Fréttablaðið - 11.12.2004, Síða 38
Á seinni árum hafa Íslendingar
greitt stórfé útlendingum sem
hingað hafa komið til ýmiss konar
hjáfræðiiðkana. Ný bók sannar að
þetta er algjör óþarfi. Íslendingar
hafa um aldir iðkað þessi fræði og
hafa lengi verið fullkomlega sjálf-
um sér nógir í þeim efnum. Það
markar tímamót að út er komin
bók sem geymir sönnur á þessu.
Hér er um að ræða bókina „Hand-
arlínulist og höfuðbeinafræði“ sem
er eftir handriti Jakobs Sigurðs-
sonar frá því um miðja 18. öld. Jak-
ob var einn þeirra Íslendinga átj-
ándu aldar sem iðkuðu þá þjóðlegu
grein að skrifa handrit. Handrit
hans eru fallega gerð og fagurlega
myndskreytt. Það er Örn Hrafn-
kelsson, forstöðumaður handrita-
deildar Landsbókasafns/Háskóla-
bókasafns, sem býr handrit Jakobs
til prentunar og ritar inngang.
Hann ræðir meðal annars um
ástæður þess að menn lögðu þetta
á sig, þótt prentlistin væri löngu
komin til sögunnar. Og skýringin
er sú að þá eins og nú voru þetta
talin hjáfræði. Ekkert var prentað
nema guðsorðabækur, sálmar og
ein og ein útgáfa af fornum sögum.
Því urðu andófsmenn átjándu ald-
ar að notast við uppskriftir. Menn
skrifuðu upp gömul handrit inn-
lend en þýddu líka ýmsan fróðleik,
sem þeim barst á prenti frá útlönd-
um. Og eins og sjá má á þessari
bók voru þessar alþýðuuppskriftir
sumar gerðar af mikilli list. Þessi
iðja var stunduð fram á seinni
hluta nítjándu aldar.
Áhugafólk um lófalestur,
stjörnuspeki, alþýðlega læknis-
dóma og höfuðbeinafræði getur
fundið margt merkilegt í fræðum
sínum í ritum Jakobs Sigurðsson-
ar. Þar er líka fjallað um ráðningu
drauma, blóðtökur og hvernig hár-
vöxtur og beinabygging segir til
um innræti og eðli. Gerð er grein
fyrir því hvernig og hvar sæði
karls og egg konu verða til og sagt
frá getnaðinum. Okkur kann að
finnast að þessi bók sé sönnun um
kreddutrú og hindurvitni forfeðra
okkar en hún er furðu skyld mörg-
um bókum sem þykja ómissandi á
náttborði nútíma Íslendings. ■
38 11. desember 2004 LAUGARDAGUR
ALEXANDER SOLSÉNITSÍN
fæddist þennan dag 1918.
Handarlínulist og stjörnuspeki
HJÁFRÆÐIIÐKUN: ENGIN ÞÖRF Á AÐ LEITA TIL ÚTLENDINGA
“Mikill rithöfundur er landi eins og önnur ríkis-
stjórn. Þess vegna hefur engin ríkisstjórn dá-
læti á miklum rithöfundum – bara litlum.“
- Hann var ekki í hávegum hafður hjá Sovétstjórninni.
En Pútín elskar hann.
timamot@frettabladid.is
Fyrir réttum tíu árum skipaði
Boris Jeltsín rússneska hernum
að ráðast inn í Tsjetsjeníu, sem
hafði lýst yfir sjálfstæði 1991
undir forystu fyrrverandi hers-
höfðingja í Rauða hernum, Dosk-
ar Dúdajev. Valdhafar í Moskvu
féllust ekki á þetta. Rússar lögðu
þetta land undir sig um miðja 19.
öld. Íbúar þessa svæðis hafa
aldrei verið þægir landsetar
Moskvuvaldsins. Nikulás 1. keis-
ari hóf innrásina í Kákasus um
1830 og um miðja öldina lagði
keisaraherinn Tsjetsjeníu undir
sig. Íbúarnir eru flestir múslimar.
Rauði herinn lagði landið undir
sig 1923 og sjálfstjórnarsvæðin
Ingúsetía og Tsjetsjenía voru
stofnuð. Í lok seinni heimsstyrj-
aldar sendi Stalín fjölda
Tsjetsjena í útlegð og sakaði þá
um samstarf við Þjóðverja. Eftir
fall Sovétríkjanna óx sjálfstæðis-
öflum ásmegin. Rússar óttuðust
að fordæmi Tsjetsjena mundi
leiða til keðjuverkana um allt
Rússneska ríkjasambandið en
kannski sérstaklega í Kákasus.
Því ákváðu þeir að kæfa þetta í
fæðingu.
En margt fer öðruvísi en ætlað
er. Eftir margháttaðar hrakfarir
urðu Rússar að semja um vopna-
hlé og hypja sig. Aslan Maskatof
varð forseti. En staða Tsjetsjeníu
var allsendis óljós. Eftir hryðju-
verkaárásir í Moskvu 1999 réðst
rússneski herinn aftur inn í
Tsjetsjeníu og er þar enn. For-
ystumenn sjálfstæðissinna eru
landflótta og hafa margir hverjir
fengið hæli á Vesturlöndum. Sum-
um þykir það tvískinnungur og
líkja þeim við hryðjuverkamenn
Baska á Spáni. Engri vestrænni
ríkisstjórn dytti í hug að hýsa þá
menn annars staðar en í ramm-
gerðum dýflissum. Skiptir þá
engu hvaða skoðun menn hafa á
stöðu Baska. En um Tsjetsjena,
sem Rússar saka um mannskæð
hryðjuverk, og reyndar virðist í
mörgum tilfellum enginn vafi
leika á sekt þeirra, gildir annar
mælikvarði. ■
LÓFALESTUR Fræðigrein sem var iðkuð af íslenskum bónda á 18. öld.
Þennan dag 1936 sagði Játvarður
8. Bretakóngur af sér, til þess að
geta gengið að eiga ástkonu sína,
Wallis Simpson. Að kvöldi þessa
dags sagði hann í útvarpsávarpi
að hann segði af sér vegna þess
að hann treysti sér ekki til þess
að gegna skyldum sínum án
stuðnings konunnar sem hann
elskaði. Áform hans um ráðahag-
inn höfðu mætt eindreginni and-
stöðu ríkisstjórnar Bretlands, fjöl-
skyldunnar og bresku kirkjunnar.
Eini stjórnmálaleiðtoginn sem
studdi Játvarð var Winston
Churchill. En afstaða hans skipti
ekki máli. Formleg krýning Ját-
varðs hafði ekki farið fram þegar
hneykslið fyllti forsíður bresku
blaðanna. Eldri bróðirinn, hertog-
inn af Windsor, varð Georg kóng-
ur VI en Játvarður og Wallis
Simpson fluttu til Frakklands og
giftust þar. Þaðan fóru þau til
Spánar eftir að stríð braust út.
Játvarður og Wallis Simpson voru
hlynnt nasismanum og þeim var
boðið til Þriðja ríkisins og hlutu
góðar viðtökur hjá Hitler. Frá
Spáni fóru hjónin til Bahama-eyja
þar sem hann varð landstjóri
Breta. Seinna kom á daginn að
nasistar höfðu ráðgert að ræna
honum og gera hann að lepp-
kóngi sínum í Bretlandi. Eftir
stríðið sagði hann af sér og þau
fluttu aftur til Frakklands. Þau
voru ekki tekin í sátt af konungs-
fjölskyldunni fyrr en 1967. Fimm
árum síðar dó Játvarður 8. Kona
hans lifði hann um fjórtán ár.
11. DESEMBER 1936 Játvarður 8.
segir af sér til að kvænast Wallis
Simpson.
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1872 Buffalo Bill kemur fyrst
fram á sviði.
1894 Fyrsta bílasýning veraldar
haldin í París.
1930 Verkfall hefst í garnastöð
SÍS í Reykjavík, „Garnaslag-
urinn“.
1941 Þjóðverjar lýsa yfir stríði á
hendur Bandaríkjamönn-
um.
1946 Barnahjálp SÞ stofnuð.
1975 Dráttarbáturinn Lloydsman
siglir á varðskipið Þór í
mynni Seyðisfjarðar.
1994 Boris Jeltsín sendir rúss-
neskan her inn í Tsjetsjen-
íu.
Játvarður Bretakóngur segir af sér
AFMÆLI
Guðmundur Jónsson
arkitekt er 51 árs í dag.
Auður Haralds rithöfundur er 57 ára.
Ingimar Erlendur Sigurðsson rithöf-
undur er 71 árs.
Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur er
64 ára.
Guðrún Bjarnadóttir fegurðardrottning
er 62 ára.
ANDLÁT
Þórólfur Stefánsson Lagarási 2, Egils-
stöðum, lést miðvikudaginn 8. desem-
ber.
Jón Sigurðsson Hæðargarði 35, Reykja-
vík, lést miðvikudaginn 8. desember.
JARÐARFARIR
13.30 Bjarnþór Eiríksson, Oddabraut
11, Þorlákshöfn, verður jarðsung-
inn frá Þorlákskirkju í Þorlákshöfn.
14.00 Anna Pálína Sigurðardóttir,
Hraunbúðum, áður Hásteinsvegi
64, Vestmannaeyjum, verður jarð-
sungin frá Landakirkju.
14.00 Leifur Jónsson, fyrrv. skipstjóri og
hafnarstjóri, Rifi, Snæfellsnesi,
verður jarðsunginn frá Ingjalds-
hólskirkju.
14.00 Ingibjörg Jóna Hansdóttir, Fella-
skjóli, Grundarfirði, verður jarð-
sungin frá Grundarfjarðarkirkju.
14.00 Minningarathöfn um Egil Fannar
Grétarsson, Fellsenda í Þingeyjar-
sveit, verður haldin í Þorgeirs-
kirkju í Þingeyjarsveit.
14.00 Elvar Fannar Þorvaldsson, Báru-
stíg 14, Sauðárkróki, verður jarð-
sunginn frá Sauðárkrókskirkju.
Elsku sonur okkar og bróðir,
Elvar Fannar Þorvaldsson
Bárustíg 14, Sauðárkróki,
sem lést af slysförum á heimili sínu að morgni 4. desember sl.
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn
11. desember kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþökkuð en þeim sem vilja minnast
hans er bent á Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna, vefslóð skb.is
Ólöf Harðardóttir, Þorvaldur Steingrímsson, Þráinn Þorvaldsson og
Sunna Ósk Þorvaldsdóttir.
Þökkum auðsýnda samúð við útför
Bjarna Ólafssonar
Framnesvegi 15, Reykjavík.
Alda Magnúsdóttir, Ólafur Árni Bjarnason, Ivette Bjarnason, Erna Björg
Bjarnadóttir, Markús Bjarnason, Andri Freyr Halldórsson, Michelle
Frandsen Ólafsson, Ástríður Jósefína Ólafsdóttir, Bjarni Jósef Ólafsson,
Frank Niculás Ólafsson, Leander Magnús Ólafsson, Haukur Ólafsson,
Björg Friðriksdóttir og Hrefna Ólafsdóttir
SAMSKIPTI Fræðast mátti um nánustu
samskipti karls og konu. Slíkur fróðleikur
fékkst ekki prentaður.
Tsjetsjenía - rússneskur höfuðverkur
NIKULÁS 1. RÚSSAKEISARI Hóf innrás-
ina í Kákasus um 1830.
ASLAN MASKATOF Forseti eftir margháttaðar hrakfarir Rússa.
38-51 (38-39) Tímamót 10.12.2004 15.18 Page 2