Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 54

Fréttablaðið - 11.12.2004, Side 54
42 11. desember 2004 LAUGARDAGUR Áslaug Jónsdóttir er mynd-skreytir. Hún sleit barns-skónum á bænum Melaleiti í Melasveit ásamt þremur kátum systrum í faðmi foreldra. Sem barn var hún ævintýragjörn og hugmyndarík, síteiknandi og dreymdi um að verða vitavörður í Miðfjarðarskersvita í Borgarfirði. Lét síðar óorðinn draum sinn ræt- ast í bókinni Stjörnusiglingin, þar sem hún skrifar fyrir börn um Friðmund vitavörð, enda frábært úrræði að láta drauma sína rætast í texta og myndum. „Hugmyndir eru allt um kring. Maður krotar kannski á blað og al- veg óvart litla persónu, eða hittir krakka sem kveikja manni minn- ingar úr æsku, því allir hafa eitt sinn verið börn með drauma og þrár,“ segir Áslaug, sem í vikunni hlaut Dimmalimm-verðlaunin fyr- ir framúrskarandi myndskreyt- ingar í barnabókinni „Nei! sagði litla skrímslið“ en bókina samdi Áslaug í félagi við færeyska skáldið Rakel Helmsdal og sænska rithöfundinn Kalle Güettler. „Við kynntumst á námskeiði í Svíþjóð sem ætlað var norrænum barnabókahöfundum og mynd- skreytum, en við þrjú lentum saman í hóp. Fengum fimm tíma til að skálda upp og skapa bók og urðum að hafa hraðar hendur, þótt ég sé nú þekkt fyrir að nostra að- eins meira við myndirnar mínar. Fyrirmyndin að stóra skrímslinu var ákveðin persóna á námskeið- inu. Þessi karakter sem vill ráða með frekju og er dóminerandi. Hann var sem sagt mættur á nám- skeiðið, en slíkt gerist ekki bara í leikjum barna heldur fyrirfinnast alls staðar stór skrímsli sem ætla að ráða yfir þeim sem eru hæverskari. Boðskapurinn er því sá að mótmæla yfirganginum enda þarf sá litli ekki endilega að hlýða þeim stóra.“ Þau Áslaug, Rakel og Kalle hittust aftur að loknu námskeið- inu, fullunnu hugmyndina og fóru með hana til útgefenda sinna, sitt í hvoru landinu. Allir tóku vel í bók- ina um litla skrímslið og gáfu hana út en auk þess hefur bókin verið gefin út í Danmörku. Alls staðar hefur hún fengið frábæra dóma og góðar viðtökur lesenda; er reyndar uppseld í Svíþjóð og nú í annarri prentun. „Þetta samstarf fannst mér einstaklega skemmtilegt því mað- ur er alltaf einn með sitt. Það hefði getað misheppnast algjör- lega að vinna með höfundum að sínum hugmyndum sem þeir vilja kannski alls ekki sleppa, en kom ánægjulega á óvart hvað allt gekk upp. Það var frábærlega gaman að ræða hugmyndina og sögupersón- urnar; hvort skrímslið gæti eldað mat eða hvort það gæti hjólað, en karakterinn er miklu stærri en hann kemur fram í bókinni því við höfum ákveðið sitthvað um hann. Ætlum að vinna meira saman og jafnvel með litla skrímslið.“ Handverk og skapandi hugur Áslaugar hefur sett mark sitt á mörg bókverk, en einna þekktast- ar eru myndskreytingar hennar við barnabók Andra Snæs Magna- sonar, Söguna af bláa hnettinum. Myndskreytingarnar lærði hún í Skolen for Brugskunst í Kaup- mannahöfn, þaðan sem hún út- skrifaðist úr teikni- og grafíkdeild 1989. „Teikning var okkur Védísi systur minni sport þegar við vor- um að alast upp. Því lá beinast við að mennta sig á því sviði, þótt Vé- dís veldi sér fatahönnun. Við stunduðum nám við sama skóla í Danmörku á sama tíma. Ég tók alla kúrsa í sambandi við mynd- skreytingar og þá ekki bara barnabóka, heldur líka „editorial“- skreytingar, sem mætti nota mun meira í íslenskum blöðum, tíma- ritum og bókum. Það kom svo ekki fyrr en seinna að ég fór að nota orð og skrifa sjálf, sem kom til vegna bókar sem ég hafði teiknað en í voru engin orð. Ég sýndi hana Máli og menningu en þar á bæ spurðu menn hvort ég vildi ekki bara skrifa textann sjálf, sem og ég gerði. Mig langar að skrifa miklu meira, en þetta er eilíf bar- átta við tímafjöldann í sólar- hringnum. Ég gæti líka hugsað mér að fara lengra með mynda- bókaform fyrir fullorðna. Mynd- skreytingar eru ekki eina vinnan mín, því ég vinn líka við grafíska hönnun á eigin vegum og svo tek ég reglulega þátt í samsýningum og sýni þar teikningar, mynd- skreytingar, þrykk og bókverk.“ Þegar þau Áslaug, Rakel og Kalle sköpuðu litla skrímslið var bókin hugsuð fyrir börn á leik- skólaaldri. Reynslan hefur sýnt að lesendurnir eru á öllum aldri og dæmi þess að fólk um tvítugt gefi vinum sínum bókina að gjöf, boð- skaparins vegna. „Bókin fjallar um mannleg samskipti og í ritdómum ytra hafa menn sagt hana holla lesningu fyrir fullorðna, því ekki sé alltaf rétt að fara eftir fyrirmælum yf- irvaldsins. Litla skrímslið er þannig ég. Og þú. Það hafa allir lent í svona yfirgangi einhvern tímann, fundið þær kenndir að þora ekki að segja neitt og lent í smá kúgun; ekki síst þegar maður er barn.“ ■ LISTAKONAN OG SKÁLDIÐ ÁSLAUG JÓNSDÓTTIR Myndskreytir með skáldagáfu og eilíft hugmyndaflug skapaði myndaheim skrímslanna á aðeins fimm klukkustundum í skáldahópi með Færeyingi og Svía. Áslaug Jónsdóttir myndskreytir og skáldkona er handhafi Dimmalimm-verðlaunanna þetta árið, en þau hlaut hún fyrir framúrskarandi myndskreytingar í barnabókinni „Nei! sagði litla skrímslið“. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir tók hús á Áslaugu og varð margs vísari um skrímslið í okkur öllum. Litla skrímslið er ég VERÐLAUNAMYNDIR DIMMALIMM Áslaug hlaut í vikunni Dimmalimm-verðlaunin fyrir myndskreytingar sínar í barnabókinni „Nei! sagði litla skrímslið“. Hér má sjá nokkrar myndir úr bókinni. 54-55 (42-43) Skrímslið 10.12.2004 14:31 Page 2

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.