Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 51

Fréttablaðið - 11.12.2004, Page 51
LAUGARDAGUR 11. desember 2004 Barnahjálp Sameinuðu Þjóðanna Aðeins tvö ríki hafa ekki staðfest barnasátt- málann. Þennan dag árið 1946 var Barna- hjálp SÞ, UNICEF, stofnuð. Fyrstu verkefni Barnahjálparinnar var að liðsinna börnum í stríðshrjáð- um löndum. Eftri að mestu hörm- ungar eftirstríðsáranna liðu hjá fór barnahjálpin að beinbeita sér að börnum sem urðu fórnarlömb átaka um allan heim og á áttunda áratugnum var sjónum beint að réttindum barna. Í samvinnu við mannréttinda- nefnd SÞ voru gerð drög að sátt- mála um réttindi barna. Endanleg samþykkt var gerð á allsherjar- þinginu 1986 og nú er Barnasátt- málinn sá alþjóðasáttmáli sem flestar þjóðir hafa samþykkt. Af 184 aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna eru einungis tvær sem ekki hafa staðfest hann: Banda- ríkin og Sómalía.■ GUÐRÚN BJARNADÓTTIR Í snjónum í Öskjuhlíð einhvern tímann á sjöunda ára- tugnum. Fegurðin úr Ytri-Njarðvík Eins og fram kemur í afmælis- dálkinum er Guðrún Bjarnadóttir 62 ára í dag. Guðrún var kosin „Ungfrú Ísland“ 1962 en var síðan kosin fegursta kona heims í Bandaríkjunum í ágúst 1963. Guð- rún þótti með afbrigðum glæsileg og starfaði sem fyrirsæta víða um lönd. Við fundum eina mynd af henni frá fyrirsætuárunum í safni blaðsins. ■ 38-51 (38-39) Tímamót 10.12.2004 15.18 Page 3

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.