegt. Í sérstöku jólablaði eru nokkrir fræðimenn og sérfræðingar fengnir til að skjóta niður þekktar mýtur á sínu sviði. Einn þeirra er Gylfi Magnússon hag- fræðingur. Hann fjallar meðal ann- ars um þá mýtu að til séu píramídafyrir- tæki sem virki. Um það segir Gylfi. „Vík burt, Satan! Einu píramídarnir sem eru skoðunar virði eru úr grjóti og í Egyptalandi.“ Hann skýtur einnig niður gamla goðsögn í fjár- festingum sem segir að api með bundið fyrir augun geti valið arð- samara hlutabréfasafn heldur en færustu sérfræð- ingar. Gylfi segir sérfræðingana hafa forskot á apana og ættu að geta metið áhættu betur. Svo segir Gylfi: „Sérfræðingarnir eru líka þrifalegri. Ap- arnir eru hins vegar ódýrari í rekstri.“ Þetta hlýtur að vera umhugsunarverður valkostur fyrir banka- stjóra. Svartsýnn hagfræðingur Annar álitsgjafi Vísbendingar er hagfræðingurinn Sigurður Jóhannesson. Hann tekur fyrir þá mýtu að uppsveiflan í íslensku efnahagslífi sé vegna aukins frelsis í viðskiptalífinu. Um þetta segir Sigurður að góðærið stafi fyrst og fremst af almennri bjartsýni í atvinnulífinu, miklum lántökum og stórum opin- berum framkvæmdum. Næsta mýtan á eftir góð- ærismýtunni er hallærismýtan. Sigurður segir að eftir uppsveifluna komi skellur. „Og hann verður þeim mun meiri sem uppsveiflan sem nú stendur yfir verður stærri og langvinnari,“ segir hann. MESTA HÆKKUN ICEX-15 3.282 KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 126 Velta: 1.934 milljónir -2,59% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Kögun hefur nú eignast 82,4 prósenta hlut í Opnum kerfum. Afhending hlutabréfa í Kögun, sem fást sem greiðsla vegna yfir- tökutilboðs, mun eiga sér stað 14. til 17. desember. Verðbólga í Danmörku á síð- ustu tólf mánuðum er 1,2 pró- sent. Gengisivísitala íslensku krón- unnar hækkaði í gærmorgun og virðist vera að ná jafnvægi eftir hraða styrkingu í kjölfar vaxta- hækkunar Seðlabankans í lok síðustu viku. Útlán Íbúðalánasjóðs í nóv- ember námu fjórum milljörðum króna og drógust saman um hálf- an milljarð frá í október. Þetta kom fram í Morgunkorni Ís- landsbanka. 32 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Verði af kaupum Bakkavarar á Geest eins og flest bendir til verður til leiðandi fyrirtæki í framleiðslu ferskra matvæla fyrir stórmarkaði. Tækifæri Bakkavarar liggja í hagræð- ingu og samlegð, auk sterkari samningsstöðu á markaði í krafti stærðar. Það fór eins og margan grunaði að Bakkavör myndi hefja yfirtökutil- raunir á breska matvælafyrirtæk- inu Geest hið fyrsta eftir að tæki- færi gafst. Bakkavör mátti hefja vinnu við yfirtöku 29. nóvember og þá var þegar hafist handa. Opinbert ferli hófst svo 9. desember. Á breskum markaði fá menn ekki góðar móttökur ef sýnt er fram á að vinna við yfirtöku hefjist fyrr en heimilt er. Forsvarsmenn Bakkavarar hreyfðu því hvorki legg né lið fyrr en heimilt var. Bakkavör á fyrir ríflega fimmt- ungshlut í Geest og hefur því góða innsýn í reksturinn. Það að fyrir- tækið leggi strax til atlögu bendir til þess að það sjái mikla möguleika í rekstrinum og telji að ekki sé eftir neinu að bíða. Eignarhluturinn tryggir að ekki komast aðrir að borðinu. Ef Bakkavör hefði getað beðið og freistað þess að sú spenna í gengi Geest sem tilkomin er vegna væntinga um yfirtöku Bakkavarar hyrfi úr verði félagsins. Viðræðurn- ar um yfirtöku nú sýna að bræðurn- ir Ágúst og Lýður Guðmundssynir vilja hefjast handa við að móta Geest að sínum hugmyndum. Betri nýting Bakkavör og Geest eru ólík félög á margan hátt. Geest er með miklu meiri veltu en Bakkavör, en Bakka- vör nýtir fjármuni sína og fram- leiðslutæki miklu betur. Geest er með hátt hlutfall eigin fjár miðað við það sem tíðkast í íslenskum fyr- irtækjum. Bakkavör getur því skuldsett fyrirtækið meira en nú er. Bakkavör þarf því ekki að sækja sér nema hluta af kaupverðinu á markað í hlutafjáraukningu. Víst er að stjórnendur Bakkavarar sjá tækifæri í að nýta framleiðslu- tæki og fjármuni Geest mun betur en raunin er nú. Það er fleira sem hangir á spýt- unni. „Eftir kaup á Geest verður Bakkavör áhættudreifðara félag,“ segir Bjarki Logason, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans. Hann segir að kennitölur úr rekstri Bakkavarar séu mun hærri en hjá Geest. Með sameiningu lækka kennitölur Bakkavarar. Framleiðsluvörur Geest eru mun fleiri, auk þess sem Geest er þegar með starfsemi á meginlandi Evrópu og í Asíu. Smásölukeðjan Tesco er stærsti viðskiptavinur Bakkavarar. Hlutfall Tesco í við- skiptamannahópi Bakkavarar minnkar úr rúmum 60 prósentum í rúm 50 prósent. Sameinað félag yrði langstærsta félagið á sínu sviði á Bretlandi. Stærðin nýtist Bjarki segir að stærðin muni nýtast félaginu vel. Bæði náist fram hag- ræðing í innkaupum og sterkari samningsstaða gagnvart birgjum. Þá standi svo stórt fyrirtæki betur að vígi í samningum við smásölu- aðila. Hörð samkeppni er á bresk- um matvörumarkaði, sem hefur þýtt að framlegð fyrirtækja sem framleiða vörur fyrir stórmarkaði hefur lækkað. Geest hefur ekki far- ið varhluta af þeirri þróun. Bakkavör hefur hins vegar tekist að halda framlegð mun hærri en hjá samkeppnisaðilunum. Bjarki segir að það liggi fyrst og fremst í því að framleiðsluvörur Bakkavarar séu gæðavörur. „Á þeim hluta markað- arins ræðst markaðsstaðan fremur af gæðum vörunnar en verði.“ Bakkavör hefur einnig verið í mun hraðari vexti en Geest. Búast má við að sameinað félag vaxi hægar í fyrstu en Bakkavör hefur gert undanfarið. Hagsaukinn fyrir hluthafa Bakkavarar með kaupum liggur í að með þeim hrað- ar Bakkavör þróun sinni og festir sig í sessi sem leiðandi fyrirtæki á heimsvísu í sinni grein. Sú staða getur skipt sköpum þegar horft er til framtíðar. Auk þess kæmi beinn hagsauki í samlegð og hagræðingu í rekstri. Stærð og styrkur félagsins myndi gera samningsstöðu þess sterkari, bæði gagnvart innkaupum og í sölusamningum við smásölu- keðjur. Þess utan gætu legið mögu- leikar á sölu þeirra rekstarþátta Geest sem ekki falla að kröfum Bakkavarar um vöxt og framlegð. Ólík fyrirtækjamenning Þrátt fyrir hægari vöxt Geest og að rekstur þess sé ekki jafn straum- línulagaður og hjá Bakkavör er ekki hægt að segja að félagið sé stirt og staðnað. Stjórnendur þess hafa sótt fram og leitað nýrra tækifæra. Geest hefur að undanförnu leitað á ný mið. Enda þótt bæði Bakkavör og Geest séu skráð almennings- hlutafélög er eignarhaldið ólíkt. Stofnendur Bakkavarar eru kjöl- festueigendur og stjórnendur fyrir- tækisins. Ráðdeild og góð nýting einkennir slík fyrirtæki í meiri mæli en fyrirtæki í dreifðri eignar- aðild eins og Geest. Eigendur Bakkavarar bera virðingu fyrir stjórnendum Geest og líklegt að lykilstjórnendur verði áfram hjá félaginu. Miðað við rekstrartölur Bakka- varar og Geest fyrir síðasta ár er samanlögð velta 132 milljarðar króna og hagnaður fyrir skatta 7,6 milljarðar. Miðað við þær tölur er félagið komið í forystu íslenskra fyrirtækja hvað varðar helstu rekstrartölur. Starfsfólk sameinaðs fyrirtækis verða á þrettánda þús- und. Bakkavör væri því komin í stærð sem stjórnendur félagsins reiknuðu með að yrði raunin árið 2013 og menn voru mistrúaðir á. Kaupin á Geest eru hins vegar ekki frágengin. Eftir er að semja um verð. Á breska markaðnum er talið að stjórn Geest vilji fá 700 pens fyrir hlutinn, en að Bakkavör hafi boðið mun lægra. Sérfræðing- ar telja líklegt að endanlegt verð muni liggja á bilinu 625 til 700 pens fyrir hlutinn. Ekki er talið ólíklegt að lending geti náðst á verðinu 670 til 680 pens fyrir hlutinn í Geest. Eigendur Geest eru fagfjárfestar og því þarf ekki að taka tillit til tilfinninga- tengsla eigenda við fyrirtækið. Það verður því verðið eitt sem ræður niðurstöðu í yfirtöku Bakkavarar á Geest. ■ vidskipti@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 38,00 -4,10% ... Bakkavör 23,70 -4,05% ... Burðarás 11,75 -3,69% ... Atorka 5,70 -1,72% ... HB Grandi 7,46 -0,53% ... Íslandsbanki 11,10 -1,77% ... KB banki 431,00 - 2,27% ... Landsbankinn 11,75 -2,89% ... Marel 48,20 -5,12% ... Medcare 5,98 -0,50% ... Og fjarskipti 3,10 -2,21% ... Opin kerfi 27,50 - ... Sam- herji 10,50 -7,89% ... Straumur 9,55 -0,52% ... Össur 73,20 -4,31% Tölur frá um kl. 13 í gær. Nýjustu tölur á visir.is Engar hækkanir Samherji -7,89% Marel -5,12% Össur -4,31% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: nánar á visir.is Matvara hækkaði meira en búist var við og húsnæði heldur áfram að hækka. Bú- ast má við að aðgerðir Seðla- bankans skili sér í næstu mælingum neysluverðsvísi- tölunnar. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,46 prósent milli nóvember og desember. Þetta er meiri hækkun en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Flestar hækkuðu deildirnar spár sínar þegar kynnt var frum- varp ríkisstjórnarinnar um hækk- un á áfengis- og tóbaksgjaldi. Greiningardeild Íslandsbanka segir að hækkunina megi meðal annars rekja til óvæntrar hækk- unar matvöruverðs en sú hækkun nam 0,9 prósentum á milli mán- aða. Hækkun verðlags síðustu tólf mánuði er 3,9 prósent en ef ekki er tekið tillit til hækkunar hús- næðis er verðbólgan 2,6 prósent. Síðustu þrjá mánuði hefur hækk- unin þó verið heldur skarpari og er 5,9 prósent á ársgrundvelli, en 4,1 prósent ef verðhækkanir á húsnæði eru undanskildar. Mest áhrif á hækkunina nú hef- ur hækkað húsnæðisverð. Þar á eftir kemur matvælaverðið. Í Morgunkorni Íslandsbanka í gær kemur fram að greiningar- deild bankans telji að verðbólgu- horfur hafi batnað töluvert eftir vaxtahækkun Seðlabankans í mánuðinum en áhrifa hennar gæt- ir ekki í þessum tölum. Þá eru yf- irlýsingar Seðlabankans um áframhaldandi hækkun stýri- vaxta líklegar til að draga úr hættu á því að verðbólgan fari upp fyrir þolmörk Seðlabankans. - þk Umsvif Samskipa eru mikil vegna vöruflutninga í tengslum við starfsmannaþorp Fjarðaráls- Alcoa. Í frétt frá Samskipum segir að vöruflutningaskipið sem lagðist að bryggju á laugardag sé eitt hið stærsta sem þangað hefur komið. Skipið heitir Enchanter og er 138 metra langt og getur borið tæplega þrettán þúsund tonn. Skipið landaði sextíu húsum fyrir vinnubúðir en þau voru flutt frá Houston í Texas og voru næstum þrjár vikur á leiðinni. Fleiri stórskip eru væntanleg til Reyðarfjarðar með stóra farma og alls munu Samskip flytja 82 hús í vinnubúðirnar í vikunni. - þk Hluthafar hafa forkaupsrétt á milljarði nýrra hluta á genginu 10,65. Skráningar- frestur rennur út 17. desem- ber. Íslandsbanki hefur tryggt sér tvo þriðju hlutafjár í hinum norska BN banka í yfirtökutilboði sem rennur út 17. desember. Í ljósi þessa hefur Íslandsbanki ákveðið að selja nýtt hlutafé að nafnvirði 1,5 milljarða króna. Reikna má með að Íslands- banki fái tæplega sextán millj- arða króna í útboðinu en kaup- gengið er 10,65. Núverandi hlut- hafar í Íslandsbanka hafa for- kaupsrétt að hlutnum en stjórn bankans mun taka afstöðu til þess síðar hvort efni standa til að selja fimm hundruð milljónir hluta í viðbót í útboði þar sem forkaups- réttur yrði ekki til staðar. Í tilkynningu frá Íslandsbanka segir að tilgangur útboðsins sé tvíþættur. Annars vegar vegna kaupa á BN bankanum og hins vegar að styrkja eiginfjárstöðu bankans vegna mikillar aukning- ar í útlánum. Í hlutafjárútboðinu miðast for- kaupsréttur við hluthafalista þann 7. desember og geta hluthaf- ar skráð sig fyrir auknum hlut á tímabilinu 17. desember til 4. jan- úar. Greiðsludagur er 25. janúar. - þk Íslandsbanki eykur hlutafé STEFNT AÐ ÞVÍ AÐ STYRKJA BANK- ANN Hluthöfum gefst tækifæri til að auka hlut sinn í bankanum. Hlutafjáraukningin kemur meðal annars til vegna kaupa á BN bankanum í Danmörku og er ætlað styrkja eiginfjárstöðu Íslandsbanka. HEIMURINN UNDIR Bræðurnir í Bakkavör stækka markaðssvæði sitt og auka fjölbreytni framleiðslunnar með kaupum á Geest. Bakkavör yrði með kaupunum leiðandi fyrirtæki á sínu sviði í Bretlandi og meðal þeirra allra stærstu í hópi ört vaxandi íslenskra fyrirtækja. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Rekstur á fyrri helmingi ársins 2004 Bakkavör Geest Markaðsvirði 54.813 40.393 Sala 54.571 8.470 Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir og fjármagnsliði 4.017 1.379 Framlegðarprósenta 7,40% 16,30% Hagnaður 1.162 641 Tölur í milljónum króna Verður leiðandi risi með kaupum á Geest ENCHANTER Í REYÐARFIRÐI Vöruflutn- ingaskipið Enchanter flutti sextíu hús frá Houston í Texas til Reyðarfjarðar. Mikil umsvif vegna álvers Verðbólgan umfram spár DÝRARA AÐ VERSLA Hækkanir á verð- lagi voru meiri í síðasta mánuði en spáð hafði verið. Einkum hækkaði húsnæðis- verð og matvara. Ekki er þó víst að hærri verðbólga hafi mikil áhrif á jólaverslunina. HAFLIÐI HELGASON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING YFIRTAKA BAKKAVÖR Á GEEST 32-33 Viðskipti 10.12.2004 15:02 Page 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.