Fréttablaðið - 11.12.2004, Síða 41

Fréttablaðið - 11.12.2004, Síða 41
3LAUGARDAGUR 11. desember 2004 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar ...Ei aki neinn Jólin eru á næsta leiti. Jólainnkaup, jólahlaðborð, jólaglögg, jólaböll, jólaboð ... jólaumferð. Desember getur reynt á taugarnar í umferð- inni. Óvenjulega margir á ferli að sinna erindum fyrir jólin, hálka suma daga, rigning aðra og hvergi laus bílastæði. Gott ef umferðar- ljósin eru ekki líka rauð eilítið lengur í desember en aðra mánuði – svona til hátíðabrigða. En við megum ekki missa sjónir á jólaandanum þó að illa gangi að komast leiðar sinnar. Til að byrja með skulum við vera meðvituð um að umferðin er hæg í desember og ætla nægan tíma til að komast á milli staða og drjúgan aukatíma til að finna stæði. Það er gott að setja bensín á bílinn þegar við höfum smá afgangs tíma, svo að við þurfum ekki að gera það í spreng síðar um daginn. Í bílnum ættum við líka að hafa auka húfu og vettlinga, ef við þyrftum að leggja bílnum úr al- faraleið og ganga. Gott teppi ætti að vera staðalbúnaður í bílum því að maður veit aldrei hvenær eitthvað kemur upp á. Það nýtist líka svo vel um hátíðirnar. Þó að spariföt séu sjaldnast hlý spígsporum við í þeim um bæinn þveran og endilangan í slyddu og roki. Þá getur verið gott að hafa teppi í bílnum til að hlýja sér. Á leiðinni í jólahlaðborðið má taka með sér góð og hlý útiföt í bíln- um – jafnvel gönguskó líka. Eftir borðhald og tilheyrandi má svo koma við í bílnum, klæða sig upp og ganga áleiðis heim. Því hvað er rómantískara og jólalegra en göngutúr síðla kvölds innan um jólaljós- in og skreytingarnar? Hvort sem við göngum alla leið heim eða treystum á leigubíl seinni hluta ferðarinnar ættum við að nýta þetta tækifæri til að hægja á í jólaösinni og hressa okkur aðeins við. Og mundu: Eftir einn... ■ Á hverju keyra stjörnurnar? Sterk staða krónunnar Bílabúð Benna lækkar verðið. Sterk staða krónunnar gefur nú tæki- færi til lækkunar á verði bíla, ekki síst þeirra amerísku. „Við höfum reyndar verið að lækka verðið jafnt og þétt vegna gengisþróunarinnar undanfarin misseri,“ segir Benedikt Eyjólfsson. „Porsche Cayenne Sport jeppi hefur til dæmis lækkað úr 6.600.000 kr í 6.290.000 kr. sem er tæplega 6% lækkun á nokkrum mánuðum. Breyt- ing gengisins kemur fyrr fram í bílum eins og Porsche sem eru sérpantaðir og því ekki lagervara á gömlu gengi. Eini ókosturinn er að kvótinn okkar er að verða uppurinn og aðeins örfáir bíl- ar til næstu mánuði,“ segir Benedikt. Tom Cruise leikur ekki aðeins í hasarmyndum heldur vill helst að lífið sé hasarmynd og keyrir um á Porsche 911 Turbo Coupe. Jennifer Aniston er fínleg og flott en lætur aldeilis vita af sér á Mercedes-Benz G500 jeppanum sínum. Leonardo DiCaprio er hlédrægur í sínum bílainnkaupum og velur hinn umhverfisvæna Toyota Prius. Justin Timberlake á nóg af seðlum og sýnir það með því að keyra um á Cadillac Escalade pallbílnum. Hugh Grant heldur greinilega að hann sé James Bond og keyrir um á Aston Martin V12 Vanquish. Madonna sameinar fjölskyldulíf- ið og þægindi og velur Mercedes-Benz S600. Síðast en ekki síst er það Liz Hurley sem lifir hálfgerðu kóngalífi og keyrir um á Bentley Continental GT. 40-41 (02-03) Allt bílar ofl 10.12.2004 14:47 Page 3
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.